Brenton: Við erum með nóg af mönnum sem geta skorað 25. mars 2009 14:37 Brenton Birmingham Brenton Birmingham setti á svið sýningu síðast þegar Grindvíkingar sóttu Snæfellinga heim í Iceland Express deildinni. Liðin mætast í kvöld öðru sinni í undanúrslitaeinvígi sínu eftir að Grindvíkingar unnu fyrsta leikinn. Vísir setti sig í samband við Brenton Birmingham og spurði hann út í leik kvöldsins og stórleik hans sjálfs í Hólminum þann 1. mars þegar hann skoraði 48 stig. "Við förum inn í þennan leik í kvöld með það í huga að staðan í einvíginu sé jöfn 0-0. Við höfum ekki gert neitt ennþá annað en að verja heimavöllinn og Snæfell mun berjast fyrir lífi sínu til að gera það sama í kvöld," sagði Brenton. Grindvíkingar fóru á kostum í fyrsta leiknum í fyrrakvöld og unnu 110-82 stórsigur, þar sem þeir náðu að keyra upp hraðann og hittu vel úr langskotunum. Við spurðum Brenton hvort Grindvíkingar ætluðu að bjóða upp á svipaða takta í kvöld. "Grindavíkurliðið hefur aldrei verið í vandræðum með að skora og það sama á við í dag. Við erum hinsvegar að reyna að breyta þessum hugsunarhætti dálítið núna og einbeita okkur meira að varnarleiknum. Sóknarleikurinn mun alltaf koma hjá okkur, við höfum engar áhyggjur af því, en vörnin er aðalmálið og við verðum að reyna að halda Snæfellingum niðri í sínum sóknarleik," sagði Brenton. "Snæfellsliðið vill halda stigaskorinu í kring um 70 stigin, spila grimma vörn og vinna baráttuna um fráköstin, en við viljum auðvitað spila hraðar. Þetta verður spurning um það hvort liðið nær að spila sinn leik." Brenton átti sannkallaðan stórleik þegar liðin mættust í Stykkishólmi þann 1. mars sl. Þar skoraði hann 48 stig og setti 9 þrista í eins stigs tapi Grindavíkur 89-88. Við spurðum Brenton hvort hann yrði með þann leik á bak við eyrað þegar hann stígur inn á völlinn í kvöld. "Það getur vel verið að maður hugsi um það, en ég er ekki maður sem stígur inn á völlinn og hugsar með sér að hann verði að skora mikið - sérstaklega ekki í seinni tíð. Ég reyni bara að skila mínu fyrir liðið. Í leiknum á móti Snæfelli forðum hitti ég úr tveimur fyrstu skotunum mínum og datt í stuð og þjálfarinn sagði strákunum að koma boltanum til mín af því ég var heitur. Við erum samt með nóg af strákum sem geta skorað og mér er alveg sama hvað ég skora mikið af við vinnum leikinn," sagði þessi geðþekki leikmaður. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Vísir mun fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu úr Fjárhúsinu. Dominos-deild karla Mest lesið Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira
Brenton Birmingham setti á svið sýningu síðast þegar Grindvíkingar sóttu Snæfellinga heim í Iceland Express deildinni. Liðin mætast í kvöld öðru sinni í undanúrslitaeinvígi sínu eftir að Grindvíkingar unnu fyrsta leikinn. Vísir setti sig í samband við Brenton Birmingham og spurði hann út í leik kvöldsins og stórleik hans sjálfs í Hólminum þann 1. mars þegar hann skoraði 48 stig. "Við förum inn í þennan leik í kvöld með það í huga að staðan í einvíginu sé jöfn 0-0. Við höfum ekki gert neitt ennþá annað en að verja heimavöllinn og Snæfell mun berjast fyrir lífi sínu til að gera það sama í kvöld," sagði Brenton. Grindvíkingar fóru á kostum í fyrsta leiknum í fyrrakvöld og unnu 110-82 stórsigur, þar sem þeir náðu að keyra upp hraðann og hittu vel úr langskotunum. Við spurðum Brenton hvort Grindvíkingar ætluðu að bjóða upp á svipaða takta í kvöld. "Grindavíkurliðið hefur aldrei verið í vandræðum með að skora og það sama á við í dag. Við erum hinsvegar að reyna að breyta þessum hugsunarhætti dálítið núna og einbeita okkur meira að varnarleiknum. Sóknarleikurinn mun alltaf koma hjá okkur, við höfum engar áhyggjur af því, en vörnin er aðalmálið og við verðum að reyna að halda Snæfellingum niðri í sínum sóknarleik," sagði Brenton. "Snæfellsliðið vill halda stigaskorinu í kring um 70 stigin, spila grimma vörn og vinna baráttuna um fráköstin, en við viljum auðvitað spila hraðar. Þetta verður spurning um það hvort liðið nær að spila sinn leik." Brenton átti sannkallaðan stórleik þegar liðin mættust í Stykkishólmi þann 1. mars sl. Þar skoraði hann 48 stig og setti 9 þrista í eins stigs tapi Grindavíkur 89-88. Við spurðum Brenton hvort hann yrði með þann leik á bak við eyrað þegar hann stígur inn á völlinn í kvöld. "Það getur vel verið að maður hugsi um það, en ég er ekki maður sem stígur inn á völlinn og hugsar með sér að hann verði að skora mikið - sérstaklega ekki í seinni tíð. Ég reyni bara að skila mínu fyrir liðið. Í leiknum á móti Snæfelli forðum hitti ég úr tveimur fyrstu skotunum mínum og datt í stuð og þjálfarinn sagði strákunum að koma boltanum til mín af því ég var heitur. Við erum samt með nóg af strákum sem geta skorað og mér er alveg sama hvað ég skora mikið af við vinnum leikinn," sagði þessi geðþekki leikmaður. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Vísir mun fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu úr Fjárhúsinu.
Dominos-deild karla Mest lesið Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira