Sport

Coulthard þjáðist af átröskun

Coulthard opinberaði leyndarmálið í nýrri ævisögu sinni.
Coulthard opinberaði leyndarmálið í nýrri ævisögu sinni.

Formúli 1 ökuþórinn David Coulthard opinberar það í nýrri ævisögu sinni, It is what it is, að hafa um árabil þjáðs af átröskunarsjúkdómnum búlemíu. Coulthart segir að á sínum yngri árum, þegar hann var að vinna sig upp í akstursíþróttum, hafi hann ítrekað kastað upp til þess að halda líkamsþyngd sinni niðri.

Couthard segir að hann hafi gert þetta vegna þess hve mikil pressa hafi verið á honum að vera léttur. Coulthard er einn hávaxnasti ökuþórinn í Formúli 1, eða 183, og var á tímabili aðeins 57 kíló. Hann er nú rúm 70 kíló.

"Til að byrja með var ég bara grannur, þannig hafði það alltaf verið. En um leið og ég fór að bæta á mig byrjaði þetta að verða erfitt. Ég reyndi að synda mikið til að léttast og þegar það virkaði ekki fór ég að kasta upp," segir Coulthard í bók sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×