Loftið farið að leka úr gullverðsbólunni 7. desember 2009 10:26 Heimsmarkaðsverð á gulli er í niðursveiflu í dag eftir samfelldar hækkanir undanfarnar vikur. Stendur verðið í 1.157 dollara á únsuna í morgun en það fór hæst í rúmlega 1.200 dollara í síðustu viku.Efnahagur Bandaríkjanna virðist kominn í bata sem gæti leitt af sér hærri vexti þarlendis og sterkara gengi dollarans. Þegar dollarinn styrkist lækkar verð á gulli, að því er segir á börsen.dk.„Nokkuð af lofti hefur lekið úr gullverðsbólunni þegar dollarinn virðist ætla að ná til baka nokkru af tapi sinu gagnvar öðrum gjaldmiðlum," segir Yu Kyung Kyu hrávörusali hjá Eugene Investments & Futures í samtali við Bloomberg fréttaveituna. „En það er enn of snemmt að segja til um hvort gullið breyti bjartsýnissveiflu sinni."Olíuverðið hefur farið í öfuga átt við gullið hvað verð snertir og hækkar örlítið í morgun eða um 0,3% og stendur í 75,69 dollurum á markaðinum í New York.Álverðið á markaðinum í London lækkar lítillega í morgun og stendur í 2.136 dollurum á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Þetta verð fór í 2.144 dollara fyrir helgina og hafði þá ekki verið hærra frá því um mitt sumar í fyrra. Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á gulli er í niðursveiflu í dag eftir samfelldar hækkanir undanfarnar vikur. Stendur verðið í 1.157 dollara á únsuna í morgun en það fór hæst í rúmlega 1.200 dollara í síðustu viku.Efnahagur Bandaríkjanna virðist kominn í bata sem gæti leitt af sér hærri vexti þarlendis og sterkara gengi dollarans. Þegar dollarinn styrkist lækkar verð á gulli, að því er segir á börsen.dk.„Nokkuð af lofti hefur lekið úr gullverðsbólunni þegar dollarinn virðist ætla að ná til baka nokkru af tapi sinu gagnvar öðrum gjaldmiðlum," segir Yu Kyung Kyu hrávörusali hjá Eugene Investments & Futures í samtali við Bloomberg fréttaveituna. „En það er enn of snemmt að segja til um hvort gullið breyti bjartsýnissveiflu sinni."Olíuverðið hefur farið í öfuga átt við gullið hvað verð snertir og hækkar örlítið í morgun eða um 0,3% og stendur í 75,69 dollurum á markaðinum í New York.Álverðið á markaðinum í London lækkar lítillega í morgun og stendur í 2.136 dollurum á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Þetta verð fór í 2.144 dollara fyrir helgina og hafði þá ekki verið hærra frá því um mitt sumar í fyrra.
Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira