Erlent

Dýr dráttur

Óli Tynes skrifar
Kínversk börn; aðeins eitt á hverja fjölskyldu.
Kínversk börn; aðeins eitt á hverja fjölskyldu.

Kínverskur kaupsýslumaður hefur verið sektaður um fimm milljónir íslenskra króna fyrir að eignast sitt annað barn. Samkvæmt kínverskum lögum má hver fjölskylda aðeins eignast eitt barn. Lögin voru sett árið 1980 til þess að draga úr fjölgun þjóðarinnar. Kínverjar eru nú 1,3 milljarðar talsins.

Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt þessi lög harkalega og segja þau leiða til gríðarlegra fóstureyðinga og morða á meybörnum. Kínverjar leggja mikla áherslu á að eignast syni sem geta framfleytt þeim í ellinni.

Kínversk stjórnvöld segja hinsvegar að ef þessi lög hefðu ekki verið sett væri þjóðin nú 600 milljónum manna fjölmennari en hún er í dag. Stjórnvöld vilja jafnvel telja þetta sér til tekna í baráttunni við útblástur gróðurhúsalofttegunda. 600 milljónir manna til viðbótar hefðu auðvitað verið það mikið fleiri mengandi orkunotendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×