Erlent

Lögreglan fær súrefnisgeyma gegn mengun

Lögreglustöðvar í Kalkútta á Indlandi hafa nú allar fengið súrefnisgeyma til þess að hjálpa lögreglunni að takast á við áhrif mengunarinnar í borginni. Umferðarlögreglumenn í borginni koma til með að njóta góðs af þeim en þeir þurfa að standa í einhverri mestu mengun í heimi.

Þetta var ákveðið eftir að skýrsla kom út nýverið sem hélt því fram að allt að 70% íbúa borgarinnar ættu við öndunarerfiðleika að stríða vegna mengunarinnar. Þar kom fram að umferðarlögreglan ætti eina erfiðast vegna mengunarinnar.

Í skýrslunni, sem tók sex ár að gera, komu fram bein tengsl á milli loftmengunar og tíðni lungnakrabbameins í borginni. Aðeins 20% bíla í Kalkútta hafa farið í mengunarskoðun á undanförnum tveimur árum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×