Anheuser-Busch eignast 20% í Icelandic Glacial Kristinn Hrafnsson skrifar 18. júlí 2007 12:52 Bandaríski risinn á drykkjarvörumarkaði, Anheuser-Busch hefur eignast 20% í vatnsfyrirtæki Jóns Ólafssonar og sonar hans Kristjáns. Þeir reka átöppunarverksmiðju á lindarvatni í Þorlákshöfn og er vatnið markaðssett undir vörumerkinu Icelandic Glacial. Með samningnum tekur Anheuser-Busch einnig að sér að dreifa Icelandic Glacial um öll Bandaríkin, eins og Stöð 2 greindi frá í fréttum í gær. Tilkynnt var formlega um þennan samning nú í hádeginu í sameiginlegri tilkynningu fyrirtækjanna frá St. Louis og Þorlákshöfn. Verið er að hefja byggingu nýrrar átöppunarverksmiðju fyrir Icelandic Glacial nálægt Þorlákshöfn sem getur náð í áföngum allt að 250 milljón lítra afkastagetu á ári. Þessi samningur markar tímamót í útflutningi á íslensku drykkjarvatni enda tryggir hann greiðan aðgang að vaxandi og verðmætum markaði fyrir vatn í Bandaríkjunum. Sala á átöppuðu drykkjarvatni tókst um 9,5% á síðasta ári í Bandaríkjunum og var veltan meiri en 10 milljarðar bandaríkjadala eða 600 milljarðar króna. Helsta vörumerki Anheuser-Busch er Budweiser bjórinn og hefur fyrirtækið um það bil helmings markaðshlutdeild á Bandarískum bjórmarkaði. Velta Anheuser-Busch er jafnvirði ríflega þúsund milljarðar króna sem er nálægt þjóðarframleiðslu Íslendinga. Heildarvirði fyrirtækisins er 2250 milljarðar samkvæmt hlutabréfagengi í Bandarísku Kauphöllinni í New York í dag en þetta er álíka fjárhæð og Rio Tinto hefur boðið í ALCAN álfyrirtækið. Í tilkynningu frá Icelandic Glacial og Anheuser-Busch er ekki gefið upp hversu mikið greitt er fyrir þann hlut sem Bandaríkjamenn eignast nú í Icelandic Water Holding sem á og rekur átöppunarverksmiðjuna í Þorlákshöfn. Innlent Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Bandaríski risinn á drykkjarvörumarkaði, Anheuser-Busch hefur eignast 20% í vatnsfyrirtæki Jóns Ólafssonar og sonar hans Kristjáns. Þeir reka átöppunarverksmiðju á lindarvatni í Þorlákshöfn og er vatnið markaðssett undir vörumerkinu Icelandic Glacial. Með samningnum tekur Anheuser-Busch einnig að sér að dreifa Icelandic Glacial um öll Bandaríkin, eins og Stöð 2 greindi frá í fréttum í gær. Tilkynnt var formlega um þennan samning nú í hádeginu í sameiginlegri tilkynningu fyrirtækjanna frá St. Louis og Þorlákshöfn. Verið er að hefja byggingu nýrrar átöppunarverksmiðju fyrir Icelandic Glacial nálægt Þorlákshöfn sem getur náð í áföngum allt að 250 milljón lítra afkastagetu á ári. Þessi samningur markar tímamót í útflutningi á íslensku drykkjarvatni enda tryggir hann greiðan aðgang að vaxandi og verðmætum markaði fyrir vatn í Bandaríkjunum. Sala á átöppuðu drykkjarvatni tókst um 9,5% á síðasta ári í Bandaríkjunum og var veltan meiri en 10 milljarðar bandaríkjadala eða 600 milljarðar króna. Helsta vörumerki Anheuser-Busch er Budweiser bjórinn og hefur fyrirtækið um það bil helmings markaðshlutdeild á Bandarískum bjórmarkaði. Velta Anheuser-Busch er jafnvirði ríflega þúsund milljarðar króna sem er nálægt þjóðarframleiðslu Íslendinga. Heildarvirði fyrirtækisins er 2250 milljarðar samkvæmt hlutabréfagengi í Bandarísku Kauphöllinni í New York í dag en þetta er álíka fjárhæð og Rio Tinto hefur boðið í ALCAN álfyrirtækið. Í tilkynningu frá Icelandic Glacial og Anheuser-Busch er ekki gefið upp hversu mikið greitt er fyrir þann hlut sem Bandaríkjamenn eignast nú í Icelandic Water Holding sem á og rekur átöppunarverksmiðjuna í Þorlákshöfn.
Innlent Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent