Norðmenn ólmir í að hefja olíuleit við Jan Mayen 23. september 2009 12:42 Á sama tíma og allir eru hættir við olíuleit og rannsóknir á Drekasvæðinu berast fréttir frá Noregi um að Norðmenn séu ólmir í að hefja olíuleit við Jan Mayen-hryggnum það er sín megin á svæðinu. Bente Nyland forstjóri norsku Olíustofnunnar Noregs segir í samtali við Teknisk Ukeblad að möguleikar séu til staðar að svæðið geti gefið af sér svipað magn af olíu og Troll-svæðið í Norðursjó. Undir Troll-svæðinu fundust 1,4 milljarðar tunna af olíu og þegar vinnslan þar náði hámarki árið 2002 var um 400.000 tunnum af olíu dælt þar upp daglega. Þar að auki liggja rúmlega 60% af öllum gasbirgðum í Norðursjó undir svæðinu. „Við teljum að svæðið sé svokallaður mikrólandfleki með setlög í miðjunni. Þar með eru möguleikar á að olíulindir séu til staðar," segir Nyland sem liggur ekki á þeirri skoðun sinni að eftir engu sé að bíða með að hefjast handa. Samkvæmt Teknisk Ukeblad vill hún hefja leitina eins fljótt og kostur er. Nyland segir að Íslendingar hafi farið of fljótt af stað með útboði á rannsóknar og leitarleyfum á Drekasvæðinu. Bæði fjármálakreppan og fallandi olíuverð geri slíkt ekki aðlaðandi í augnablikinu. Gögn um jarðlögin við Jan Mayen sem Norðmenn hafa undir höndum eru nú orðin 20 ára gömul og fram kemur í blaðinu að áhugavert verði að sjá hvað komi út úr nýjum rannsóknum. Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Á sama tíma og allir eru hættir við olíuleit og rannsóknir á Drekasvæðinu berast fréttir frá Noregi um að Norðmenn séu ólmir í að hefja olíuleit við Jan Mayen-hryggnum það er sín megin á svæðinu. Bente Nyland forstjóri norsku Olíustofnunnar Noregs segir í samtali við Teknisk Ukeblad að möguleikar séu til staðar að svæðið geti gefið af sér svipað magn af olíu og Troll-svæðið í Norðursjó. Undir Troll-svæðinu fundust 1,4 milljarðar tunna af olíu og þegar vinnslan þar náði hámarki árið 2002 var um 400.000 tunnum af olíu dælt þar upp daglega. Þar að auki liggja rúmlega 60% af öllum gasbirgðum í Norðursjó undir svæðinu. „Við teljum að svæðið sé svokallaður mikrólandfleki með setlög í miðjunni. Þar með eru möguleikar á að olíulindir séu til staðar," segir Nyland sem liggur ekki á þeirri skoðun sinni að eftir engu sé að bíða með að hefjast handa. Samkvæmt Teknisk Ukeblad vill hún hefja leitina eins fljótt og kostur er. Nyland segir að Íslendingar hafi farið of fljótt af stað með útboði á rannsóknar og leitarleyfum á Drekasvæðinu. Bæði fjármálakreppan og fallandi olíuverð geri slíkt ekki aðlaðandi í augnablikinu. Gögn um jarðlögin við Jan Mayen sem Norðmenn hafa undir höndum eru nú orðin 20 ára gömul og fram kemur í blaðinu að áhugavert verði að sjá hvað komi út úr nýjum rannsóknum.
Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira