KR burstaði Keflavík 11. janúar 2009 21:26 Jón Arnór Stefánsson kveikti í KR-ingum í kvöld Mynd/Stefán KR-ingar eru komnir í undanúrslitin í Subway bikarnum í körfubolta eftir stórsigur á Íslandsmeisturum Keflavíkur á heimavelli í kvöld, 95-64. KR-ingar voru undir að loknum fyrsta leikhluta gegn Keflavík, í DHL-höllinni í vesturbænum í kvöld. Þá tók Jón Arnór Stefánsson til sinna ráða, skoraði þrjár þriggja stiga körfur í röð og tróð með tilþrifum og kveikti í troðfullu húsi áhorfenda. "Ég varð að gera eitthvað, ég var búinn að vera svo lélegur," sagði Jón Arnór glettinn í samtali við Vísi eftir leikinn, en tilþrif hans fengu áhorfendur til að rísa úr sætum og klappa. Keflavík byrjaði leikinn af krafti, spilaði góða vörn sem virtist slá KR út af laginu og hafði yfir 22-14 eftir fyrsta leikhluta. Þá tók Jón Arnór við og tryggði að KR vann annan stórsigurinn á Keflavík í vesturbænum í vetur. "Við vorum eitthvað spenntir þarna í byrjun, en um leið og við byrjuðum að spila grimma vörn og keyra hraðaupphlaup - spila okkar leik - kom þetta allt saman hjá okkur," sagði landsliðsmaðurinn. Jón Arnór skoraði 20 stig, gaf 8 stoðsendingar og hirti 6 fráköst í leiknum. Jason Dourisseau skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst og Fannar Ólafsson stóð sig vel í slagnum við Sigurð Þorsteinsson í teignum og skoraði 16 stig og hirti 9 fráköst. Sigurður Þorsteinsson var atkvæðamestur hjá Keflavík með 17 stig, 12 fráköst og 6 varin skot, en hann lenti snemma í villuvandræðum líkt og Jón Nordal Hafsteinsson sem skoraði 12 stig, en fékk tvær villur á fyrstu 40 sekúndum leiksins. Skotsýning hjá Stjörnunni Stjarnan er sömuleiðis komin í undanúrslit bikarsins eftir stórsigur á Val í kvöld 116-70. Justin Shouse skoraði 28 stig fyrir Stjörnuna og Kjartan Atli Kjartansson 21, en Stjörnumenn skoruðu 19 þrista í leiknum úr 27 tilraunum. Hjalti Friðriksson og Gylfi Geirsson skoruðu 16 stig hvor fyrir Val. Grindavík og ÍR eigast við í Grindavík annað kvöld. Dominos-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Sjá meira
KR-ingar eru komnir í undanúrslitin í Subway bikarnum í körfubolta eftir stórsigur á Íslandsmeisturum Keflavíkur á heimavelli í kvöld, 95-64. KR-ingar voru undir að loknum fyrsta leikhluta gegn Keflavík, í DHL-höllinni í vesturbænum í kvöld. Þá tók Jón Arnór Stefánsson til sinna ráða, skoraði þrjár þriggja stiga körfur í röð og tróð með tilþrifum og kveikti í troðfullu húsi áhorfenda. "Ég varð að gera eitthvað, ég var búinn að vera svo lélegur," sagði Jón Arnór glettinn í samtali við Vísi eftir leikinn, en tilþrif hans fengu áhorfendur til að rísa úr sætum og klappa. Keflavík byrjaði leikinn af krafti, spilaði góða vörn sem virtist slá KR út af laginu og hafði yfir 22-14 eftir fyrsta leikhluta. Þá tók Jón Arnór við og tryggði að KR vann annan stórsigurinn á Keflavík í vesturbænum í vetur. "Við vorum eitthvað spenntir þarna í byrjun, en um leið og við byrjuðum að spila grimma vörn og keyra hraðaupphlaup - spila okkar leik - kom þetta allt saman hjá okkur," sagði landsliðsmaðurinn. Jón Arnór skoraði 20 stig, gaf 8 stoðsendingar og hirti 6 fráköst í leiknum. Jason Dourisseau skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst og Fannar Ólafsson stóð sig vel í slagnum við Sigurð Þorsteinsson í teignum og skoraði 16 stig og hirti 9 fráköst. Sigurður Þorsteinsson var atkvæðamestur hjá Keflavík með 17 stig, 12 fráköst og 6 varin skot, en hann lenti snemma í villuvandræðum líkt og Jón Nordal Hafsteinsson sem skoraði 12 stig, en fékk tvær villur á fyrstu 40 sekúndum leiksins. Skotsýning hjá Stjörnunni Stjarnan er sömuleiðis komin í undanúrslit bikarsins eftir stórsigur á Val í kvöld 116-70. Justin Shouse skoraði 28 stig fyrir Stjörnuna og Kjartan Atli Kjartansson 21, en Stjörnumenn skoruðu 19 þrista í leiknum úr 27 tilraunum. Hjalti Friðriksson og Gylfi Geirsson skoruðu 16 stig hvor fyrir Val. Grindavík og ÍR eigast við í Grindavík annað kvöld.
Dominos-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Sjá meira