Viðskipti erlent

Óvæntur vöxtur í breskri smásölu

Ein verslana House of Fraser í Bretlandi, sem er að mestu í eigu íslenskra fjárfesta.
Ein verslana House of Fraser í Bretlandi, sem er að mestu í eigu íslenskra fjárfesta.

Velta í smásöluverslun í Bretlandi jókst um 0,8 prósent á milli mánaða í júlí, samkvæmt tölum bresku hagstofunnar. Niðurstöðurnar koma þægilega á óvart enda hefur vöruverð hækkað og var því almennt spáð að áfram muni draga úr veltunni.

Veltan féll um 3,9 prósent á milli mánaða í júní. Vöxturinn nemur 2,1 prósent á ársgrundvelli og hefur ekki verið minni í tvö ár, samkvæmt tölunum.

Breska ríkisútvarpið bendir á að breskir neytendur haldi nú fastar um budduna en áður og leiti oftar að hagstæðasta verðinu en áður. Þetta hefur skilað sér í aukinni veltu og markaðshlutdeild hjá lágvöruverðsverslunum í Bretlandi, líkt og fram kom í gær.

Vöruverð stendur nú um stundir í hæstu hæðum í Bretlandi og hafa vörur almennt ekki verið dýrari í áratug. Matvöruverð leiðir hækkunina en verðið fór upp um 6,2 prósent á milli mánaða, sem er mesta mánaðahækkunin í sextán ár, að sögn BBC.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×