Framsókn mun birta yfirlit yfir styrki 11. apríl 2009 12:02 Forysta Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn mun væntanlega birta yfirlit yfir þau fyrirtæki sem styrktu flokkinn árið 2006 á allra næstu dögum, en verið er að leita samþykkis þeirra fyrirtækja sem veittu styrkina fyrir birtingu upplýsinganna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, liggur veikur með lungnabólgu og er það skýringin á því að ekki hefur tekist að ná í hann undanfarna daga vegna styrkja til flokksins á árinu 2006. Framsóknarflokkurinn fékk 30,3 milljónir króna í styrki frá fyrirtækjum árið 2006, á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn fékk um 80 milljónir þegar eingöngu þau fyrirtæki eru talin sem styrktu flokkinn um meira en milljón og Samfylkingin fékk um 36 milljónir þegar aðeins eru talin fyrirtæki sem styrktu hana um meira en hálfa milljón. Í tilkynningu sem Framsóknarrmenn sendu frá sér í gær sagði að yfirlit yrði ekki birt um þau fyrirtæki sem styrktu flokkinn árið 2006, vegna þess að hann hafi lofað fyrirtækjunum trúnaði þegar styrkirnir voru veittir. Hins vegar setti flokkurinn sig ekki á móti því að fyrirtækin sjálf upplýsi um styrki sína. Nú skömmu fyrir fréttir sagði Birkir Jón Jónsson varaformaður flokksins hins vegar að verið væri að vinna að því að þetta yfirlit yrði birt. Fulltrúar flokksins væru að setja sig í samband við forráðamenn þessara fyrirtækja, til að fá samþykki þeirra fyrir að upplýsa um styrkina, og hann byggist við að þessar upplýsingar lægju fyrir á næstu dögum. Í yfirlýsingunni frá Framsóknarflokknum frá í gær segir að hæsti styrkurinn hafi verið fimm milljónir króna. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar munu Actavis, Eignarhalsfélag samvinnutrygginga, Eimskip, Exista, Glitnir, Kaupþing, Ker, Landsbankinn og Straumur Burðarás vera meðal fyrirtækja sem styrktu Framsóknarflokkinn, en þessi fyrirtæki styrktu einnig flesta ef ekki alla hina stjórnmálaflokkana. Kosningar 2009 Tengdar fréttir Framsóknarmenn birta ekki bókhald fyrir árið 2006 Framsóknarflokkurinn ætlar ekki að greina frá því hverjir veittu framlög til flokksins árið 2006. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem flokkurin sendi frá sér fyrir stundu. Hæsti einstaki styrkur sem flokknum hafi verið veitt hafi numið 5 milljónum króna en heildarframlög lögaðila um 30 milljónum króna. 10. apríl 2009 12:15 Rannsakar styrki til flokka Styrkir til stjórnmálaflokka eru meðal þess sem Rannsóknarnefnd um bankahrunið mun skoða við vinnu sína. Þetta segir Tryggvi Gunnarsson, sem sæti á í nefndinni. 11. apríl 2009 09:00 Siðfræðingur hættir í SUS Stefán Einar Stefánsson viðskiptasiðfræðingur hefur sagt sig úr stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna, SUS. 11. apríl 2009 06:30 Framsókn íhugar að opinbera bókhald „Það er verið að fara yfir þessi mál," segir framkvæmdarstjóri Framsóknaflokksins, Sigfús Ingi Sigfússon, spurður hvort flokkurinn hyggis opna bókhald flokksins aftur í tímann líkt og Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðað að hann muni gera. 9. apríl 2009 09:58 Endurskoðandi gerði athugasemdir við risastyrki FL og Landsbankans Haukur Leósson, endurskoðandi Sjálfstæðisflokksins, gerði athugasemdir við risastyrki FL Group og Landsbankans til flokksins við endurskoðun ársreikningsins 2006. Þær athugasemdir virti meðal annars Kjartan Gunnarsson, þáverandi framkvæmdastjóri flokksins, að vettugi. 11. apríl 2009 12:00 Kjartan vissi um styrkina Heimildir sem fréttastofan telur öruggar fullyrða að Kjartan Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins hafi vitað af tugmilljóna styrkjum FL Group og Landsbanka til Sjálfstæðisflokksins fyrir áramótin 2006 - 2007, en hann hefur ítrekað fullyrt í fjölmiðlum að hann hafi ekki vitað af þessum greiðslum fyrr en Stöð 2 greindi frá þeim á miðvikudag. 11. apríl 2009 10:00 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Framsóknarflokkurinn mun væntanlega birta yfirlit yfir þau fyrirtæki sem styrktu flokkinn árið 2006 á allra næstu dögum, en verið er að leita samþykkis þeirra fyrirtækja sem veittu styrkina fyrir birtingu upplýsinganna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, liggur veikur með lungnabólgu og er það skýringin á því að ekki hefur tekist að ná í hann undanfarna daga vegna styrkja til flokksins á árinu 2006. Framsóknarflokkurinn fékk 30,3 milljónir króna í styrki frá fyrirtækjum árið 2006, á sama tíma og Sjálfstæðisflokkurinn fékk um 80 milljónir þegar eingöngu þau fyrirtæki eru talin sem styrktu flokkinn um meira en milljón og Samfylkingin fékk um 36 milljónir þegar aðeins eru talin fyrirtæki sem styrktu hana um meira en hálfa milljón. Í tilkynningu sem Framsóknarrmenn sendu frá sér í gær sagði að yfirlit yrði ekki birt um þau fyrirtæki sem styrktu flokkinn árið 2006, vegna þess að hann hafi lofað fyrirtækjunum trúnaði þegar styrkirnir voru veittir. Hins vegar setti flokkurinn sig ekki á móti því að fyrirtækin sjálf upplýsi um styrki sína. Nú skömmu fyrir fréttir sagði Birkir Jón Jónsson varaformaður flokksins hins vegar að verið væri að vinna að því að þetta yfirlit yrði birt. Fulltrúar flokksins væru að setja sig í samband við forráðamenn þessara fyrirtækja, til að fá samþykki þeirra fyrir að upplýsa um styrkina, og hann byggist við að þessar upplýsingar lægju fyrir á næstu dögum. Í yfirlýsingunni frá Framsóknarflokknum frá í gær segir að hæsti styrkurinn hafi verið fimm milljónir króna. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar munu Actavis, Eignarhalsfélag samvinnutrygginga, Eimskip, Exista, Glitnir, Kaupþing, Ker, Landsbankinn og Straumur Burðarás vera meðal fyrirtækja sem styrktu Framsóknarflokkinn, en þessi fyrirtæki styrktu einnig flesta ef ekki alla hina stjórnmálaflokkana.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Framsóknarmenn birta ekki bókhald fyrir árið 2006 Framsóknarflokkurinn ætlar ekki að greina frá því hverjir veittu framlög til flokksins árið 2006. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem flokkurin sendi frá sér fyrir stundu. Hæsti einstaki styrkur sem flokknum hafi verið veitt hafi numið 5 milljónum króna en heildarframlög lögaðila um 30 milljónum króna. 10. apríl 2009 12:15 Rannsakar styrki til flokka Styrkir til stjórnmálaflokka eru meðal þess sem Rannsóknarnefnd um bankahrunið mun skoða við vinnu sína. Þetta segir Tryggvi Gunnarsson, sem sæti á í nefndinni. 11. apríl 2009 09:00 Siðfræðingur hættir í SUS Stefán Einar Stefánsson viðskiptasiðfræðingur hefur sagt sig úr stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna, SUS. 11. apríl 2009 06:30 Framsókn íhugar að opinbera bókhald „Það er verið að fara yfir þessi mál," segir framkvæmdarstjóri Framsóknaflokksins, Sigfús Ingi Sigfússon, spurður hvort flokkurinn hyggis opna bókhald flokksins aftur í tímann líkt og Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðað að hann muni gera. 9. apríl 2009 09:58 Endurskoðandi gerði athugasemdir við risastyrki FL og Landsbankans Haukur Leósson, endurskoðandi Sjálfstæðisflokksins, gerði athugasemdir við risastyrki FL Group og Landsbankans til flokksins við endurskoðun ársreikningsins 2006. Þær athugasemdir virti meðal annars Kjartan Gunnarsson, þáverandi framkvæmdastjóri flokksins, að vettugi. 11. apríl 2009 12:00 Kjartan vissi um styrkina Heimildir sem fréttastofan telur öruggar fullyrða að Kjartan Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins hafi vitað af tugmilljóna styrkjum FL Group og Landsbanka til Sjálfstæðisflokksins fyrir áramótin 2006 - 2007, en hann hefur ítrekað fullyrt í fjölmiðlum að hann hafi ekki vitað af þessum greiðslum fyrr en Stöð 2 greindi frá þeim á miðvikudag. 11. apríl 2009 10:00 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Framsóknarmenn birta ekki bókhald fyrir árið 2006 Framsóknarflokkurinn ætlar ekki að greina frá því hverjir veittu framlög til flokksins árið 2006. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem flokkurin sendi frá sér fyrir stundu. Hæsti einstaki styrkur sem flokknum hafi verið veitt hafi numið 5 milljónum króna en heildarframlög lögaðila um 30 milljónum króna. 10. apríl 2009 12:15
Rannsakar styrki til flokka Styrkir til stjórnmálaflokka eru meðal þess sem Rannsóknarnefnd um bankahrunið mun skoða við vinnu sína. Þetta segir Tryggvi Gunnarsson, sem sæti á í nefndinni. 11. apríl 2009 09:00
Siðfræðingur hættir í SUS Stefán Einar Stefánsson viðskiptasiðfræðingur hefur sagt sig úr stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna, SUS. 11. apríl 2009 06:30
Framsókn íhugar að opinbera bókhald „Það er verið að fara yfir þessi mál," segir framkvæmdarstjóri Framsóknaflokksins, Sigfús Ingi Sigfússon, spurður hvort flokkurinn hyggis opna bókhald flokksins aftur í tímann líkt og Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðað að hann muni gera. 9. apríl 2009 09:58
Endurskoðandi gerði athugasemdir við risastyrki FL og Landsbankans Haukur Leósson, endurskoðandi Sjálfstæðisflokksins, gerði athugasemdir við risastyrki FL Group og Landsbankans til flokksins við endurskoðun ársreikningsins 2006. Þær athugasemdir virti meðal annars Kjartan Gunnarsson, þáverandi framkvæmdastjóri flokksins, að vettugi. 11. apríl 2009 12:00
Kjartan vissi um styrkina Heimildir sem fréttastofan telur öruggar fullyrða að Kjartan Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins hafi vitað af tugmilljóna styrkjum FL Group og Landsbanka til Sjálfstæðisflokksins fyrir áramótin 2006 - 2007, en hann hefur ítrekað fullyrt í fjölmiðlum að hann hafi ekki vitað af þessum greiðslum fyrr en Stöð 2 greindi frá þeim á miðvikudag. 11. apríl 2009 10:00