Sölsa undir sig eignir í miðborginni Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 17. ágúst 2007 18:56 Fasteignafélagið Samson Properties með Björgólfsfeðga í fararbroddi sölsar nú undir sig hverja eignina á fætur annarri í miðborginni. Hugmyndir eru uppi um verslunarmiðstöð og íbúðir á svæðum sem félagið hefur eignast, en markmiðið er að efla mannlíf og athafnalíf í miðborginni. Björgólfur Guðmundsson hefur verið talsmaður uppbyggingar í miðborginni um árabil. Nú hefur fasteignafélagið Samson sem er meðal annars í eigu feðganna Björgólfs og Björgólfs Thors, keypt fjölda fasteigna í miðborginni. Meðal eignanna eru nánast öll hús á reit sem markast af Laugavegi, Vitastíg, Hverfisgötu og Barónsstíg, fjöldi húsa á reit sem markast af Laugavegi, Vatnsstíg, Lindargötu og Frakkastíg. Þá hefur félagið hugmyndir um uppbyggingu verbúðanna við Geirsgötu sem eru í eigu hafnarinnar. Björn Ingi Hrafnsson formaður hafnarstjórnar Faxaflóahafna segir fund áformaðan í næstu viku með félaginu. Verbúðarhúsnæðið sé komið til ára sinna og hluti húsnæðisins kunni að þurfa að víkja vegna skipulags. Hann fagnar áhuga einkaaðila að koma að uppbyggingu í miðborginni. Íbúðir og verslunarmiðstöð eru meðal hugmynda um uppbyggingu reitsins við Laugaveg og Barónsstíg. Ásgeir Friðgeirsson talsmaður Björgólfsfeðga segir að engar ákvarðanir hafi verið teknar, meginmarkmiðið sé að efla mannlíf og athafnalíf og miðborgina í heild sinni. Hann tekur fram að eignir félagsins á Íslandi nemi einungis sjö prósentum af umsvifum þess á alþjóðavísu, en unnið er að svipuðum viðskiptum í nokkrum löndum Evrópu, meðal annars Finnlandi, Króatíu, Spáni, Danmörku og Svíþjóð. Innlent Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Fasteignafélagið Samson Properties með Björgólfsfeðga í fararbroddi sölsar nú undir sig hverja eignina á fætur annarri í miðborginni. Hugmyndir eru uppi um verslunarmiðstöð og íbúðir á svæðum sem félagið hefur eignast, en markmiðið er að efla mannlíf og athafnalíf í miðborginni. Björgólfur Guðmundsson hefur verið talsmaður uppbyggingar í miðborginni um árabil. Nú hefur fasteignafélagið Samson sem er meðal annars í eigu feðganna Björgólfs og Björgólfs Thors, keypt fjölda fasteigna í miðborginni. Meðal eignanna eru nánast öll hús á reit sem markast af Laugavegi, Vitastíg, Hverfisgötu og Barónsstíg, fjöldi húsa á reit sem markast af Laugavegi, Vatnsstíg, Lindargötu og Frakkastíg. Þá hefur félagið hugmyndir um uppbyggingu verbúðanna við Geirsgötu sem eru í eigu hafnarinnar. Björn Ingi Hrafnsson formaður hafnarstjórnar Faxaflóahafna segir fund áformaðan í næstu viku með félaginu. Verbúðarhúsnæðið sé komið til ára sinna og hluti húsnæðisins kunni að þurfa að víkja vegna skipulags. Hann fagnar áhuga einkaaðila að koma að uppbyggingu í miðborginni. Íbúðir og verslunarmiðstöð eru meðal hugmynda um uppbyggingu reitsins við Laugaveg og Barónsstíg. Ásgeir Friðgeirsson talsmaður Björgólfsfeðga segir að engar ákvarðanir hafi verið teknar, meginmarkmiðið sé að efla mannlíf og athafnalíf og miðborgina í heild sinni. Hann tekur fram að eignir félagsins á Íslandi nemi einungis sjö prósentum af umsvifum þess á alþjóðavísu, en unnið er að svipuðum viðskiptum í nokkrum löndum Evrópu, meðal annars Finnlandi, Króatíu, Spáni, Danmörku og Svíþjóð.
Innlent Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira