Erlent

Ban stefnir að fundi um loftslagsmál

Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-Moon, ætlar sér að koma á fundi háttsettra embættismanna á sama tíma og þjóðarleiðtogar hittast og ávarpa allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í september. Ban sagði að alþjóðasamfélagið væri nú betur að sér um umhverfismál og sérstaklega eftir að skýrsla sérfræðinga á vegum Sameinuðu þjóðana kom út.

Ban hefur veitt baráttunni við loftslagsbreytingar forgang í störfum sínum. Þá sagði hann alþjóðasamfélagið sammála um að það ætti að vinna að þessum málum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.

Ban hefur einnig skipað þriggja manna nefnd til þess að ræða við þjóðarleiðtoga fyrir fundinn. Í þessari nefnd eru Gro Harlem Brundtland, fyrrum forsætisráðherra Noregs, Ricardo Lagos, fyrrum forseti Chile, og Han Seung-soo, fyrrum utanríkisráðherra Suður-Kóreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×