Bjartsýnn á að bjór komist í búðir Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 27. júlí 2007 18:45 Formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, Borgar Þór Einarsson, er bjartsýnn á að núverandi ríkisstjórn leyfi sölu á léttvíni og bjór í matvöruverslunum - þrátt fyrir að einn ötulasti baráttumaður þess á þingi, Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, hafi lýst því yfir að hann muni ekki beita sér í málinu. Rýmri lög um áfengi eru ekki vinsæl ráðherramál. Tveir ráðherrar í núverandi ríkisstjórn höfðu sem óbreyttir þingmenn áhuga á að slaka á áfengislöggjöfinni. Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, barðist á alþingi fyrir bjór og léttvíni í matvöruverslanir, síðast fyrir fimm mánuðum. Eins og við sögðum frá í fréttum í gær vill hann enn að menn geti keypt vín með steikinni í matvöruverslunum. En hann ætlar ekki að beita sér fyrir því sem ráðherra í ríkisstjórn. Jóhanna Sigurðardóttir, nú félagsmálaráðherra, lagði fyrir fáum árum fram frumvarp þess efnis að ungmenni milli 18 ára og tvítugs mættu kaupa léttvín og bjór - enda mættu þau þá bæði gifta sig og kjósa. Hún hætti raunar við að flytja málið þar sem ekki fékkst stuðningur til að stórefla forvarnarstarf í leiðinni. Ungir sjálfstæðismenn hafa ekki legið á þeirri skoðun sinni að afnema eigi ríkiseinkonun á áfengissölu. Borgar bendir á að heilbrigðisráðherra hafi ekki forræði yfir ÁTVR - það hefur fjármálaráðherra - en segist bjartsýnn á að núverandi ríkisstjórn láti af því verða að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum. Fréttir Innlent Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Sjá meira
Formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, Borgar Þór Einarsson, er bjartsýnn á að núverandi ríkisstjórn leyfi sölu á léttvíni og bjór í matvöruverslunum - þrátt fyrir að einn ötulasti baráttumaður þess á þingi, Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, hafi lýst því yfir að hann muni ekki beita sér í málinu. Rýmri lög um áfengi eru ekki vinsæl ráðherramál. Tveir ráðherrar í núverandi ríkisstjórn höfðu sem óbreyttir þingmenn áhuga á að slaka á áfengislöggjöfinni. Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, barðist á alþingi fyrir bjór og léttvíni í matvöruverslanir, síðast fyrir fimm mánuðum. Eins og við sögðum frá í fréttum í gær vill hann enn að menn geti keypt vín með steikinni í matvöruverslunum. En hann ætlar ekki að beita sér fyrir því sem ráðherra í ríkisstjórn. Jóhanna Sigurðardóttir, nú félagsmálaráðherra, lagði fyrir fáum árum fram frumvarp þess efnis að ungmenni milli 18 ára og tvítugs mættu kaupa léttvín og bjór - enda mættu þau þá bæði gifta sig og kjósa. Hún hætti raunar við að flytja málið þar sem ekki fékkst stuðningur til að stórefla forvarnarstarf í leiðinni. Ungir sjálfstæðismenn hafa ekki legið á þeirri skoðun sinni að afnema eigi ríkiseinkonun á áfengissölu. Borgar bendir á að heilbrigðisráðherra hafi ekki forræði yfir ÁTVR - það hefur fjármálaráðherra - en segist bjartsýnn á að núverandi ríkisstjórn láti af því verða að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum.
Fréttir Innlent Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Sjá meira