Anheuser-Busch eignast 20% í Icelandic Glacial Kristinn Hrafnsson skrifar 18. júlí 2007 12:52 Bandaríski risinn á drykkjarvörumarkaði, Anheuser-Busch hefur eignast 20% í vatnsfyrirtæki Jóns Ólafssonar og sonar hans Kristjáns. Þeir reka átöppunarverksmiðju á lindarvatni í Þorlákshöfn og er vatnið markaðssett undir vörumerkinu Icelandic Glacial. Með samningnum tekur Anheuser-Busch einnig að sér að dreifa Icelandic Glacial um öll Bandaríkin, eins og Stöð 2 greindi frá í fréttum í gær. Tilkynnt var formlega um þennan samning nú í hádeginu í sameiginlegri tilkynningu fyrirtækjanna frá St. Louis og Þorlákshöfn. Verið er að hefja byggingu nýrrar átöppunarverksmiðju fyrir Icelandic Glacial nálægt Þorlákshöfn sem getur náð í áföngum allt að 250 milljón lítra afkastagetu á ári. Þessi samningur markar tímamót í útflutningi á íslensku drykkjarvatni enda tryggir hann greiðan aðgang að vaxandi og verðmætum markaði fyrir vatn í Bandaríkjunum. Sala á átöppuðu drykkjarvatni tókst um 9,5% á síðasta ári í Bandaríkjunum og var veltan meiri en 10 milljarðar bandaríkjadala eða 600 milljarðar króna. Helsta vörumerki Anheuser-Busch er Budweiser bjórinn og hefur fyrirtækið um það bil helmings markaðshlutdeild á Bandarískum bjórmarkaði. Velta Anheuser-Busch er jafnvirði ríflega þúsund milljarðar króna sem er nálægt þjóðarframleiðslu Íslendinga. Heildarvirði fyrirtækisins er 2250 milljarðar samkvæmt hlutabréfagengi í Bandarísku Kauphöllinni í New York í dag en þetta er álíka fjárhæð og Rio Tinto hefur boðið í ALCAN álfyrirtækið. Í tilkynningu frá Icelandic Glacial og Anheuser-Busch er ekki gefið upp hversu mikið greitt er fyrir þann hlut sem Bandaríkjamenn eignast nú í Icelandic Water Holding sem á og rekur átöppunarverksmiðjuna í Þorlákshöfn. Innlent Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Fleiri fréttir Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Sjá meira
Bandaríski risinn á drykkjarvörumarkaði, Anheuser-Busch hefur eignast 20% í vatnsfyrirtæki Jóns Ólafssonar og sonar hans Kristjáns. Þeir reka átöppunarverksmiðju á lindarvatni í Þorlákshöfn og er vatnið markaðssett undir vörumerkinu Icelandic Glacial. Með samningnum tekur Anheuser-Busch einnig að sér að dreifa Icelandic Glacial um öll Bandaríkin, eins og Stöð 2 greindi frá í fréttum í gær. Tilkynnt var formlega um þennan samning nú í hádeginu í sameiginlegri tilkynningu fyrirtækjanna frá St. Louis og Þorlákshöfn. Verið er að hefja byggingu nýrrar átöppunarverksmiðju fyrir Icelandic Glacial nálægt Þorlákshöfn sem getur náð í áföngum allt að 250 milljón lítra afkastagetu á ári. Þessi samningur markar tímamót í útflutningi á íslensku drykkjarvatni enda tryggir hann greiðan aðgang að vaxandi og verðmætum markaði fyrir vatn í Bandaríkjunum. Sala á átöppuðu drykkjarvatni tókst um 9,5% á síðasta ári í Bandaríkjunum og var veltan meiri en 10 milljarðar bandaríkjadala eða 600 milljarðar króna. Helsta vörumerki Anheuser-Busch er Budweiser bjórinn og hefur fyrirtækið um það bil helmings markaðshlutdeild á Bandarískum bjórmarkaði. Velta Anheuser-Busch er jafnvirði ríflega þúsund milljarðar króna sem er nálægt þjóðarframleiðslu Íslendinga. Heildarvirði fyrirtækisins er 2250 milljarðar samkvæmt hlutabréfagengi í Bandarísku Kauphöllinni í New York í dag en þetta er álíka fjárhæð og Rio Tinto hefur boðið í ALCAN álfyrirtækið. Í tilkynningu frá Icelandic Glacial og Anheuser-Busch er ekki gefið upp hversu mikið greitt er fyrir þann hlut sem Bandaríkjamenn eignast nú í Icelandic Water Holding sem á og rekur átöppunarverksmiðjuna í Þorlákshöfn.
Innlent Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Fleiri fréttir Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Sjá meira