Erlent

Sjö bandarískir hermenn létust í Írak

Bandarískir hermenn í Bagdad í Írak.
Bandarískir hermenn í Bagdad í Írak. MYND/AP

Sjö bandarískir hermenn létust í sprengjuárásum í Írak í gær. Flestir létust í vegasprengjum samkvæmt upplýsingum frá bandaríska hernum. Í verstu árásinni létust þrír og tveir slösuðust þegar herdeildin lenti í margföldum sprengingum. Í yfirlýsingu frá hernum var staðsetning árásanna ekki gefin upp.

Í dag tilkynnti íraska lögreglan að fundist hefði lík sem virtist vera vesturlandabúi í bandarískum herklæðum. Bandaríski herinn hefur síðustu 11 daga leitað að þremur hermönnum sem ekki hefur spurst til eftir árás á athugunarstöð hersins nálægt Mahmoudiya. Svæðið er kallað þríhyrningur dauðans. Nú er beðið eftir að kennsl verði borin á líkið áður en hægt verður að segja frekar til um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×