Viðskipti erlent

Hráolía lækkar í verði

Olíumiðlarar að störfum í New York Mercantile Exchange í New York.
Olíumiðlarar að störfum í New York Mercantile Exchange í New York. MYND/AFP

Verð á hráolíu lækkaði í dag eftir að hafa náð tíu mánaða hámarki seint í gær. Fjölmargir olíumiðlarar höfðu gert framvirka samninga í von um að verð héldi áfram að hækka og ýttu þar með undir hækkun á olíuverði. Verðið hafði hækkað um fimm prósent undanfarna fjóra daga vegna slíkra samninga.

Markaðurinn stóð hins vegar ekki undir hækkununum og því lækkaði verðið á ný í morgun. Sérfræðingar sögðu að verðið hefði einfaldlega hækkað of mikið of hratt.

Verð á hráolíu til afhendingar í ágúst féll um 31 sent, eða 0,4 prósent, niður í 70,78 dollara. Í Lundúnum klukkan tíu í morgun seldust framvirkir samningar á 70,90 dollara.

Skýrsla orkumálaráðuneytis Bandaríkjanna gefur til kynna að birgðir í Bandaríkjunum hafi aukist um hálfa milljón tunna. Notkun á hreinsistöðvum hefur aukist og talið er að hún nái 90% í fyrsta sinn í fimm vikur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×