Erlent

Bandaríkjamenn á móti tillögum gegn gróðurhúsaáhrifum

MYND/Getty Images

Bandaríkjamenn eru sagðir leggjast algerlega gegn tillögum sem Þjóðverjar ætla að leggja fyrir fund átta helstu iðnríkja heims um aðgerðir í loftslagsmálum. Á skjali, sem leggja á fyrir fundinn í júní, en Grænfriðungar hafa komist yfir og lekið til fjölmiðla, er að finna ályktunardrög þar sem kveðið er á um að iðnríkin setji sér tímaramma til að draga stórlega úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Athugasemdir Bandaríkjastjórnar eru skrifaðar á spássíurnar þar sem þess er krafist að aðgerðirnar verði mun vægari. Í fyrradag taldi Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, að teikn væru á lofti um að Bandaríkjamenn ætluðu að breyta stefnu sinni í loftslagsmálum en skjalið sýnir að mati grænfriðunga að þeir séu enn sömu skoðunar í þessum efnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×