Innlendir vendipunktar: Íslenska krónan - in memoriam 28. desember 2008 00:01 Það er undarlegt að skrifa minningargrein þar sem viðfangsefnið er enn á líknardeild. Með krónunni er þó ekkert lífsmark. Þeir sem ekki þurfa nauðsynlega að höndla hana halda sig frá henni líkt og hún væri líkþrá. Þetta ástand kemur fæstum á óvart, en sumir eru enn í afneitun. Ekki eru nema rúmlega þrír mánuðir síðan helsti gæslumaður krónunnar lýsti því yfir að þeir sem teldu hana ekki hinn eina rétta gjaldmiðil fyrir íslenska þjóð væru lýðskrumarar. Nánustu aðstandendur eiga erfitt með að sjá þegar ástvinum þeirra hrakar.Hvers vegna krónu? Lengst af datt fæstum Íslendingum í hug að annar gjaldmiðill en krónan stæði til boða hér á landi. Að vísu er enn á lífi fólk sem man þá tíð þegar íslensk króna var jafngild þeirri dönsku. Hægt að var að fá eina danska krónu fyrir eina íslenska í dönskum bönkum. Síðan eru liðin um níutíu ár og nú þarf meira en tvöþúsund gamlar íslenskar krónur til þess að kaupa eina danska. Svo hrapalega hefur hagstjórnin tekist hér á landi. Samt héldu margir því fram fullum fetum að íslenska krónan væri eini rétti gjaldmiðillinn fyrir þjóðina. Og hvers vegna? Jú, með því að fella gengi krónunnar er hægt að lækka launin í raun án þess að fækka greiddum krónum. Þetta er kallað aðlögunarhæfni krónunnar. Helstu málsvarar frelsis og eignarréttar í landinu hafa talið að kosturinn við krónuna væri sá að hún gerði það mögulegt að færa háar fjárhæðir úr vasa launafólks. Þessir sömu menn hefðu talið það mikla ásvinnu ef peningar hefðu verið færðir af bankareikningum alþýðunnar til útgerðarinnar og iðnaðarins. Hins vegar finnst þeim það hið besta mál ef beitt er blekkingum. Á undanförnum vikum hefur eitt helsta baráttumál ríkisstjórnarinnar verið að laun ákveðinna hópa lækkuðu í krónum talið. Þrátt fyrir að krónan hafi fallið sem aldrei fyrr og raungildi hennar nú sé innan við sextíu prósent af því sem það var í upphafi ársins. Helstu rökin fyrir krónunni, sem sé þau að hún sé svo afskaplega góð til þess að rýra kjör almennings, vega ekki þungt þessa dagana.Krónan er góð til blekkinga Af því sem að framan segir má ráða að stjórnmálamönnum finnst krónan mjög góð mynt því að hún hjálpar þeim að fela eigin hagstjórnarmistök. Verðbólga hefur öðru fremur einkennt íslenskt efnahagslíf undanfarna áratugi. Íslendingar þurftu ekki að hafa áhyggjur af verðmæti peninga. Alltaf var hægt að bæta krónum í launaumslögin því að verðbólga og gengisfellingar sáu til þess að þær urðu sífellt verðminni. Hérað eða borg í Bandaríkjunum eða Bretlandi, sem hefði leyft sér að tvöfalda laun á skömmum tíma án tillits til umhverfisins, hefði farið hratt á hausinn. Ekki hefði verið hægt að hækka vöruverð í samkeppni við önnur svæði sem hefðu farið sér hægar. Verðgildi gjaldmiðilsins setur stjórnmálamönnum og fulltrúum vinnumarkaðarins í þessum löndum skorður. Hér á landi hefur þetta aðhald skort. Þó er á því athyglisverð undantekning. Á árunum 1993 til 2001 var meðalgengi krónunnar fast. Í upphafi tímabilsins var efnahagsástandið ekki gott og allir gerðu sér grein fyrir því að ekki var efni til kjarabótar. Smám saman rættist úr og kaupmáttur jókst seinni hluta tímabilsins. Lengst af voru launahækkanir þó hóflegar. Það var ekki fyrr en framkvæmdir ríkisins ýttu svo undir þenslu að verðbólga fór af stað og loks var ákveðið að hverfa frá föstu gengi í fljótandi. Síðan hefur sígið á ógæfuhliðina.Gjaldeyrir fyrir Melody Maker Fyrir fjörutíu árum var ekki sjálfgefið að Íslendingar gætu keypt það sem þá lysti utan úr heimi. Sjálfur hafði ég áhuga á því hvað gerðist í rokkinu á þeim tíma og vildi verða áskrifandi að poppblaðinu Melody Maker. Ég skrifaði áskriftadeild blaðsins og fékk frá henni reikning. Þegar hann barst arkaði ég út í Landsbankann, því að ekki voru allir bankar með gjaldeyrisleyfi, og sótti þar um yfirfærslu fyrir nokkur pund. Umsóknin fór í fjórriti til gjaldeyrisnefndar sem fór yfir allar beiðnir af þessu tagi og eftir hæfilegan tíma fékk ég að vita að nefndin hefði allra náðarsamlegast fallist á þessa beiðni. Ef nefndarmenn hittu á götu þá sem áttu inniliggjandi beiðni um yfirfærslu létu þeir þess gjarnan getið að þeir litu með velvilja á umsóknina. Ég veit ekki hvort umsókn um áskrift að Playboy hefði fengið jafngóðar undirtektir. Líklega hefur enginn þorað að láta á það reyna. Gamansamir stjórnmálamenn hafa getað sagt slíkar sögur og áheyrendur skemmt sér yfir því hve skelfileg spilling hefði þrifist í gamla daga. Engum datt í hug að þessir dagar gætu komið aftur. Þangað til í haust að landið lokaðist og erlendur gjaldeyrir var aðeins fyrir fáa útvalda. Þeir gátu hins vegar glatt sig við að fá upphringingu um að allra náðarsamlegast hefði verið fallist á umsókn þeirra. Skömmtunarstjórarnir nýju hafa getað látið það fylgja að krónan sé einmitt rétti gjaldmiðillinn. Að minnsta kosti fyrir þá sem sjá um skömmtunina.Ógæfu Íslands verður allt að vopni Það hefði ekki forðað íslensku bönkunum frá þroti þó að gjaldmiðill okkar hefði verið evra. En það hefði hins vegar forðað fjölda heimila og fyrirtækja frá því að fara í þrot. Kostirnir eru miklir: 1. Verðbólgan væri 3-4% en ekki 18-19%. 2. Vextir væru 2-8%, ekki 18-26%. 3. Lán sem fólk tók í fyrra hefði ekki tvöfaldast sem hlutfall af launum. 4. Viðskipti við útlönd væru eðlileg. 5. Útlendingar þyrftu ekki að vera hræddir við að festa fé á Íslandi. Þeir sem töluðu með hæðnisrómi um að evran leysti ekki allan vanda höfðu vissulega rétt fyrir sér. En vandinn hefði verið mun minni en hann varð með krónunni.Hverjir bera mesta ábyrgð á vanda einstaklinga og fyrirtækja núna? Stjórnmálamenn sem hafa komið í veg fyrir að Íslendingar tækju ákvörðun um nýja mynt þegar góðar aðstæður voru til þess. Fyrir níu árum uppfylltu Íslendingar öll skilyrði fyrir því að taka upp evru. Þá var skuldastaða þjóðarinnar líka þannig að einhliða upptaka var hugsanleg. Krónan verður gjaldmiðill þjóðarinnar enn um sinn, engum til gleði eða gagns. Á hundrað ára afmæli krónunnar árið 1974 skrifaði ég um hana stutta afmælisgrein. Yfirskriftin var: Fall er fararheill. Nú er krónan enn eldri og slitnari. Aðstæður eru hins vegar þannig að einhliða upptaka evru myndi ekki aðeins koma þjóðinni í diplómatísk vandræði heldur er líka raunveruleg hætta á því að allir peningar í landinu kláruðust. Úr því sem komið er verður efnahagsjafnvægi ekki náð nema með inngöngu í Evrópusambandið og evrópska myntbandalagið. Ef sjálfstæðismenn bera gæfu til þess að samþykkja umsóknarbeiðni í Evrópusambandið er von til þess að tengja megi krónuna við evru fljótlega. Í kjölfarið getum við svo kvatt þessa ónýtu mynt sem enginn treystir lengur. Farið hefur fé betra. Gamansamir stjórnmálamenn hafa getað sagt slíkar sögur og áheyrendur skemmt sér yfir því hve skelfileg spilling hefði þrifist í gamla daga. Engum datt í hug að þessir dagar gætu komið aftur. Þangað til í haust að landið lokaðist og erlendur gjaldeyrir var aðeins fyrir fáa útvalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Jóhannesson Tengdar fréttir Innlendir vendipunktar: Flugleiðin til Íslands Frá Malaví og heim er 32ja tíma ferð úr höfga regntímabilsins í hvítan jólasnjó. Í kjöltu mér þegar flugvélin brunar í átt að þrumuskýjum: Ræða seðlabankastjóra hjá Viðskiptaráði. Ég undirbý mig andlega fyrir heimkomu. Niðri sprettur maís á ökrum. 27. desember 2008 08:00 Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Það er undarlegt að skrifa minningargrein þar sem viðfangsefnið er enn á líknardeild. Með krónunni er þó ekkert lífsmark. Þeir sem ekki þurfa nauðsynlega að höndla hana halda sig frá henni líkt og hún væri líkþrá. Þetta ástand kemur fæstum á óvart, en sumir eru enn í afneitun. Ekki eru nema rúmlega þrír mánuðir síðan helsti gæslumaður krónunnar lýsti því yfir að þeir sem teldu hana ekki hinn eina rétta gjaldmiðil fyrir íslenska þjóð væru lýðskrumarar. Nánustu aðstandendur eiga erfitt með að sjá þegar ástvinum þeirra hrakar.Hvers vegna krónu? Lengst af datt fæstum Íslendingum í hug að annar gjaldmiðill en krónan stæði til boða hér á landi. Að vísu er enn á lífi fólk sem man þá tíð þegar íslensk króna var jafngild þeirri dönsku. Hægt að var að fá eina danska krónu fyrir eina íslenska í dönskum bönkum. Síðan eru liðin um níutíu ár og nú þarf meira en tvöþúsund gamlar íslenskar krónur til þess að kaupa eina danska. Svo hrapalega hefur hagstjórnin tekist hér á landi. Samt héldu margir því fram fullum fetum að íslenska krónan væri eini rétti gjaldmiðillinn fyrir þjóðina. Og hvers vegna? Jú, með því að fella gengi krónunnar er hægt að lækka launin í raun án þess að fækka greiddum krónum. Þetta er kallað aðlögunarhæfni krónunnar. Helstu málsvarar frelsis og eignarréttar í landinu hafa talið að kosturinn við krónuna væri sá að hún gerði það mögulegt að færa háar fjárhæðir úr vasa launafólks. Þessir sömu menn hefðu talið það mikla ásvinnu ef peningar hefðu verið færðir af bankareikningum alþýðunnar til útgerðarinnar og iðnaðarins. Hins vegar finnst þeim það hið besta mál ef beitt er blekkingum. Á undanförnum vikum hefur eitt helsta baráttumál ríkisstjórnarinnar verið að laun ákveðinna hópa lækkuðu í krónum talið. Þrátt fyrir að krónan hafi fallið sem aldrei fyrr og raungildi hennar nú sé innan við sextíu prósent af því sem það var í upphafi ársins. Helstu rökin fyrir krónunni, sem sé þau að hún sé svo afskaplega góð til þess að rýra kjör almennings, vega ekki þungt þessa dagana.Krónan er góð til blekkinga Af því sem að framan segir má ráða að stjórnmálamönnum finnst krónan mjög góð mynt því að hún hjálpar þeim að fela eigin hagstjórnarmistök. Verðbólga hefur öðru fremur einkennt íslenskt efnahagslíf undanfarna áratugi. Íslendingar þurftu ekki að hafa áhyggjur af verðmæti peninga. Alltaf var hægt að bæta krónum í launaumslögin því að verðbólga og gengisfellingar sáu til þess að þær urðu sífellt verðminni. Hérað eða borg í Bandaríkjunum eða Bretlandi, sem hefði leyft sér að tvöfalda laun á skömmum tíma án tillits til umhverfisins, hefði farið hratt á hausinn. Ekki hefði verið hægt að hækka vöruverð í samkeppni við önnur svæði sem hefðu farið sér hægar. Verðgildi gjaldmiðilsins setur stjórnmálamönnum og fulltrúum vinnumarkaðarins í þessum löndum skorður. Hér á landi hefur þetta aðhald skort. Þó er á því athyglisverð undantekning. Á árunum 1993 til 2001 var meðalgengi krónunnar fast. Í upphafi tímabilsins var efnahagsástandið ekki gott og allir gerðu sér grein fyrir því að ekki var efni til kjarabótar. Smám saman rættist úr og kaupmáttur jókst seinni hluta tímabilsins. Lengst af voru launahækkanir þó hóflegar. Það var ekki fyrr en framkvæmdir ríkisins ýttu svo undir þenslu að verðbólga fór af stað og loks var ákveðið að hverfa frá föstu gengi í fljótandi. Síðan hefur sígið á ógæfuhliðina.Gjaldeyrir fyrir Melody Maker Fyrir fjörutíu árum var ekki sjálfgefið að Íslendingar gætu keypt það sem þá lysti utan úr heimi. Sjálfur hafði ég áhuga á því hvað gerðist í rokkinu á þeim tíma og vildi verða áskrifandi að poppblaðinu Melody Maker. Ég skrifaði áskriftadeild blaðsins og fékk frá henni reikning. Þegar hann barst arkaði ég út í Landsbankann, því að ekki voru allir bankar með gjaldeyrisleyfi, og sótti þar um yfirfærslu fyrir nokkur pund. Umsóknin fór í fjórriti til gjaldeyrisnefndar sem fór yfir allar beiðnir af þessu tagi og eftir hæfilegan tíma fékk ég að vita að nefndin hefði allra náðarsamlegast fallist á þessa beiðni. Ef nefndarmenn hittu á götu þá sem áttu inniliggjandi beiðni um yfirfærslu létu þeir þess gjarnan getið að þeir litu með velvilja á umsóknina. Ég veit ekki hvort umsókn um áskrift að Playboy hefði fengið jafngóðar undirtektir. Líklega hefur enginn þorað að láta á það reyna. Gamansamir stjórnmálamenn hafa getað sagt slíkar sögur og áheyrendur skemmt sér yfir því hve skelfileg spilling hefði þrifist í gamla daga. Engum datt í hug að þessir dagar gætu komið aftur. Þangað til í haust að landið lokaðist og erlendur gjaldeyrir var aðeins fyrir fáa útvalda. Þeir gátu hins vegar glatt sig við að fá upphringingu um að allra náðarsamlegast hefði verið fallist á umsókn þeirra. Skömmtunarstjórarnir nýju hafa getað látið það fylgja að krónan sé einmitt rétti gjaldmiðillinn. Að minnsta kosti fyrir þá sem sjá um skömmtunina.Ógæfu Íslands verður allt að vopni Það hefði ekki forðað íslensku bönkunum frá þroti þó að gjaldmiðill okkar hefði verið evra. En það hefði hins vegar forðað fjölda heimila og fyrirtækja frá því að fara í þrot. Kostirnir eru miklir: 1. Verðbólgan væri 3-4% en ekki 18-19%. 2. Vextir væru 2-8%, ekki 18-26%. 3. Lán sem fólk tók í fyrra hefði ekki tvöfaldast sem hlutfall af launum. 4. Viðskipti við útlönd væru eðlileg. 5. Útlendingar þyrftu ekki að vera hræddir við að festa fé á Íslandi. Þeir sem töluðu með hæðnisrómi um að evran leysti ekki allan vanda höfðu vissulega rétt fyrir sér. En vandinn hefði verið mun minni en hann varð með krónunni.Hverjir bera mesta ábyrgð á vanda einstaklinga og fyrirtækja núna? Stjórnmálamenn sem hafa komið í veg fyrir að Íslendingar tækju ákvörðun um nýja mynt þegar góðar aðstæður voru til þess. Fyrir níu árum uppfylltu Íslendingar öll skilyrði fyrir því að taka upp evru. Þá var skuldastaða þjóðarinnar líka þannig að einhliða upptaka var hugsanleg. Krónan verður gjaldmiðill þjóðarinnar enn um sinn, engum til gleði eða gagns. Á hundrað ára afmæli krónunnar árið 1974 skrifaði ég um hana stutta afmælisgrein. Yfirskriftin var: Fall er fararheill. Nú er krónan enn eldri og slitnari. Aðstæður eru hins vegar þannig að einhliða upptaka evru myndi ekki aðeins koma þjóðinni í diplómatísk vandræði heldur er líka raunveruleg hætta á því að allir peningar í landinu kláruðust. Úr því sem komið er verður efnahagsjafnvægi ekki náð nema með inngöngu í Evrópusambandið og evrópska myntbandalagið. Ef sjálfstæðismenn bera gæfu til þess að samþykkja umsóknarbeiðni í Evrópusambandið er von til þess að tengja megi krónuna við evru fljótlega. Í kjölfarið getum við svo kvatt þessa ónýtu mynt sem enginn treystir lengur. Farið hefur fé betra. Gamansamir stjórnmálamenn hafa getað sagt slíkar sögur og áheyrendur skemmt sér yfir því hve skelfileg spilling hefði þrifist í gamla daga. Engum datt í hug að þessir dagar gætu komið aftur. Þangað til í haust að landið lokaðist og erlendur gjaldeyrir var aðeins fyrir fáa útvalda.
Innlendir vendipunktar: Flugleiðin til Íslands Frá Malaví og heim er 32ja tíma ferð úr höfga regntímabilsins í hvítan jólasnjó. Í kjöltu mér þegar flugvélin brunar í átt að þrumuskýjum: Ræða seðlabankastjóra hjá Viðskiptaráði. Ég undirbý mig andlega fyrir heimkomu. Niðri sprettur maís á ökrum. 27. desember 2008 08:00
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun