Þögli félaginn Ögmundur Jónasson skrifar 14. janúar 2008 11:29 Öllum er nú að verða ljóst hvert stefnir á sviði heilbrigðismála. Sjálfstæðisflokkurinn er að komast á fullan skrið með að hrinda heilbrigðisþjónustunni út í einkarekstur. Skoðanakannanir hafa sýnt að þessi stefna nýtur ekki stuðnings þjóðarinnar. Þess vegna er beitt gamalkunnri aðferð: Við erum að gera tilraun með útvistun á starfi læknaritara, segja fulltrúar heilbrigðisráðherra á Landspítala, og að tilrauninni lokinni verður allt ferlið vegið og metið faglega og saglega. Allir vita að eftir að einkafyrirtæki verða búin að koma sér upp starfsemi með aðstöðu og mannahaldi verður illmögulegt að snúa til baka. Þetta eru sömu óheiðarlegu vinnubrögðin og endranær. Þannig er framlag til Landspítala - háskólasjúkrahúss skorið niður að raungildi og spítalinn sveltur til að þröngva honum til að setja einstaka starfsþætti í einkarekstur. Þeir sem annast þessi verk fyrir ríkisstjórnina innan sjúkrahússins skirrast ekki við að segja berum orðum að starfsfólk komi til með að missa vinnuna en geti eflaust fengið störf hjá hinum nýju verktakafyrirtækjum. Ýmsir hópar lækna eru þessari þróun hliðhollir en ekki er ég viss um að þeir hafi hugsað þá þróun til enda, þ.e. þegar svo verður komið að þeir verða orðnir starfsmenn fjárfestingarfyrirtækja sem ætla að hafa tuttugu prósenta arðsemi af starfi þeirra. Og fyrir skattborgarann er ég hræddur um að kostnaðurinn komi til með að rísa en ekki lækka þegar til langs tíma er litið. Þeir sem hagnast verða fjárfestar, hvorki launafólk né skattgreiðendur. Þessi þróun þarf engum að koma á óvart eftir að Samfylkingin afhenti Sjálfstæðisflokknum heilbrigðisráðuneytið. Finnst Samfylkingunni sæmandi hlutskipti að eiga aðild að ríkisstjórn en vera þar þögull áhorfandi að einkavæðingu heilbrigðiskerfisins? Hvað skyldi kjósendum flokksins finnast um flokkinn sem þeir kusu, hinn þögla félaga í ríkisstjórninni?Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Sjá meira
Öllum er nú að verða ljóst hvert stefnir á sviði heilbrigðismála. Sjálfstæðisflokkurinn er að komast á fullan skrið með að hrinda heilbrigðisþjónustunni út í einkarekstur. Skoðanakannanir hafa sýnt að þessi stefna nýtur ekki stuðnings þjóðarinnar. Þess vegna er beitt gamalkunnri aðferð: Við erum að gera tilraun með útvistun á starfi læknaritara, segja fulltrúar heilbrigðisráðherra á Landspítala, og að tilrauninni lokinni verður allt ferlið vegið og metið faglega og saglega. Allir vita að eftir að einkafyrirtæki verða búin að koma sér upp starfsemi með aðstöðu og mannahaldi verður illmögulegt að snúa til baka. Þetta eru sömu óheiðarlegu vinnubrögðin og endranær. Þannig er framlag til Landspítala - háskólasjúkrahúss skorið niður að raungildi og spítalinn sveltur til að þröngva honum til að setja einstaka starfsþætti í einkarekstur. Þeir sem annast þessi verk fyrir ríkisstjórnina innan sjúkrahússins skirrast ekki við að segja berum orðum að starfsfólk komi til með að missa vinnuna en geti eflaust fengið störf hjá hinum nýju verktakafyrirtækjum. Ýmsir hópar lækna eru þessari þróun hliðhollir en ekki er ég viss um að þeir hafi hugsað þá þróun til enda, þ.e. þegar svo verður komið að þeir verða orðnir starfsmenn fjárfestingarfyrirtækja sem ætla að hafa tuttugu prósenta arðsemi af starfi þeirra. Og fyrir skattborgarann er ég hræddur um að kostnaðurinn komi til með að rísa en ekki lækka þegar til langs tíma er litið. Þeir sem hagnast verða fjárfestar, hvorki launafólk né skattgreiðendur. Þessi þróun þarf engum að koma á óvart eftir að Samfylkingin afhenti Sjálfstæðisflokknum heilbrigðisráðuneytið. Finnst Samfylkingunni sæmandi hlutskipti að eiga aðild að ríkisstjórn en vera þar þögull áhorfandi að einkavæðingu heilbrigðiskerfisins? Hvað skyldi kjósendum flokksins finnast um flokkinn sem þeir kusu, hinn þögla félaga í ríkisstjórninni?Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar