Erlent

Simbabve stjórnar sjálfbærri þróun fyrir SÞ

Guðjón Helgason skrifar

Afríkuríkið Simbabve var í gær valið til formennsku í nefnd Sameinuðu þjóðanna um málefni sjálfbærrar þróunar. Álfur heims skiptast á að fara fyrir nefndinni og var komið að Afríku.

Fulltrúar ríkja í álfunni höfuð útnefnt Simbabve þrátt fyrir hávær mótmæli vesturveldanna sem sögðu Simbabve óhæft til verksins vegna mannréttindabrota og bágrar efnahagsstöðu. Verðbólga í landinu er sögð um 1700%.

Ráðamenn í Simbabve vísuðu þessari gagnrýni á bug og sögðu hana móðgandi. Talið er að þróunarríki í nefndinni hafi greitt Simbabve atkvæði sitt og með því viljað virða ákvörðun Afríkuríkja að útnefna fulltrúa þaðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×