Greenspan segir fjárfesta áhyggjufulla 7. september 2007 10:11 Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Mynd/Reuters Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir fjárfesta áhyggjufulla og einkenni ótti þeirra stöðuna á fjármálamarkaði upp á síðkastið. Hann líkti ástandinu á hlutabréfamörkuðum í kjölfar mikilla vanskila á bandarískum fasteignalánamarkaði nú við fall á mörkuðum árið 1987 og 1998. Greenspan, sem starfar sem ráðgjafi vogunarstjóða og ýmissa fjármálafyrirtækja, sagði ennfremur í ræðu, sem hann hélt í Washington í vikunni, að hækkun á hlutabréfamarkaði væri líkast bólu. „En mannkyn hefur aldrei kunnað að meðhöndla bólum," sagði hann og beitti þar fyrir sig svipuðu orðfæri og þegar hann lýsti hækkun á gengi hlutabréfa í Kína fyrr á árinu. „Það er óttinn sem stýrir ákvörðunum manna nú," sagði hann og líkti niðursveiflu á mörkuðum frá því skömmu eftir miðjan júlí við fall á hlutabréfamörkuðum á fyrri árum. Árið 1987 féll Dow Jones-vísitalan um rúm 20 prósent á einum degi en það er mesta lækkun hennar á friðartímum. Árið 1997 gekk hins vegar yfir mikil efnahagslægð yfir Asíu. Áhrifanna gætti á öðrum fjármálamörkuðum nokkru síðar, eða í Rússlandi og Brasilíu árið eftir. Í kjölfarið núllstillti japanski seðlabankinn stýrivexti til að blása í glæður efnahagslífsins og voru þeir ekki hækkaði fyrr en á síðasta ári. Breska ríkisútvarpið hefur eftir bandaríska seðlabankanum að tap fjármálafyrirtækja þar í landi nemi allt að 100 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 6.441 milljarði íslenskra króna, vegna vanskila á annars flokks fasteignalánum. Mjög hefur verið þrýst á að bankinn lækki stýrivexti til að auðvelda fjármálafyrirtækjum aðgengi að lánsfé og koma í veg fyrir lausafjárskort. Reiknað er með að það gangi eftir á næsta vaxtaákvörðunarfundi seðlabankans 18. september næstkomandi. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir fjárfesta áhyggjufulla og einkenni ótti þeirra stöðuna á fjármálamarkaði upp á síðkastið. Hann líkti ástandinu á hlutabréfamörkuðum í kjölfar mikilla vanskila á bandarískum fasteignalánamarkaði nú við fall á mörkuðum árið 1987 og 1998. Greenspan, sem starfar sem ráðgjafi vogunarstjóða og ýmissa fjármálafyrirtækja, sagði ennfremur í ræðu, sem hann hélt í Washington í vikunni, að hækkun á hlutabréfamarkaði væri líkast bólu. „En mannkyn hefur aldrei kunnað að meðhöndla bólum," sagði hann og beitti þar fyrir sig svipuðu orðfæri og þegar hann lýsti hækkun á gengi hlutabréfa í Kína fyrr á árinu. „Það er óttinn sem stýrir ákvörðunum manna nú," sagði hann og líkti niðursveiflu á mörkuðum frá því skömmu eftir miðjan júlí við fall á hlutabréfamörkuðum á fyrri árum. Árið 1987 féll Dow Jones-vísitalan um rúm 20 prósent á einum degi en það er mesta lækkun hennar á friðartímum. Árið 1997 gekk hins vegar yfir mikil efnahagslægð yfir Asíu. Áhrifanna gætti á öðrum fjármálamörkuðum nokkru síðar, eða í Rússlandi og Brasilíu árið eftir. Í kjölfarið núllstillti japanski seðlabankinn stýrivexti til að blása í glæður efnahagslífsins og voru þeir ekki hækkaði fyrr en á síðasta ári. Breska ríkisútvarpið hefur eftir bandaríska seðlabankanum að tap fjármálafyrirtækja þar í landi nemi allt að 100 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 6.441 milljarði íslenskra króna, vegna vanskila á annars flokks fasteignalánum. Mjög hefur verið þrýst á að bankinn lækki stýrivexti til að auðvelda fjármálafyrirtækjum aðgengi að lánsfé og koma í veg fyrir lausafjárskort. Reiknað er með að það gangi eftir á næsta vaxtaákvörðunarfundi seðlabankans 18. september næstkomandi.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira