Jón stendur ekki fyrir endurnýjun - leiddi Sjálfstæðisflokkinn til valda 14. febrúar 2009 18:40 Í ljósi forsögunnar ætti Jón Baldvin að láta Jóhönnu Sigurðardóttur um að tala fyrir sig sjálfa, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Hún telur að standi vilji Samfylkingarinnar til þess að endurnýja forystu flokksins þá standi Jón Baldvin ekki undir því. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, er ósammála dómi Jóns Baldvins um að forysta Samfylkingarinnar hafi ekki axlað ábyrgð. ,,Forystan hefur hefur axlað sína ábyrgð á samstarfinu með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórninni með því að rjúfa og efna til stjórnarsamstarfs til vinstri á nýjum forsendum. Hún átti þátt í því að koma þjóðarskútunni í lag svo ég tel að þar með hafi hún axlað ábyrgð." Ingibjörg gefur ekki mikið fyrir þau orð Jóns Baldvins að hún eigi sem formaður að víkja þar sem forystan hafi brugðist. ,,Mér finnst það dálítið merkilegt að þeir tveir flokksformenn sem efndu til stjórnarsamstarfs árið 1991, sem að má segja að þjóðin hafi þurft að súpa seyðið af, þeir hafa báðir látið af því liggja að þeir hygðu á endurkomu í stjórnmál ef núverandi forysta flokkanna færi ekki að þeirra vilja. Þeim tekst að láta þetta hljóma eins og hótun en ef þeir eru svona driflausir þá verða þeir að láta á það reyna hvort þeir eigi vísan stuðning í flokkunum," segir Ingibjörg. Ingibjörg efast um að Jón Baldvin standi beinlínis fyrir endurnýjun. Sérstaklega þegar haft sé í huga að það hafi verið hann sem leiddi Sjálfstæðisflokkinn til valda árið 1991 og hafnaði samstarfi til vinstri. Ingibjörg útilokar það ekki að hún muni gefa kost á sér sem formaður flokksins á næsta landsfundi. Um þá tillögu Jóns Baldvins að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra bjóði sig fram sem formaður flokksins segir Ingibjörg: ,,Þá held ég í ljósi forsögunnar að Jón Baldvin ætti að láta Jóhönnu tala fyrir sig sjálfa. Það er síðan auðvitað Samfylkingin sem ákveður á sínum landsfundi hvort hún telji þörf fyrir endurnýjun í forystu flokksins. Ég mun auðvitað lúta þeim vilja eins og aðrir." ,,Ég hef ekki tekið neina ákvörðun um að hætta," segir Ingibjörg aðspurð hvort hún hafi hug á að bjóða sig til áframhaldandi setu sem formaður Samfylkingarinnar. Kosningar 2009 Tengdar fréttir Jóhanna taki við af Ingibjörgu - útilokar ekki framboð til formanns Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eigi að víkja sem formaður Samfylkingarinnar og kveðst styðja Jóhönnu Sigurðardóttur til að taka við. Ef Ingibjörg víki ekki fyrir Jóhönnu kveðst Jón Baldvin reiðubúinn að bjóða sig fram sjálfur til forystu í flokknum. Þetta kom fram á fundi sem Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur, Samfylkingarfélag, hélt í Rúgbrauðsgerðinni við Skúlagötu í dag. 14. febrúar 2009 14:57 Jóhanna undrast ummæli Jóns - styður Ingibjörgu Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, undrast ummæli sem Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, lét falla á fundi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur fyrr í dag. 14. febrúar 2009 18:08 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Í ljósi forsögunnar ætti Jón Baldvin að láta Jóhönnu Sigurðardóttur um að tala fyrir sig sjálfa, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Hún telur að standi vilji Samfylkingarinnar til þess að endurnýja forystu flokksins þá standi Jón Baldvin ekki undir því. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, er ósammála dómi Jóns Baldvins um að forysta Samfylkingarinnar hafi ekki axlað ábyrgð. ,,Forystan hefur hefur axlað sína ábyrgð á samstarfinu með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórninni með því að rjúfa og efna til stjórnarsamstarfs til vinstri á nýjum forsendum. Hún átti þátt í því að koma þjóðarskútunni í lag svo ég tel að þar með hafi hún axlað ábyrgð." Ingibjörg gefur ekki mikið fyrir þau orð Jóns Baldvins að hún eigi sem formaður að víkja þar sem forystan hafi brugðist. ,,Mér finnst það dálítið merkilegt að þeir tveir flokksformenn sem efndu til stjórnarsamstarfs árið 1991, sem að má segja að þjóðin hafi þurft að súpa seyðið af, þeir hafa báðir látið af því liggja að þeir hygðu á endurkomu í stjórnmál ef núverandi forysta flokkanna færi ekki að þeirra vilja. Þeim tekst að láta þetta hljóma eins og hótun en ef þeir eru svona driflausir þá verða þeir að láta á það reyna hvort þeir eigi vísan stuðning í flokkunum," segir Ingibjörg. Ingibjörg efast um að Jón Baldvin standi beinlínis fyrir endurnýjun. Sérstaklega þegar haft sé í huga að það hafi verið hann sem leiddi Sjálfstæðisflokkinn til valda árið 1991 og hafnaði samstarfi til vinstri. Ingibjörg útilokar það ekki að hún muni gefa kost á sér sem formaður flokksins á næsta landsfundi. Um þá tillögu Jóns Baldvins að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra bjóði sig fram sem formaður flokksins segir Ingibjörg: ,,Þá held ég í ljósi forsögunnar að Jón Baldvin ætti að láta Jóhönnu tala fyrir sig sjálfa. Það er síðan auðvitað Samfylkingin sem ákveður á sínum landsfundi hvort hún telji þörf fyrir endurnýjun í forystu flokksins. Ég mun auðvitað lúta þeim vilja eins og aðrir." ,,Ég hef ekki tekið neina ákvörðun um að hætta," segir Ingibjörg aðspurð hvort hún hafi hug á að bjóða sig til áframhaldandi setu sem formaður Samfylkingarinnar.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Jóhanna taki við af Ingibjörgu - útilokar ekki framboð til formanns Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eigi að víkja sem formaður Samfylkingarinnar og kveðst styðja Jóhönnu Sigurðardóttur til að taka við. Ef Ingibjörg víki ekki fyrir Jóhönnu kveðst Jón Baldvin reiðubúinn að bjóða sig fram sjálfur til forystu í flokknum. Þetta kom fram á fundi sem Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur, Samfylkingarfélag, hélt í Rúgbrauðsgerðinni við Skúlagötu í dag. 14. febrúar 2009 14:57 Jóhanna undrast ummæli Jóns - styður Ingibjörgu Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, undrast ummæli sem Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, lét falla á fundi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur fyrr í dag. 14. febrúar 2009 18:08 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Jóhanna taki við af Ingibjörgu - útilokar ekki framboð til formanns Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eigi að víkja sem formaður Samfylkingarinnar og kveðst styðja Jóhönnu Sigurðardóttur til að taka við. Ef Ingibjörg víki ekki fyrir Jóhönnu kveðst Jón Baldvin reiðubúinn að bjóða sig fram sjálfur til forystu í flokknum. Þetta kom fram á fundi sem Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur, Samfylkingarfélag, hélt í Rúgbrauðsgerðinni við Skúlagötu í dag. 14. febrúar 2009 14:57
Jóhanna undrast ummæli Jóns - styður Ingibjörgu Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, undrast ummæli sem Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, lét falla á fundi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur fyrr í dag. 14. febrúar 2009 18:08