Fullkomið jafnrétti? Halla Gunnarsdóttir skrifar 19. júní 2009 06:00 "Hér er fullkomið jafnrétti milli karla og kvenna og hefur lengi verið." Það væri eflaust hægt að nota ofangreind ummæli í spurningakeppni og láta þátttakendur giska á hvenær þau féllu og af hvaða tilefni. Sjálf gæti ég haldið að þau væru úr einhverri framtíðarkvikmyndinni og ættu raunar ekki við fyrr en árið 4312. Svo er þó ekki. Þessi orð eru úr leiðara Morgunblaðsins frá árinu 1926. Rétt er að taka fram að þá voru aðeins sex ár frá því að konur fengu jafnan kosningarétt á við karla. Árið 1882 fengu ekkjur eða ógiftar konur sem stóðu fyrir eigin búi kosningarétt, m.a. á sveitarstjórnarstigi, en ekki til Alþingis. Að sama skapi höfðu þær ekki rétt til að bjóða sig fram og fengu þau réttindi ekki fyrr en árið 1915, nánar tiltekið 19. júní. Þá fengu konur kosningarétt en þó var ákveðið að takmarka hann um sinn við konur sem voru fertugar eða eldri. Karlar máttu hins vegar kjósa frá 25 ára aldri. Aldurstakmarkið átti að lækka árlega um eitt ár þar til konur næðu fullum rétti á við karla en árið 1920 var ákveðið að afnema það ákvæði. Þetta lýsir því vel hversu þungbær þessi ákvörðun reyndist þeim körlum sem hana tóku. Sumir héldu að kosningaréttur kvenna myndi hreinlega leiða til upplausnar en þeir sem frjálslyndari voru róuðu kynbræður sína með því að benda á að konur myndu hvort eð er fylgja sínu eðli og líta á heimilisstörf og barnauppeldi sem sínar æðstu skyldur. Af þessu getum við kannski hlegið í dag en ef við lítum okkur nær, getur verið að viðhorfin lifi enn? Þjálfum við enn þá stelpur upp í húsmæðrahlutverk en stráka í að fara með völd? Hlustum við enn þá af meiri athygli þegar karlar tala en þegar konur tala? Horfum við enn í gegnum fingur okkar þegar konur eru beittar misrétti? Í dag fögnum við ekki aðeins því að konur hafi fengið kosningarétt. Við fögnum einum stærsta áfanga í sögu lýðræðis á Íslandi. Ekkert ríki getur kallað sig lýðræðisríki ef aðeins hluti þegnanna hefur borgaraleg réttindi. Í dag horfum við um öxl, metum stöðuna eins og hún er núna og lítum fram á veg. Hér ríkir ekki fullkomið jafnrétti milli karla og kvenna, ekki frekar en árið 1926. Baráttan heldur áfram. Höfundur er aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
"Hér er fullkomið jafnrétti milli karla og kvenna og hefur lengi verið." Það væri eflaust hægt að nota ofangreind ummæli í spurningakeppni og láta þátttakendur giska á hvenær þau féllu og af hvaða tilefni. Sjálf gæti ég haldið að þau væru úr einhverri framtíðarkvikmyndinni og ættu raunar ekki við fyrr en árið 4312. Svo er þó ekki. Þessi orð eru úr leiðara Morgunblaðsins frá árinu 1926. Rétt er að taka fram að þá voru aðeins sex ár frá því að konur fengu jafnan kosningarétt á við karla. Árið 1882 fengu ekkjur eða ógiftar konur sem stóðu fyrir eigin búi kosningarétt, m.a. á sveitarstjórnarstigi, en ekki til Alþingis. Að sama skapi höfðu þær ekki rétt til að bjóða sig fram og fengu þau réttindi ekki fyrr en árið 1915, nánar tiltekið 19. júní. Þá fengu konur kosningarétt en þó var ákveðið að takmarka hann um sinn við konur sem voru fertugar eða eldri. Karlar máttu hins vegar kjósa frá 25 ára aldri. Aldurstakmarkið átti að lækka árlega um eitt ár þar til konur næðu fullum rétti á við karla en árið 1920 var ákveðið að afnema það ákvæði. Þetta lýsir því vel hversu þungbær þessi ákvörðun reyndist þeim körlum sem hana tóku. Sumir héldu að kosningaréttur kvenna myndi hreinlega leiða til upplausnar en þeir sem frjálslyndari voru róuðu kynbræður sína með því að benda á að konur myndu hvort eð er fylgja sínu eðli og líta á heimilisstörf og barnauppeldi sem sínar æðstu skyldur. Af þessu getum við kannski hlegið í dag en ef við lítum okkur nær, getur verið að viðhorfin lifi enn? Þjálfum við enn þá stelpur upp í húsmæðrahlutverk en stráka í að fara með völd? Hlustum við enn þá af meiri athygli þegar karlar tala en þegar konur tala? Horfum við enn í gegnum fingur okkar þegar konur eru beittar misrétti? Í dag fögnum við ekki aðeins því að konur hafi fengið kosningarétt. Við fögnum einum stærsta áfanga í sögu lýðræðis á Íslandi. Ekkert ríki getur kallað sig lýðræðisríki ef aðeins hluti þegnanna hefur borgaraleg réttindi. Í dag horfum við um öxl, metum stöðuna eins og hún er núna og lítum fram á veg. Hér ríkir ekki fullkomið jafnrétti milli karla og kvenna, ekki frekar en árið 1926. Baráttan heldur áfram. Höfundur er aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun