Erlent

Harry fer til Afganistans

Óli Tynes skrifar
Harry bretaprins. Afganistan málamiðlun.
Harry bretaprins. Afganistan málamiðlun. MYND/AP

Harry bretaprins verður sendur til herþjónustu í Afganistans, að sögn breska blaðsins News of The World. Breska herstjórnin tók í síðustu viku þá ákvörðun að senda hann ekki til Íraks, eins og til stóð. Áhættan var talin of mikil þar sem fjölmörg samtök hryðjuverkamanna höfðu lýst því yfir að það yrði forgangsverkefni að ræna honum og myrða.

Herstjórnin hafði einnig í huga að félagar Harrys yrðu í mikilli hættu, þar sem búast mætti við linnulausum árásum á herflokk hans.

Vinir Harrys segja að hann hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun. Hann hafi alvarlega íhugað að segja sig úr hernum þar sem honum þótti óþolandi að vera ekki sendur á vígvöllinn með félögum sínum. Afganistan er talin málamiðlun.

Harry er lautinant í hernum. Hann hefur yfir að segja ellefu öðrum hermönnum og fjórum brynvögnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×