Læknalaust víða á landinu vegna manneklu Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 20. ágúst 2007 18:39 Erfitt hefur reynst að manna sumarafleysingar lækna í Rangárvallasýslu í sumar og hefur einungis einn læknir verið starfandi á Hvolsvelli á tímum í sumar. Á Hellu hefur verið læknalaust stóran part sumars þegar tugir þúsundir ferðamanna bætast við íbúafjölda í héraðinu. Um fjögur þúsund manns búa í Rangárvallasýslu sem spannar frá Þjórsá til Skóga. Á svæðinu eru nokkrir fjölsóttustu ferðamannastaðir landsins, eins og Þórsmörk, Landmannalaugar og Galtalækjaskógur. Ferðamenn skipta ekki þúsundum á sumrin, heldur tugum þúsunda og eykur það mjög álag á læknaþjónustu. Þrjár læknastöður eru í Rangárvallasýslu. Á tímabilum í sumar hefur einungis einn læknir verið starfandi á Hvolsvelli, en á Hellu hefur verið læknalaust. Guðmundur Benediktsson yfirlæknir Heilsugæslunnar á Hvolsvelli segir tölfræði og aðsókartölur sýna mikla aukningu á sumrin. Auk þess að sinna venjubundnum störfum í tengslum við íbúana bætist ferðamennirnir við. Hann segir þetta endurspegla það ástand sem er víða úti á landi, menn eigi rétt á sumarfríjum og mjög erfitt sé að fá færa eða útskrifaða menn til að taka sumarafleysingarnar. Matthías Halldórsson landlæknir segir að erfitt að mæta þessum álagstímum og ekki sé auðvelt að leysa þessi mál þar sem vanti fólk til að ganga inn í störfin. Sama ástand skapist meðal annars á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Á sumum stöðum úti á landi hafi verið auglýst eftir læknum í útlöndum, en auðvitað sé betra að þeir tali íslensku. Guðmundur segir að ekki sé slegið af þjónustunni, engir biðlistar séu og læknum beri auk þess skylda til að sinna bráðaþjónustu. Langvarandi mannekla og álag geti hins vegar orðið til þess að menn þreytist, og þannig aukist hætta á mistökum. Innlent Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Erfitt hefur reynst að manna sumarafleysingar lækna í Rangárvallasýslu í sumar og hefur einungis einn læknir verið starfandi á Hvolsvelli á tímum í sumar. Á Hellu hefur verið læknalaust stóran part sumars þegar tugir þúsundir ferðamanna bætast við íbúafjölda í héraðinu. Um fjögur þúsund manns búa í Rangárvallasýslu sem spannar frá Þjórsá til Skóga. Á svæðinu eru nokkrir fjölsóttustu ferðamannastaðir landsins, eins og Þórsmörk, Landmannalaugar og Galtalækjaskógur. Ferðamenn skipta ekki þúsundum á sumrin, heldur tugum þúsunda og eykur það mjög álag á læknaþjónustu. Þrjár læknastöður eru í Rangárvallasýslu. Á tímabilum í sumar hefur einungis einn læknir verið starfandi á Hvolsvelli, en á Hellu hefur verið læknalaust. Guðmundur Benediktsson yfirlæknir Heilsugæslunnar á Hvolsvelli segir tölfræði og aðsókartölur sýna mikla aukningu á sumrin. Auk þess að sinna venjubundnum störfum í tengslum við íbúana bætist ferðamennirnir við. Hann segir þetta endurspegla það ástand sem er víða úti á landi, menn eigi rétt á sumarfríjum og mjög erfitt sé að fá færa eða útskrifaða menn til að taka sumarafleysingarnar. Matthías Halldórsson landlæknir segir að erfitt að mæta þessum álagstímum og ekki sé auðvelt að leysa þessi mál þar sem vanti fólk til að ganga inn í störfin. Sama ástand skapist meðal annars á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Á sumum stöðum úti á landi hafi verið auglýst eftir læknum í útlöndum, en auðvitað sé betra að þeir tali íslensku. Guðmundur segir að ekki sé slegið af þjónustunni, engir biðlistar séu og læknum beri auk þess skylda til að sinna bráðaþjónustu. Langvarandi mannekla og álag geti hins vegar orðið til þess að menn þreytist, og þannig aukist hætta á mistökum.
Innlent Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira