Sigmundur Davíð: Stjórnin heldur upplýsingum leyndum 24. apríl 2009 18:31 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur að ríkisstjórnin haldi vísvitandi upplýsingum um raunverulega stöðu íslensks efnahagslífs leyndum fyrir kjósendum. Hann segir það með ólíkindum að fjármálaráðherra hafi ekki séð skýrslu Oliver Wyman. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur ljóst að mjög lítil verðmæti verði eftir í bönkunum og vísar í minnisblað sem hann hefur séð úr skýrslu Oliver Wyman um verðmat á bönkunum. Þar komi fram að bankarnir þurfi að afskrifa gríðarlega mikið af kröfum á íslenskt atvinnulíf sem muni fela í sér algjört hrun íslenska efnahagskerfisins. Kjósendur verði að fá heildarmyndina til að taka upplýstar ákvarðanir. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segist ekki vita hvaða upplýsinga Sigmundur Davíð er að vísa til. Steingrímur segir að það sé gífurlegur ábyrgðarhluti hjá Sigmundi Davíð að fullyrða um stöðu bankanna með þessum hætti. Hann hefur ekki séð skýrsluna. Í svari við fyrirspurn fréttastofunnar til Fjármálaeftirlitsins kemur fram að óvíst sé til hvaða talna Sigmundur Davíð sé að vísa. Miðað við þær tölur sem nú liggja fyrir standist staðhæfingar hans ekki. Mikil leynd hefur hvílt yfir skýrslunum og hefur samningsaðilum einum verið veittur aðgangur að þeim til að gæta jafnræðis meðal þeirra. Sigmundur vill ekki gefa það upp hvaðan hann fær upplýsingarnar. „Mér finnst með ólíkingum ef fjármálaráðherra hefur ekki séð þetta," segir Sigmundur. Hann segir að það sé ríkisstjórnarinnar að birta þetta plagg. Sigmundur telur að ríkisstjórnin sé vísvitandi halda upplýsingum um raunverulega stöðu efnahagslífsins. Hann ályktar að stjórnin vilji ekki fara í gegnum kosningar áður en þessar upplýsingar komi fram. Fjallað var um málið í formannaþættinum Hvernig á að bjarga Íslandi þegar þetta mál var rætt. Þátturinn var tekinn upp fyrr í dag og verður sýndur strax að loknum fréttum. Kosningar 2009 Tengdar fréttir FME: Staðhæfingar Sigmundar standast ekki Staðhæfingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, um að í verðmati á bönkunum komi fram að aðeins muni innheimtast 2000 en ekki 3000 milljarðar af útistandandi skuldum bankanna standast ekki. Þetta kemur fram í svari Fjármálaeftirlitsins til fréttastofu. 24. apríl 2009 17:58 Ábyrgðarhluti hjá Sigmundi að fullyrða með þessum hætti Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist ekki hafa séð þau gögn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísaði til í gær um eignastöðu bankanna. Hann segir að það sé gífurlegur ábyrgðarhluti hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, 24. apríl 2009 11:16 Sigmundur telur allsherjarhrun framundan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að hér sé að hefjast fullkomið kerfishrun og allsherjarhrun íslensks efnahagslífs. Hann vill að ríkisstjórnin birti mat endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte og matsfyrirtækisins Oliver Wyman fyrir kosningar. 23. apríl 2009 19:43 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur að ríkisstjórnin haldi vísvitandi upplýsingum um raunverulega stöðu íslensks efnahagslífs leyndum fyrir kjósendum. Hann segir það með ólíkindum að fjármálaráðherra hafi ekki séð skýrslu Oliver Wyman. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, telur ljóst að mjög lítil verðmæti verði eftir í bönkunum og vísar í minnisblað sem hann hefur séð úr skýrslu Oliver Wyman um verðmat á bönkunum. Þar komi fram að bankarnir þurfi að afskrifa gríðarlega mikið af kröfum á íslenskt atvinnulíf sem muni fela í sér algjört hrun íslenska efnahagskerfisins. Kjósendur verði að fá heildarmyndina til að taka upplýstar ákvarðanir. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segist ekki vita hvaða upplýsinga Sigmundur Davíð er að vísa til. Steingrímur segir að það sé gífurlegur ábyrgðarhluti hjá Sigmundi Davíð að fullyrða um stöðu bankanna með þessum hætti. Hann hefur ekki séð skýrsluna. Í svari við fyrirspurn fréttastofunnar til Fjármálaeftirlitsins kemur fram að óvíst sé til hvaða talna Sigmundur Davíð sé að vísa. Miðað við þær tölur sem nú liggja fyrir standist staðhæfingar hans ekki. Mikil leynd hefur hvílt yfir skýrslunum og hefur samningsaðilum einum verið veittur aðgangur að þeim til að gæta jafnræðis meðal þeirra. Sigmundur vill ekki gefa það upp hvaðan hann fær upplýsingarnar. „Mér finnst með ólíkingum ef fjármálaráðherra hefur ekki séð þetta," segir Sigmundur. Hann segir að það sé ríkisstjórnarinnar að birta þetta plagg. Sigmundur telur að ríkisstjórnin sé vísvitandi halda upplýsingum um raunverulega stöðu efnahagslífsins. Hann ályktar að stjórnin vilji ekki fara í gegnum kosningar áður en þessar upplýsingar komi fram. Fjallað var um málið í formannaþættinum Hvernig á að bjarga Íslandi þegar þetta mál var rætt. Þátturinn var tekinn upp fyrr í dag og verður sýndur strax að loknum fréttum.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir FME: Staðhæfingar Sigmundar standast ekki Staðhæfingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, um að í verðmati á bönkunum komi fram að aðeins muni innheimtast 2000 en ekki 3000 milljarðar af útistandandi skuldum bankanna standast ekki. Þetta kemur fram í svari Fjármálaeftirlitsins til fréttastofu. 24. apríl 2009 17:58 Ábyrgðarhluti hjá Sigmundi að fullyrða með þessum hætti Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist ekki hafa séð þau gögn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísaði til í gær um eignastöðu bankanna. Hann segir að það sé gífurlegur ábyrgðarhluti hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, 24. apríl 2009 11:16 Sigmundur telur allsherjarhrun framundan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að hér sé að hefjast fullkomið kerfishrun og allsherjarhrun íslensks efnahagslífs. Hann vill að ríkisstjórnin birti mat endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte og matsfyrirtækisins Oliver Wyman fyrir kosningar. 23. apríl 2009 19:43 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
FME: Staðhæfingar Sigmundar standast ekki Staðhæfingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, um að í verðmati á bönkunum komi fram að aðeins muni innheimtast 2000 en ekki 3000 milljarðar af útistandandi skuldum bankanna standast ekki. Þetta kemur fram í svari Fjármálaeftirlitsins til fréttastofu. 24. apríl 2009 17:58
Ábyrgðarhluti hjá Sigmundi að fullyrða með þessum hætti Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist ekki hafa séð þau gögn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísaði til í gær um eignastöðu bankanna. Hann segir að það sé gífurlegur ábyrgðarhluti hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, 24. apríl 2009 11:16
Sigmundur telur allsherjarhrun framundan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að hér sé að hefjast fullkomið kerfishrun og allsherjarhrun íslensks efnahagslífs. Hann vill að ríkisstjórnin birti mat endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte og matsfyrirtækisins Oliver Wyman fyrir kosningar. 23. apríl 2009 19:43