Viðskipti erlent

Dregur úr veltu í smásöluverslun

Bandaríkjamenn hafa verið tregari en áður til að taka upp veskið eftir að atvinnuleysi jókst og fasteignaverð lækkaði.
Bandaríkjamenn hafa verið tregari en áður til að taka upp veskið eftir að atvinnuleysi jókst og fasteignaverð lækkaði. Mynd/AFP
Velta í smásöluverslun dróst saman um 0,3 prósent á milli mánaða í Bandaríkjunum í ágúst, samkvæmt gögnum sem viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá í dag. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem dregur úr veltunni en í júlí dróst hún saman um 0,5 prósent á milli mánaða. Greinendur segja samdrátturinn vísbendingar um horfurnar í efnahagslífinu vestanhafs enda haldi neytendur að sér höndum í því verðbólguskoti sem hafi verið að ganga yfir. Bloomberg-fréttastofan bendir á að séu viðskipti með bíla og ökutæki undanskilin tölunum hafi veltan dregist saman um 0,7 prósent á milli mánaða. Viðlíka samdráttur hefur ekki sést á árinu. Niðurstaðan er þvert á væntingar en greinendur í könnun Bloomberg en þeir höfðu reiknað með því að veltan myndi aukst um 0,2 prósent - ef frá er talin viðskipti með ökutæki. Þetta er þó í samræmi við aukið atvinnuleysi og lækkandi húsnæðisverð vestanhafs síðastliðið ár.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×