Erlent

Mikki mús með áróður

Útsendingum á barnatíma sjónvarpsstöðvar Hamas-samtakanna í Palestínu hefur verið hætt en í honum skoraði Mikki mús á áhorfendur sína að berjast til síðasta manns gegn hernámi Palestínumanna. Málið sýnir vel hversu snemma er alið á sundrungunni hjá börnum herteknu svæðanna.

Í þættinum flytur nagdýrið Farfour - sem minnir óneitanlega á einn af holdgervingum vestrænnar menningar, Mikka mús - flytja barnungum áhorfendum al-Aqsa sjónvarpsstöðvarinnar pistilinn en stöðin er í eigu Hamas-samtakanna. Þar hvetur hann palestínsk börn til að berjast gegn Ísrael og Vesturlöndum svo koma mætti á íslömsku ríki í heiminum. Heyra má þegar börn hringja inn í þáttinn og syngja baráttusöngva gegn Ísrael þar sem því er heitið að berjast til síðasta blóðdropa.

Útsendingin hefur mælst illa fyrir á meðal margra íbúa herteknu svæðanna og því ákvað heimastjórn Palestínumanna að skerast í leikinn. Mustafa Barghouti, upplýsingamálaráðherra Palestínu, sagði í viðtali í blaðamenn að rangt væri að birta börnum áróður af þessu tagi og því hefði hann farið þess á leit við sjónvarpsstöðina að þátturinn yrði tekinn af dagskrá og hann endurskoðaður. Við þeirri beiðni hafi verið orðið.

Talsmenn Disney hafa ekki viljað tjá sig um þessa óvenjulegu notkun á Mikka mús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×