Öllum starfsmönnum Ratsjárstofnunar sagt upp Guðjón Helgason skrifar 14. ágúst 2007 19:13 Öllum starfsmönnum Ratsjárstofnunar, þar á meðal forstjóra, verður sagt upp. Þetta er liður í endurskipulagningu en spara á í rekstri loftvarnarkerfisins. Samningi Ratsjárstofnunar við Símann um rekstur og viðhald ljósleiðarakerfis verður einnig sagt upp. Síminn hefur fengið 120 milljónir á ári til að vinna verkið. Íslendingar taka við rekstri ratsjárstöðvanna íslensku af Bandaríkjamönnum á morgun. Hermálanefnd Atlantshafsbandalagsins mat það svo að það yrði að tryggja áfram rekstur loftvarnarkerfisins íslenska og samræma það því evrópska til varna á svæðinu. Rekstrarkostnaður Bandaríkjamanna vegna stöðvanna hafði verið nokkur en hafði lækkað niður í 1200 milljónir króna á ári. Gert er ráð fyrir að reksturinn kosti Íslendinga 800 milljónir á næsta ári og því þarf að spara. Því hefur verið ákveðið að endurskipuleggja Ratsjárstofnun sem hefur séð um viðhald og einnig eftirlit í gegnum kerfið frá því varnarlið Bandaríkjamanna fór í fyrra. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, segir það hafa reynst nauðsynlegt að segja upp öllum samningum Ratsjárstofnunar, þar á meðal við alla starfsmenn hennar sem eru 47. Rétt sé þó að hafa í huga að einhverjir verði endurráðnir enda eigi að halda starfsemi ratsjárstöðvanna áfram. Utanríkisráðherra segir mögulegt að afla tekna í gegnum Ratsjárstofnun. Íslenska ríkið eigi þrjá ljósleiðara sem Ratsjárstofnun hafi notað fram að þessu. Gerður hafi verið samningur við Símann um reksturinn og fyrir þá þjónustu greiddar 10 milljónir á mánuði. Það séu töluverð útgjöld fyrir Ratsjárstofnun. Hér sé um að ræða strengi sem liggi um allt land og gæti orðið til hagsbóta fyrir almenning á Íslandi, sér í lagi á landsbyggðinni, þar sem hann auki flutningsgetu um 60%. Utanríkisráðherra segir mörg fyrirtæki hafa áhuga á ljósleiðurunum. Varnarmálaskrifstofa sé nú í viðræðum við Símann um þá. Hún segir vel koma til greina að bjóða afnot og rekstur á þeim út. Fréttir Innlent Mest lesið Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Fleiri fréttir Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Sjá meira
Öllum starfsmönnum Ratsjárstofnunar, þar á meðal forstjóra, verður sagt upp. Þetta er liður í endurskipulagningu en spara á í rekstri loftvarnarkerfisins. Samningi Ratsjárstofnunar við Símann um rekstur og viðhald ljósleiðarakerfis verður einnig sagt upp. Síminn hefur fengið 120 milljónir á ári til að vinna verkið. Íslendingar taka við rekstri ratsjárstöðvanna íslensku af Bandaríkjamönnum á morgun. Hermálanefnd Atlantshafsbandalagsins mat það svo að það yrði að tryggja áfram rekstur loftvarnarkerfisins íslenska og samræma það því evrópska til varna á svæðinu. Rekstrarkostnaður Bandaríkjamanna vegna stöðvanna hafði verið nokkur en hafði lækkað niður í 1200 milljónir króna á ári. Gert er ráð fyrir að reksturinn kosti Íslendinga 800 milljónir á næsta ári og því þarf að spara. Því hefur verið ákveðið að endurskipuleggja Ratsjárstofnun sem hefur séð um viðhald og einnig eftirlit í gegnum kerfið frá því varnarlið Bandaríkjamanna fór í fyrra. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, segir það hafa reynst nauðsynlegt að segja upp öllum samningum Ratsjárstofnunar, þar á meðal við alla starfsmenn hennar sem eru 47. Rétt sé þó að hafa í huga að einhverjir verði endurráðnir enda eigi að halda starfsemi ratsjárstöðvanna áfram. Utanríkisráðherra segir mögulegt að afla tekna í gegnum Ratsjárstofnun. Íslenska ríkið eigi þrjá ljósleiðara sem Ratsjárstofnun hafi notað fram að þessu. Gerður hafi verið samningur við Símann um reksturinn og fyrir þá þjónustu greiddar 10 milljónir á mánuði. Það séu töluverð útgjöld fyrir Ratsjárstofnun. Hér sé um að ræða strengi sem liggi um allt land og gæti orðið til hagsbóta fyrir almenning á Íslandi, sér í lagi á landsbyggðinni, þar sem hann auki flutningsgetu um 60%. Utanríkisráðherra segir mörg fyrirtæki hafa áhuga á ljósleiðurunum. Varnarmálaskrifstofa sé nú í viðræðum við Símann um þá. Hún segir vel koma til greina að bjóða afnot og rekstur á þeim út.
Fréttir Innlent Mest lesið Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Fleiri fréttir Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Sjá meira