Ålandsbanken gengur frá kaupunum á Kaupþingi í Svíþjóð 16. febrúar 2009 09:13 Gengið hefur verið frá kaupum Ålandsbanken á Kaupþingi í Svíþjóð. Kaupverðið er 414 milljónir sænskra kr. eða um 5,7 milljarðar kr. og var það greitt út í hönd. Í tilkynningu um málið á heimasíðu Ålandsbanken segir Peter Wiklöf forstjóri bankans að það hafi lengi verið ætlun bankans að hasla sér völl í Svíþjóð. Með kaupunum á Kaupþingi fái bankinn strax um 20.000 viðskiptavini á þessum markaði. Fram kemur í máli Wiklöf að kaupin geri það að verkum að viðskipti bankans aukist um 20%. "Við höfum greint og rannsakað Kaupþing í Svíþjóð og í ljós kom að um hágæða starfsemi var að ræða með hæfu starfsfólki og góðum viðskiptavinatengslum," segir Wiklöf. Fyrirtækjalán Kaupþings í Svíþjóð og nokkrar aðrar eignir munu færst til skilanefndar Kaupþings á Íslandi við kaupin. Þá mun skilanefndin einnig taka við áhættu bankans af hruni Lehman Brothers á síðasta ári. Málaferli sem í gangi eru gegn Kaupþingi munu ekki hafa áhrif á starfsemi Ålandsbanken og neyðarlán sem sænska ríkið veitti Kaupþingi mun verða endurgreitt að fullu. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengið hefur verið frá kaupum Ålandsbanken á Kaupþingi í Svíþjóð. Kaupverðið er 414 milljónir sænskra kr. eða um 5,7 milljarðar kr. og var það greitt út í hönd. Í tilkynningu um málið á heimasíðu Ålandsbanken segir Peter Wiklöf forstjóri bankans að það hafi lengi verið ætlun bankans að hasla sér völl í Svíþjóð. Með kaupunum á Kaupþingi fái bankinn strax um 20.000 viðskiptavini á þessum markaði. Fram kemur í máli Wiklöf að kaupin geri það að verkum að viðskipti bankans aukist um 20%. "Við höfum greint og rannsakað Kaupþing í Svíþjóð og í ljós kom að um hágæða starfsemi var að ræða með hæfu starfsfólki og góðum viðskiptavinatengslum," segir Wiklöf. Fyrirtækjalán Kaupþings í Svíþjóð og nokkrar aðrar eignir munu færst til skilanefndar Kaupþings á Íslandi við kaupin. Þá mun skilanefndin einnig taka við áhættu bankans af hruni Lehman Brothers á síðasta ári. Málaferli sem í gangi eru gegn Kaupþingi munu ekki hafa áhrif á starfsemi Ålandsbanken og neyðarlán sem sænska ríkið veitti Kaupþingi mun verða endurgreitt að fullu.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira