Erlent

Sögulegt samkomulag

Guðjón Helgason skrifar

Rússar, Túrkmenar og Kasakar hafa náð sögulegu samkomulagi um lagningu nýrrar gasleiðslu meðfram strönd landanna við Kaspíahaf. Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, greindi frá þessu á fundi leiðtoga Mið-Asíuríkja í Túrkmenistan í morgun.

Með samkomulaginu er aðgangur Rússa að gasi frá Túrkmenistan tryggður. Þetta er talið áfall fyrir Bandaríkjamenn, Evrópusambandsríki og Kínverja sem hafa viljað tryggja aðgang sinn að gasi frá Túrkmenistan.

Milliríkjasamningur Rússa, Túrkmena og Kasaka verður undirritaður í haust. Þá ætla ríkin einnig að bæta þær leiðslur frá Sovéttímanum sem enn eru í notkun og vinna að því náið með Úsbekum. Túrkmenar eru mesti gasútflytjandi Mið-Asíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×