Erlent

Réttarhöld vegna árekstrar í lofti

Óli Tynes skrifar
Flak rússnesku flugvélarinnar.
Flak rússnesku flugvélarinnar. MYND/AP

Réttarhöld hefjast í Sviss á morgun yfir átta starfsmönnum flugumferðarstjórnar-fyrirtækisins Skyguide vegna árekstrar í lofti árið 2002, sem kostaði 71 mann lífið. Flest fórnarlambanna voru börn. Rússneskur fjölskyldufaðir myrti yfirflugumverðarstjórann síðar með hnífi, en hann missti eiginkonu sína og dóttur í slysinu.

Áreksturinn varð milli Rússneskar Tupolev leiguflugvélar og Boeing 757 fragtvélar frá DHL. Vélarnar stefndu saman í 35000 feta hæð. Flugumferðarstjórinn skipaði rússnesku vélinni að dýfa vélinni til þess að forðast árekstur. Rússnesku flugmennirnir hlýddu.

Í sömu andrá hlýddu flugmenn fragtvélarinnar skipun frá árekstrarvara um borð um að steypa vélinni í dýfu. Afleiðingarnar voru þær að vélarnar rákust saman og hröpuðu báðar.

Rannsókn leiddi í ljós mikla annmarka á flugumferðarstjórninni, bæði tæknilegs eðlis og hvað varðaði mönnun og þjálfun í flugstjórnarmiðstöðinni. Saksóknari krefst sex til fimmtán mánaða fangelsis yfir sakborningunum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×