Virðisaukaskatturinn drýgstur 20. ágúst 2007 18:45 Fjögurhundruð tuttugu og tveir milljarðar króna runnu í ríkissjóð á síðasta ári - næstum sama upphæð og árið áður. Virðisaukaskatturinn er drýgstur og gæti einn staðið undir heilbrigðiskerfinu, háskólum og framhaldsskólum. Og meiru til. Þá er búið að birta ríkisreikninginn, ársreikninga ríkisstofnana, hlunk á þykkt við símaskrána. Í honum kemur fram að tekjur á síðasta ári urðu þegar til kom 422 milljarðar króna. Það er nánast sama upphæð og kom í kassann árinu áður - en þá voru tekjurnar rúmur 421 milljarður - en það ár seldi ríkið Símann á tæpa 67 milljarða króna. Tæpur þriðjungur af tekjunum kemur af virðisaukaskatti á vöru og þjónustu. Næststærsti tekjustofninn er skattur af tekjum og hagnaði einstaklinga, rúm 19%, sem er ríflega helmingi hærri upphæð en ríkið fær af skatti á tekjum og hagnaði fyrirtækja en hann er tæplega 8% af tekjunum. Rúm tíu prósent teknanna eru af vörugjöldum, fjármagnstekjuskatturinn skilar 5,6 prósentum, tryggingagjöldin 9 prósentum. Að venju eru það heilbrigðismálin sem er stærsti einstaki útgjaldaliður ríkisins. Fjórðungur teknanna fór í heilbrigðismálin, eða 86 milljarðar - sem er 9 milljörðum meira en árið áður. Næststærsti liðurinn eru almannatryggingar- og velferðarmál, eða 22% - en inni í því eru meðal annars barna- og vaxtabætur, fæðingarorlof og málefni fatlaðra. Efnahags- og atvinnumál eru 13,5% útgjalda en stærstu liðirnir þar er vegalagning og landbúnaðurinn. Almenn opinber þjónusta tekur meira til sín en menntamálin - en ein af hverjum tíu krónum renna í háskóla og framhaldsskóla, menningar-, íþrótta- og trúmál fá 4%, umhverfisvernd 1% og varnarmálin 0,2%. Fréttir Innlent Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Fjögurhundruð tuttugu og tveir milljarðar króna runnu í ríkissjóð á síðasta ári - næstum sama upphæð og árið áður. Virðisaukaskatturinn er drýgstur og gæti einn staðið undir heilbrigðiskerfinu, háskólum og framhaldsskólum. Og meiru til. Þá er búið að birta ríkisreikninginn, ársreikninga ríkisstofnana, hlunk á þykkt við símaskrána. Í honum kemur fram að tekjur á síðasta ári urðu þegar til kom 422 milljarðar króna. Það er nánast sama upphæð og kom í kassann árinu áður - en þá voru tekjurnar rúmur 421 milljarður - en það ár seldi ríkið Símann á tæpa 67 milljarða króna. Tæpur þriðjungur af tekjunum kemur af virðisaukaskatti á vöru og þjónustu. Næststærsti tekjustofninn er skattur af tekjum og hagnaði einstaklinga, rúm 19%, sem er ríflega helmingi hærri upphæð en ríkið fær af skatti á tekjum og hagnaði fyrirtækja en hann er tæplega 8% af tekjunum. Rúm tíu prósent teknanna eru af vörugjöldum, fjármagnstekjuskatturinn skilar 5,6 prósentum, tryggingagjöldin 9 prósentum. Að venju eru það heilbrigðismálin sem er stærsti einstaki útgjaldaliður ríkisins. Fjórðungur teknanna fór í heilbrigðismálin, eða 86 milljarðar - sem er 9 milljörðum meira en árið áður. Næststærsti liðurinn eru almannatryggingar- og velferðarmál, eða 22% - en inni í því eru meðal annars barna- og vaxtabætur, fæðingarorlof og málefni fatlaðra. Efnahags- og atvinnumál eru 13,5% útgjalda en stærstu liðirnir þar er vegalagning og landbúnaðurinn. Almenn opinber þjónusta tekur meira til sín en menntamálin - en ein af hverjum tíu krónum renna í háskóla og framhaldsskóla, menningar-, íþrótta- og trúmál fá 4%, umhverfisvernd 1% og varnarmálin 0,2%.
Fréttir Innlent Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira