Skallagrímur féll í sjötta sæti Iceland Express deildar karla í kvöld er liðið tapaði mjög óvænt fyrir Þór frá Akureyri á heimavelli.
Þór vann leikinn með fimm stiga mun, 88-83. Skallagrímur er því enn með 20 stig í deildinni en hefur nú misst bæði Snæfell og Njarðvík upp fyrir sig í töflunni. Þau voru bæði með 20 stig fyrir leiki kvöldsins en unnu sína leiki.
Snæfell vann öruggan sigur á Fjölni í Grafarvoginum, 114-61, og Njarðvík vann Tindastól á Sauðárkróki, 96-87.
Þá urðu einnig óvænt úrslit í leik Grindavíkur og ÍR en framlengja þurfti þann leik. Að lokum vann ÍR leikinn með tveggja stiga mun, 107-105.
Grindavík heldur þó öðru sætinu í deildinni um stundarsakir en KR getur annað kvöld komist upp í annað sætið með sigri á Stjörnunni á útivelli.
Keflavík á einnig leik á morgun, gegn Hamri, en liðið situr á toppi deildarinnar með 30 stig. Grindavík og KR koma næst með 28 stig.
Njarðvík og Snæfell eru með 22 stig sem fyrr segir og Skallagrímur með 20 stig. ÍR er nú með átján stig eftir sigurinn á Grindvíkingum og á góðri leið m eð að tryggja sig inn í úrslitakeppnina.
Þór, Tindastóll og Stjarnan berjast um áttunda sætið deildinni en þar stendur Þór best að vígi eftir úrslit kvöldsins. Þór er með sextán stig, Tindastóll fjórtán og Stjarnan tólf en á leik til góða.
Stigahæstir í leikjum kvöldins:
Fjölnir - Snæfell 61-114
Anthony Derjaj 13 (Fjölnir), Justin Shouse 24 (Snæfell).
Tindastóll - Njarðvík 87-96
Philip Perre 25 (Tindastóll), Damon Bailey 28 (Njarðvík)
Grindavík - ÍR
Páll Axel Vilbergsson 39 (Grindavík), Nate Brown 31 (Þór)