Fótbolti

Stuttgart meistari í Þýskalandi

Leikmenn Stuttgart taka á móti þýska Meistaraskildinum eftir sigurinn á Cottbus í dag.
Leikmenn Stuttgart taka á móti þýska Meistaraskildinum eftir sigurinn á Cottbus í dag. MYND/Getty

Stuttgart varð í dag meistari í þýsku knattspyrnunni en þá sigraði liðið Energie Cottbus, 2:1, á heimavelli í lokaumferð deildarinnar. Stuttgart nægði að fá eitt stig fyrir leikinn til að tryggja sér meistaratitilinn en eftir slæma byrjun í dag, þar sem Cottbus náði forystu eftir 19. mínútna leik, náðu heimamenn að svara með tveimur mörkum.

Það má með sanni segja að allt hafi orðið brjálað á Gottlieb-Daimler leikvanginum þegar flautað var til leiksloka í dag, en 15 ár eru liðin síðan liðið varð síðasta meistari í Þýskalandi. Liðið vann síðustu níu leiki sína í deildinni og endaði tveimur stigum ofar en Schalke með alls 70 stig. Schalke vann Arminia Bielefeld í dag, 2:1.

Stuttgart getur einnig orðið bikarmeistari í Þýskalandi en liðið mætir Nurnberg í úrslitaleik þann 26. maí nk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×