Vesturbyggð fagnar hugmyndum um Olíuhreinsistöð 16. maí 2007 19:09 Bæjarstjórn Vesturbyggðar fagnar hugmynd um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Bæjarstjórinn bendir á að stefnan um stóriðjulausa og umhverfisvæna Vestfirði hefði verið mótuð þegar menn hafi átt von á aðstoð ríkisvaldsins við fjórðunginn - aðstoð sem aldrei hafi komið. Hugmyndinni um Olíuhreinsistöð á Vestfjörðum var ýtt til hliðar af sveitarstjórnum vestra fram yfir kosningar, en nú stígur bæjarstjórn Vesturbyggðar fram og fagnar þessari hugmynd. Ekki felst í því annað en að skoða málið ofan í kjölinn en þó felast talsverð tíðindi í þessari jákvæðu ályktun. 500 störf eiga að fylgja þessari stöð og hafa talsmenn hennar bent á að hún yrði af fullkomnustu gerð. Mengun og hætta af henni yrði minniháttar. Þó liggur fyrir að nokkur hætta kann að skapast af tíðum ferðum risaolíuskipa inná þrönga firði. Einkum virðast menn augum renna til Dýrafjarðar eða Arnarfjarðar í leit að stað fyrir stöðina. Eins hefur verið á það bent að losun gróðurhúsalofttegunda frá stöðinni muni sprengja af sér öll mörk Kyoto-bókunarinnar þannig að mengunarkvóta yrði að fá annars staðar frá. Bent hefur verið á að olíuhreinsistöð gangi á skjön við þá stefnu að Vestfirðir séu stóriðjulaus fjórðungur með umhverfisvænaa ímynd. Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri Vesturbyggðar telur ekki að þarna þurfi að vera mótsögn og bendir á að það sé í öllu fólgin áhætta. Hann segir einnig á að menn hafi markað stefnu um umhverfisvæna vestfirði og stóriðjulausa þegar væntingar hafi staðið til þess að ríkisvaldið styrkti fjórðunginn með kröftugum hætti - til dæmis með því að styrkja veiðar, en ekkert hefði orðið af því. Vestfirðingar verði því að leita allra leiða. Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira
Bæjarstjórn Vesturbyggðar fagnar hugmynd um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Bæjarstjórinn bendir á að stefnan um stóriðjulausa og umhverfisvæna Vestfirði hefði verið mótuð þegar menn hafi átt von á aðstoð ríkisvaldsins við fjórðunginn - aðstoð sem aldrei hafi komið. Hugmyndinni um Olíuhreinsistöð á Vestfjörðum var ýtt til hliðar af sveitarstjórnum vestra fram yfir kosningar, en nú stígur bæjarstjórn Vesturbyggðar fram og fagnar þessari hugmynd. Ekki felst í því annað en að skoða málið ofan í kjölinn en þó felast talsverð tíðindi í þessari jákvæðu ályktun. 500 störf eiga að fylgja þessari stöð og hafa talsmenn hennar bent á að hún yrði af fullkomnustu gerð. Mengun og hætta af henni yrði minniháttar. Þó liggur fyrir að nokkur hætta kann að skapast af tíðum ferðum risaolíuskipa inná þrönga firði. Einkum virðast menn augum renna til Dýrafjarðar eða Arnarfjarðar í leit að stað fyrir stöðina. Eins hefur verið á það bent að losun gróðurhúsalofttegunda frá stöðinni muni sprengja af sér öll mörk Kyoto-bókunarinnar þannig að mengunarkvóta yrði að fá annars staðar frá. Bent hefur verið á að olíuhreinsistöð gangi á skjön við þá stefnu að Vestfirðir séu stóriðjulaus fjórðungur með umhverfisvænaa ímynd. Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri Vesturbyggðar telur ekki að þarna þurfi að vera mótsögn og bendir á að það sé í öllu fólgin áhætta. Hann segir einnig á að menn hafi markað stefnu um umhverfisvæna vestfirði og stóriðjulausa þegar væntingar hafi staðið til þess að ríkisvaldið styrkti fjórðunginn með kröftugum hætti - til dæmis með því að styrkja veiðar, en ekkert hefði orðið af því. Vestfirðingar verði því að leita allra leiða.
Fréttir Innlent Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira