Bæjarstjóri segir gagnrýni Kársnesbúa óvægna Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 16. ágúst 2007 11:42 Íbúar á Kársnesi í Kópavogi voru ómyrkir í máli í gærkvöldi á fjölmennum fundi með bæjarstjóra um fyrirhuguð byggingaráform á nesinu. Íbúarnir skora á bæjaryfirvöld að falla frá áformunum og koma til móts við vilja íbúa með framtíðaruppbyggingu á svæðinu. Bæjarstjórinn segir gagnrýni íbúanna jaðra við að vera óvægna, en að hann sé tilbúinn að skoða kröfur þeirra. Það vor troðfullt út úr dyrum í Salnum í Kópavogi í gær þegar íbúasamtökin Betri Byggð stóðu fyrir fundi um þær skipulagsbreytingar sem fyrirhugaðar eru á Kársnesi af hálfu bæjarins. Um fjögur hundruð manns sóttu fundinn og þess var meðal annars krafist að lausn yrði fundin á umferðar- og mengunarmálum. Arna Harðardóttir formaður samtakanna segir mikinn samhug í íbúum. Samtökin skora á bæinn að draga skipulagshugmyndirnar til baka, stækkun hafnarinnar, atvinnuhúsnæði og landfyllingu í tengslum við það. Auk þess verði fallið frá stórfelldri íbúafjölgun og nýjar hugmyndir lagðar fram þegar búið sé að leysa umferðar og mengunarmál Gunnar Birgisson bæjarstjóri var meðal frummælenda á fundinum. Hann sagði að ekki yrði fallið frá byggingu rúmlega tvö hundruð íbúða, en bæjarstjórnin væri tilbúin að skoða kröfur íbúasamtakanna. Hann segir nýjan hafnarkant helst fara í taugarnar á fólki, en hann sé tilbúinn að endurskoða hann og önnur mál. Allir séu þó sammála um að hreinsa þurfi til á Kársnesinu. Íbúar á Kársnesi mótmæla áformunum á táknrænan hátt og hafa sett upp rauða borða við hús sín. Rúmlega tvö hundruð garðar eru nú skreyttir með þessum hætti. Innlent Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira
Íbúar á Kársnesi í Kópavogi voru ómyrkir í máli í gærkvöldi á fjölmennum fundi með bæjarstjóra um fyrirhuguð byggingaráform á nesinu. Íbúarnir skora á bæjaryfirvöld að falla frá áformunum og koma til móts við vilja íbúa með framtíðaruppbyggingu á svæðinu. Bæjarstjórinn segir gagnrýni íbúanna jaðra við að vera óvægna, en að hann sé tilbúinn að skoða kröfur þeirra. Það vor troðfullt út úr dyrum í Salnum í Kópavogi í gær þegar íbúasamtökin Betri Byggð stóðu fyrir fundi um þær skipulagsbreytingar sem fyrirhugaðar eru á Kársnesi af hálfu bæjarins. Um fjögur hundruð manns sóttu fundinn og þess var meðal annars krafist að lausn yrði fundin á umferðar- og mengunarmálum. Arna Harðardóttir formaður samtakanna segir mikinn samhug í íbúum. Samtökin skora á bæinn að draga skipulagshugmyndirnar til baka, stækkun hafnarinnar, atvinnuhúsnæði og landfyllingu í tengslum við það. Auk þess verði fallið frá stórfelldri íbúafjölgun og nýjar hugmyndir lagðar fram þegar búið sé að leysa umferðar og mengunarmál Gunnar Birgisson bæjarstjóri var meðal frummælenda á fundinum. Hann sagði að ekki yrði fallið frá byggingu rúmlega tvö hundruð íbúða, en bæjarstjórnin væri tilbúin að skoða kröfur íbúasamtakanna. Hann segir nýjan hafnarkant helst fara í taugarnar á fólki, en hann sé tilbúinn að endurskoða hann og önnur mál. Allir séu þó sammála um að hreinsa þurfi til á Kársnesinu. Íbúar á Kársnesi mótmæla áformunum á táknrænan hátt og hafa sett upp rauða borða við hús sín. Rúmlega tvö hundruð garðar eru nú skreyttir með þessum hætti.
Innlent Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira