Biðstaða á gjaldeyrismarkaði? Ásgeir Jónsson skrifar 18. júní 2008 11:30 Eftir rúmlega 20% gengisfall í mars hefur krónan flökt á bilinu 113-124 á móti evru og þannig má líta svo á að gjaldeyrismarkaðurinn hafi verið nokkuð stöðugur á öðrum ársfjórðungi. Þrátt fyrir þennan stöðugleika á ytri borði er samt ljóst að undir niðri kraumar töluverð óvissa. Svo virðist sem fæstir hafi trú á því að núverandi gildi sé einhvers konar jafnvægi heldur að gjaldeyrismarkaðurinn sé í biðstöðu. Hvert er þá krónan að stefna þegar kemur fram að þriðja fjórðungi? Krónubréf sem gengisvörnÞví hefur stundum verið haldið fram að viðskiptahalli síðustu ára hafi verið fjármagnaður með útgáfu krónubréfa og annarri stöðutöku erlendra fjárfesta. Þetta er þó aðeins hálfur sannleikurinn. Bein erlend lántaka og erlend fjárfesting hafa fjármagnað hallann allt fram á þetta ár og gott betur. Það sem erlendir vaxtamunarfjárfestar hafa gert er að gera íslenskum aðilum kleift að losa sig við gjaldeyrisáhættu. Þetta hefur gjarnan gerst með framvirkum samningum sem hafa t.d. gert viðskiptabönkunum kleift að verja eiginfjárhlutfall sitt og öðrum fyrirtækjum að mæta áhættu vegna stórra erlendra lánasamninga. Allar íslenskar niðursveiflur hafa endað á sama veg frá seinna stríði - með gengisfalli og verðbólgu - en þetta er í fyrsta sinn sem innlendum aðilum bauðst að verja sig gegn íslenskri gengisáhættu og því boði var tekið. Skiptasamningar eru einnig helsta leiðin fyrir erlenda vaxtamunarfjárfesta að ná íslenskum vöxtum. Íslenskt fjármálakerfi er að stærstum hluta verðtryggt. Sá nafnvaxtamarkaður sem verðmyndun á gjaldeyri hvílir alla jafna á í flestum öðrum löndum er ákaflega grunnur hérlendis. Í hans stað hefur gengi krónunnar hvílt á skiptamarkaði sem er háður fjármögnun af hálfu viðskiptabankanna. Þegar skuldatryggingarálag íslensku bankanna reis á fyrsta fjórðungi ársins jókst fórnarkostnaður þeirra við að vera mótaðilar í skiptasamningum. Í mars versnuðu því vaxtakjör í skiptasamningum og raunverulegur vaxtamunur við útlönd gufaði upp sem leiddi til þess að gengi krónunnar gaf eftir um fimmtung á tveimur vikum. Viðbrögð SeðlabankansÞað er ljóst að miklu máli skiptir fyrir verðbólgumarkmið Seðlabankans að gengið rétti sig af og hækki á nýjan leik eða a.m.k. að komið verði í veg fyrir að það lækki mikið frekar. Bankinn hefur hækkað vexti um 175 punkta eftir að gengisfallið hófst og fengið lánalínur hjá þremur norrænum seðlabönkum. Þá hefur Seðlabankinn þrengt reglur um gjaldeyrisstöðutökur íslenskra fjármálafyrirtækja úr 30% niður í 10% af eiginfjárgrunni. Þetta eru mjög sérstakar reglur sem má líta á sem ákveðna tegund fjármagnshafta og þeim sem hér ritar er ókunnugt um að nokkur annar Seðlabanki hafi sett slíkar reglur fyrir sína viðskiptabanka. Reglurnar eru settar án ítarlegs rökstuðnings en svo virðist sem þeim sé ætlað að koma í veg fyrir gjaldeyriskaup íslenskra fjármálastofnana. Aftur á móti virðist ætla að verða bið eftir að gengið verði frá erlendri lántöku erlendis til þess að styrkja gjaldeyrisvarasjóðinn - væntanlega vegna þess hve óhagstæð viðskiptakjör bjóðast á erlendum fjármagnsmörkuðum. Af yfirlýsingum Seðlabankamanna að dæma virðist sem að þessu verði mætt með því að gefa út innlenda nafnvaxtapappíra og skapa þannig vexti til handa erlendum fjárfestum sem vilja taka stöðu með krónunni - og t.d. skapa grundvöll fyrir endurnýjun krónubréfa er koma á gjalddaga næsta haust. Krónan er fljótandi myntSvo lengi sem skuldatryggingarálag bæði ríkisins og íslensku bankanna er svo hátt sem raun ber vitni er erfitt að sjá það fyrir sér að gengi krónunnar styrkist að miklum mun. Seðlabankinn getur veitt einhvern stuðning við hana með útgáfu nafnvaxtapappíra en slík útgáfa getur orðið til þess að soga lausafé út úr fjármálakerfinu. Það getur reynst tvíbent fyrir Seðlabankann að bregðast við erlendum lausafjárvanda - sem hefur fellt krónuna - með því að reyna að skapa innlendan lausafjárvanda - sem á að rétta hana við á ný. Í öllu falli er það hættulegt að ætla að tefja vaxtalækkunarferli til handa kólnandi hagkerfi á þeirri forsendu að halda þurfi genginu uppi. Krónan er fljótandi mynt. Gengissveiflur ættu ekki að koma neinum á óvart. Þrátt fyrir allt er lágt gengi hluti af aðlögun hagkerfisins og fjármálakerfið hefur þanþol til þess að taka við töluverðri gengislækkun. Raunar má segja að það sé nokkuð undrunarefni hve vel krónan hefur haldið sjó þrátt fyrir að hafa haft nær engan nafnvaxtastuðning á bak við sig í heilan ársfjórðung. Það bendir til þess að krónan hafi þrátt fyrir allt sterkari bein en margir virðast halda - og núverandi gildi sé þrátt fyrir allt ekki fjarri jafnvægi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Viðskipti Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Eftir rúmlega 20% gengisfall í mars hefur krónan flökt á bilinu 113-124 á móti evru og þannig má líta svo á að gjaldeyrismarkaðurinn hafi verið nokkuð stöðugur á öðrum ársfjórðungi. Þrátt fyrir þennan stöðugleika á ytri borði er samt ljóst að undir niðri kraumar töluverð óvissa. Svo virðist sem fæstir hafi trú á því að núverandi gildi sé einhvers konar jafnvægi heldur að gjaldeyrismarkaðurinn sé í biðstöðu. Hvert er þá krónan að stefna þegar kemur fram að þriðja fjórðungi? Krónubréf sem gengisvörnÞví hefur stundum verið haldið fram að viðskiptahalli síðustu ára hafi verið fjármagnaður með útgáfu krónubréfa og annarri stöðutöku erlendra fjárfesta. Þetta er þó aðeins hálfur sannleikurinn. Bein erlend lántaka og erlend fjárfesting hafa fjármagnað hallann allt fram á þetta ár og gott betur. Það sem erlendir vaxtamunarfjárfestar hafa gert er að gera íslenskum aðilum kleift að losa sig við gjaldeyrisáhættu. Þetta hefur gjarnan gerst með framvirkum samningum sem hafa t.d. gert viðskiptabönkunum kleift að verja eiginfjárhlutfall sitt og öðrum fyrirtækjum að mæta áhættu vegna stórra erlendra lánasamninga. Allar íslenskar niðursveiflur hafa endað á sama veg frá seinna stríði - með gengisfalli og verðbólgu - en þetta er í fyrsta sinn sem innlendum aðilum bauðst að verja sig gegn íslenskri gengisáhættu og því boði var tekið. Skiptasamningar eru einnig helsta leiðin fyrir erlenda vaxtamunarfjárfesta að ná íslenskum vöxtum. Íslenskt fjármálakerfi er að stærstum hluta verðtryggt. Sá nafnvaxtamarkaður sem verðmyndun á gjaldeyri hvílir alla jafna á í flestum öðrum löndum er ákaflega grunnur hérlendis. Í hans stað hefur gengi krónunnar hvílt á skiptamarkaði sem er háður fjármögnun af hálfu viðskiptabankanna. Þegar skuldatryggingarálag íslensku bankanna reis á fyrsta fjórðungi ársins jókst fórnarkostnaður þeirra við að vera mótaðilar í skiptasamningum. Í mars versnuðu því vaxtakjör í skiptasamningum og raunverulegur vaxtamunur við útlönd gufaði upp sem leiddi til þess að gengi krónunnar gaf eftir um fimmtung á tveimur vikum. Viðbrögð SeðlabankansÞað er ljóst að miklu máli skiptir fyrir verðbólgumarkmið Seðlabankans að gengið rétti sig af og hækki á nýjan leik eða a.m.k. að komið verði í veg fyrir að það lækki mikið frekar. Bankinn hefur hækkað vexti um 175 punkta eftir að gengisfallið hófst og fengið lánalínur hjá þremur norrænum seðlabönkum. Þá hefur Seðlabankinn þrengt reglur um gjaldeyrisstöðutökur íslenskra fjármálafyrirtækja úr 30% niður í 10% af eiginfjárgrunni. Þetta eru mjög sérstakar reglur sem má líta á sem ákveðna tegund fjármagnshafta og þeim sem hér ritar er ókunnugt um að nokkur annar Seðlabanki hafi sett slíkar reglur fyrir sína viðskiptabanka. Reglurnar eru settar án ítarlegs rökstuðnings en svo virðist sem þeim sé ætlað að koma í veg fyrir gjaldeyriskaup íslenskra fjármálastofnana. Aftur á móti virðist ætla að verða bið eftir að gengið verði frá erlendri lántöku erlendis til þess að styrkja gjaldeyrisvarasjóðinn - væntanlega vegna þess hve óhagstæð viðskiptakjör bjóðast á erlendum fjármagnsmörkuðum. Af yfirlýsingum Seðlabankamanna að dæma virðist sem að þessu verði mætt með því að gefa út innlenda nafnvaxtapappíra og skapa þannig vexti til handa erlendum fjárfestum sem vilja taka stöðu með krónunni - og t.d. skapa grundvöll fyrir endurnýjun krónubréfa er koma á gjalddaga næsta haust. Krónan er fljótandi myntSvo lengi sem skuldatryggingarálag bæði ríkisins og íslensku bankanna er svo hátt sem raun ber vitni er erfitt að sjá það fyrir sér að gengi krónunnar styrkist að miklum mun. Seðlabankinn getur veitt einhvern stuðning við hana með útgáfu nafnvaxtapappíra en slík útgáfa getur orðið til þess að soga lausafé út úr fjármálakerfinu. Það getur reynst tvíbent fyrir Seðlabankann að bregðast við erlendum lausafjárvanda - sem hefur fellt krónuna - með því að reyna að skapa innlendan lausafjárvanda - sem á að rétta hana við á ný. Í öllu falli er það hættulegt að ætla að tefja vaxtalækkunarferli til handa kólnandi hagkerfi á þeirri forsendu að halda þurfi genginu uppi. Krónan er fljótandi mynt. Gengissveiflur ættu ekki að koma neinum á óvart. Þrátt fyrir allt er lágt gengi hluti af aðlögun hagkerfisins og fjármálakerfið hefur þanþol til þess að taka við töluverðri gengislækkun. Raunar má segja að það sé nokkuð undrunarefni hve vel krónan hefur haldið sjó þrátt fyrir að hafa haft nær engan nafnvaxtastuðning á bak við sig í heilan ársfjórðung. Það bendir til þess að krónan hafi þrátt fyrir allt sterkari bein en margir virðast halda - og núverandi gildi sé þrátt fyrir allt ekki fjarri jafnvægi.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun