NRK hefur ekki áhyggjur af kostnaðinum við Eurovision 17. maí 2009 09:28 Norska ríkisútvarpið (NRK) hefur ekki áhyggjur af því að kostnaðurinn við að halda Eurovision í Osló á næsta ári muni skyggja á gleðina við að halda keppnina. Á vefsíðunni e24.no er rætt við Sigurd Sandvin upplýsingafulltrúa NRK sem segist ekki hafa neinar áhyggjur af kostnaðinum. „Þetta þarf ekki að vera svo dýrt," segir Sandvin. „Og Noregur ætti að geta meðhöndlað kostnaðinn. Það yrði heiður fyrir NRK að halda keppnina. Þess má geta að talið er að keppnin hafi kostað Rússa yfir fimm milljarða kr. Sandvin telur að ekki sé ástæða fyrir NRK að leggja jafnmikið í keppnina og Rússar gerðu. Nefnir hann að þegar keppnin var haldin í Finnlandi árið 2007 nam kostnaður finnska ríkisútvarpsins um 1,9 milljörðum kr. Sandvin nefnir að upp í kostnaðinn komi styrkir frá bæði Evrópusambandinu og norska ríkinu og þar að auki komi tekjur af miðasölu. Og ekki megi gleyma jákvæðum áhrifum á ferðamannaiðnaðinn í Osló við að halda Eurovision. Fram kemur í fréttinni að framleiðslufyrirtækið Dinamo Story er þegar í samningum um að leigja Telenor Arena, stærsta innanhússvið Noregs undir keppnina á næsta ári. Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Norska ríkisútvarpið (NRK) hefur ekki áhyggjur af því að kostnaðurinn við að halda Eurovision í Osló á næsta ári muni skyggja á gleðina við að halda keppnina. Á vefsíðunni e24.no er rætt við Sigurd Sandvin upplýsingafulltrúa NRK sem segist ekki hafa neinar áhyggjur af kostnaðinum. „Þetta þarf ekki að vera svo dýrt," segir Sandvin. „Og Noregur ætti að geta meðhöndlað kostnaðinn. Það yrði heiður fyrir NRK að halda keppnina. Þess má geta að talið er að keppnin hafi kostað Rússa yfir fimm milljarða kr. Sandvin telur að ekki sé ástæða fyrir NRK að leggja jafnmikið í keppnina og Rússar gerðu. Nefnir hann að þegar keppnin var haldin í Finnlandi árið 2007 nam kostnaður finnska ríkisútvarpsins um 1,9 milljörðum kr. Sandvin nefnir að upp í kostnaðinn komi styrkir frá bæði Evrópusambandinu og norska ríkinu og þar að auki komi tekjur af miðasölu. Og ekki megi gleyma jákvæðum áhrifum á ferðamannaiðnaðinn í Osló við að halda Eurovision. Fram kemur í fréttinni að framleiðslufyrirtækið Dinamo Story er þegar í samningum um að leigja Telenor Arena, stærsta innanhússvið Noregs undir keppnina á næsta ári.
Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira