Jón Baldvin segir Davíð minna á Hitler í byrginu 14. febrúar 2009 18:51 Jón Baldvin Hannibalsson varpaði pólitískri sprengju í dag þegar hann krafðist þess að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir axlaði pólitíska ábyrgð og viki sem formaður Samfylkingarinnar. Hann kvaðst styðja Jóhönnu Sigurðardóttur til að taka við en ef gera ætti systralag til að hylma yfir ábyrgð væri hann tilbúinn að gefa kost á sér til forystu.Um eitthundrað og tuttugu manns mættu á fund Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur, sem er innan Samfylkingarinnar, en þar var Jón Baldvin aðalræðumaður. Hann rakti orsakir bankahrunsins og fór meðal annars hörðum orðum um forystu gamla Landsbankans og forystu Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði þær ríkisstjórnir sem hefðu verið við völd bera ábyrgð, ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks bæði með Framsóknarflokki og Samfylkingunni.Sjálfur kvaðst hann eftir átta ára setu í ríkisstjórn vita hverjir væru ábyrgir í ríkisstjórnum. Það væru formenn flokka. Þeri bæru höfuðábyrgð á því sem væri gert og látið ógert.Eftirlitsstofnanir bæru ábyrgð, með Seðlabankann fremstan. Þar inni sæti núna í byrgi sínu maður sem væri farinn að minna á seinustu daga Hitlers. Í staðinn fyrir að koma út sjálfviljugur í ljósi þess að hann hefði setið yfir hruni gjaldmiðilsins og hruni fjármálakerfisins, þá átti hann að koma út bljúgur og biðjast afsökunar.Sjálfstæðisflokkinn dæmdi hann hart. Hann hefði á löngum tíma byggt upp valdakerfi sem væri rotið, spilt og ónýtt. Hann sagði flokkinn ábyrgan fyrir löngum lista af hagstjórnarmistökum, sem hann gæti ekki vikist undan, og sagði sjálfstæðismenn hafa skilið samfélagið eftir eins og brunarústir. Þeir kynnu síðan ekki að skammast sín.Flokkur hefði dæmt sjálfan sig úr leik, flokkur sem væri þverklofinn í öllum helstu málum, með gjörsamlega ónýta forystu, ætti að láta þjóðina í friði. Hann ætti núna að fara í innhverfa íhugun og andlega uppbyggingu, "gott ef hann ætti ekki bara að fara með Jónínu í toxic til Póllands," sagði hann.Forysta Samfylkingarinnar yrði hins vegar að líta í eigin barm. Þa yrði að skýra það hversvegna formaður flokksins eyddi mestum tíma sínum á hættuástandstímabili í ómerkilegasta flopp íslenskra utanríkismála; tilraun til að komast í öryggisráðið.Hann nefndi annað dæmi. Formenn beggja stjórnarflokka, bæði Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, hafi síðastliðið haust skipt með sér verkum og farið til New York og Kaupmannahafnar til þess að tala máli bankaútrásarinnar. Þar hefði verið talað gegn öllum staðreyndum.Samfylkingin hefði átt að segja sig frá stjórnarsamstarfinu fyrir löngu. Þegar hún sagðist ekki bera ábyrgð á gerðum Davíðs Oddssonar, og það var ekki tekið mark á henni, þá hefði hún daginn eftir átt að segja sig frá stjórnarsamstarfinu. "Við látum ekki bjóða okkur svona trakteringar í nafni íslenskrar alþýðu. Það er óboðlegt. Maður hótar ekki í pólitík nema maður standi við það," sagði Jón Baldvin og hlaut fyrir lófaklapp. Forysta Samfylkingarinnar hefði ekki staðið vaktina og rof hefði myndast milli hennar og grasrótarinnar.Einn fundarmanna spurði hvort og hvenær hann ætlaði sjálfur í framboð og annar sagði að tími Jóns Baldvins væri kominn. Jón Baldvin svaraði því til að ef Jóhanna Sigurðardóttir væri tilbúin að taka að sér forystu hreyfingar jafnaðarmanna þá myndi hann styðja hana."Ef þetta á að verða eitthvert systralag um að hylma yfir ábyrgð, og hún geri það ekki, þá er ég tilbúinn að gefa kost á mér til forystu," sagði Jón Baldvin. Kosningar 2009 Tengdar fréttir Jóhanna taki við af Ingibjörgu - útilokar ekki framboð til formanns Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eigi að víkja sem formaður Samfylkingarinnar og kveðst styðja Jóhönnu Sigurðardóttur til að taka við. Ef Ingibjörg víki ekki fyrir Jóhönnu kveðst Jón Baldvin reiðubúinn að bjóða sig fram sjálfur til forystu í flokknum. Þetta kom fram á fundi sem Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur, Samfylkingarfélag, hélt í Rúgbrauðsgerðinni við Skúlagötu í dag. 14. febrúar 2009 14:57 Jóhanna undrast ummæli Jóns - styður Ingibjörgu Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, undrast ummæli sem Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, lét falla á fundi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur fyrr í dag. 14. febrúar 2009 18:08 Jón stendur ekki fyrir endurnýjun - leiddi Sjálfstæðisflokkinn til valda Í ljósi forsögunnar ætti Jón Baldvin að láta Jóhönnu Sigurðardóttur um að tala fyrir sig sjálfa, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Hún telur að standi vilji Samfylkingarinnar til þess að endurnýja forystu flokksins þá standi Jón Baldvin ekki undir því. 14. febrúar 2009 18:40 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson varpaði pólitískri sprengju í dag þegar hann krafðist þess að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir axlaði pólitíska ábyrgð og viki sem formaður Samfylkingarinnar. Hann kvaðst styðja Jóhönnu Sigurðardóttur til að taka við en ef gera ætti systralag til að hylma yfir ábyrgð væri hann tilbúinn að gefa kost á sér til forystu.Um eitthundrað og tuttugu manns mættu á fund Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur, sem er innan Samfylkingarinnar, en þar var Jón Baldvin aðalræðumaður. Hann rakti orsakir bankahrunsins og fór meðal annars hörðum orðum um forystu gamla Landsbankans og forystu Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði þær ríkisstjórnir sem hefðu verið við völd bera ábyrgð, ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks bæði með Framsóknarflokki og Samfylkingunni.Sjálfur kvaðst hann eftir átta ára setu í ríkisstjórn vita hverjir væru ábyrgir í ríkisstjórnum. Það væru formenn flokka. Þeri bæru höfuðábyrgð á því sem væri gert og látið ógert.Eftirlitsstofnanir bæru ábyrgð, með Seðlabankann fremstan. Þar inni sæti núna í byrgi sínu maður sem væri farinn að minna á seinustu daga Hitlers. Í staðinn fyrir að koma út sjálfviljugur í ljósi þess að hann hefði setið yfir hruni gjaldmiðilsins og hruni fjármálakerfisins, þá átti hann að koma út bljúgur og biðjast afsökunar.Sjálfstæðisflokkinn dæmdi hann hart. Hann hefði á löngum tíma byggt upp valdakerfi sem væri rotið, spilt og ónýtt. Hann sagði flokkinn ábyrgan fyrir löngum lista af hagstjórnarmistökum, sem hann gæti ekki vikist undan, og sagði sjálfstæðismenn hafa skilið samfélagið eftir eins og brunarústir. Þeir kynnu síðan ekki að skammast sín.Flokkur hefði dæmt sjálfan sig úr leik, flokkur sem væri þverklofinn í öllum helstu málum, með gjörsamlega ónýta forystu, ætti að láta þjóðina í friði. Hann ætti núna að fara í innhverfa íhugun og andlega uppbyggingu, "gott ef hann ætti ekki bara að fara með Jónínu í toxic til Póllands," sagði hann.Forysta Samfylkingarinnar yrði hins vegar að líta í eigin barm. Þa yrði að skýra það hversvegna formaður flokksins eyddi mestum tíma sínum á hættuástandstímabili í ómerkilegasta flopp íslenskra utanríkismála; tilraun til að komast í öryggisráðið.Hann nefndi annað dæmi. Formenn beggja stjórnarflokka, bæði Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, hafi síðastliðið haust skipt með sér verkum og farið til New York og Kaupmannahafnar til þess að tala máli bankaútrásarinnar. Þar hefði verið talað gegn öllum staðreyndum.Samfylkingin hefði átt að segja sig frá stjórnarsamstarfinu fyrir löngu. Þegar hún sagðist ekki bera ábyrgð á gerðum Davíðs Oddssonar, og það var ekki tekið mark á henni, þá hefði hún daginn eftir átt að segja sig frá stjórnarsamstarfinu. "Við látum ekki bjóða okkur svona trakteringar í nafni íslenskrar alþýðu. Það er óboðlegt. Maður hótar ekki í pólitík nema maður standi við það," sagði Jón Baldvin og hlaut fyrir lófaklapp. Forysta Samfylkingarinnar hefði ekki staðið vaktina og rof hefði myndast milli hennar og grasrótarinnar.Einn fundarmanna spurði hvort og hvenær hann ætlaði sjálfur í framboð og annar sagði að tími Jóns Baldvins væri kominn. Jón Baldvin svaraði því til að ef Jóhanna Sigurðardóttir væri tilbúin að taka að sér forystu hreyfingar jafnaðarmanna þá myndi hann styðja hana."Ef þetta á að verða eitthvert systralag um að hylma yfir ábyrgð, og hún geri það ekki, þá er ég tilbúinn að gefa kost á mér til forystu," sagði Jón Baldvin.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Jóhanna taki við af Ingibjörgu - útilokar ekki framboð til formanns Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eigi að víkja sem formaður Samfylkingarinnar og kveðst styðja Jóhönnu Sigurðardóttur til að taka við. Ef Ingibjörg víki ekki fyrir Jóhönnu kveðst Jón Baldvin reiðubúinn að bjóða sig fram sjálfur til forystu í flokknum. Þetta kom fram á fundi sem Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur, Samfylkingarfélag, hélt í Rúgbrauðsgerðinni við Skúlagötu í dag. 14. febrúar 2009 14:57 Jóhanna undrast ummæli Jóns - styður Ingibjörgu Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, undrast ummæli sem Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, lét falla á fundi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur fyrr í dag. 14. febrúar 2009 18:08 Jón stendur ekki fyrir endurnýjun - leiddi Sjálfstæðisflokkinn til valda Í ljósi forsögunnar ætti Jón Baldvin að láta Jóhönnu Sigurðardóttur um að tala fyrir sig sjálfa, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Hún telur að standi vilji Samfylkingarinnar til þess að endurnýja forystu flokksins þá standi Jón Baldvin ekki undir því. 14. febrúar 2009 18:40 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
Jóhanna taki við af Ingibjörgu - útilokar ekki framboð til formanns Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eigi að víkja sem formaður Samfylkingarinnar og kveðst styðja Jóhönnu Sigurðardóttur til að taka við. Ef Ingibjörg víki ekki fyrir Jóhönnu kveðst Jón Baldvin reiðubúinn að bjóða sig fram sjálfur til forystu í flokknum. Þetta kom fram á fundi sem Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur, Samfylkingarfélag, hélt í Rúgbrauðsgerðinni við Skúlagötu í dag. 14. febrúar 2009 14:57
Jóhanna undrast ummæli Jóns - styður Ingibjörgu Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, undrast ummæli sem Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, lét falla á fundi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur fyrr í dag. 14. febrúar 2009 18:08
Jón stendur ekki fyrir endurnýjun - leiddi Sjálfstæðisflokkinn til valda Í ljósi forsögunnar ætti Jón Baldvin að láta Jóhönnu Sigurðardóttur um að tala fyrir sig sjálfa, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Hún telur að standi vilji Samfylkingarinnar til þess að endurnýja forystu flokksins þá standi Jón Baldvin ekki undir því. 14. febrúar 2009 18:40