Fullkomið jafnrétti? Halla Gunnarsdóttir skrifar 19. júní 2009 06:00 "Hér er fullkomið jafnrétti milli karla og kvenna og hefur lengi verið." Það væri eflaust hægt að nota ofangreind ummæli í spurningakeppni og láta þátttakendur giska á hvenær þau féllu og af hvaða tilefni. Sjálf gæti ég haldið að þau væru úr einhverri framtíðarkvikmyndinni og ættu raunar ekki við fyrr en árið 4312. Svo er þó ekki. Þessi orð eru úr leiðara Morgunblaðsins frá árinu 1926. Rétt er að taka fram að þá voru aðeins sex ár frá því að konur fengu jafnan kosningarétt á við karla. Árið 1882 fengu ekkjur eða ógiftar konur sem stóðu fyrir eigin búi kosningarétt, m.a. á sveitarstjórnarstigi, en ekki til Alþingis. Að sama skapi höfðu þær ekki rétt til að bjóða sig fram og fengu þau réttindi ekki fyrr en árið 1915, nánar tiltekið 19. júní. Þá fengu konur kosningarétt en þó var ákveðið að takmarka hann um sinn við konur sem voru fertugar eða eldri. Karlar máttu hins vegar kjósa frá 25 ára aldri. Aldurstakmarkið átti að lækka árlega um eitt ár þar til konur næðu fullum rétti á við karla en árið 1920 var ákveðið að afnema það ákvæði. Þetta lýsir því vel hversu þungbær þessi ákvörðun reyndist þeim körlum sem hana tóku. Sumir héldu að kosningaréttur kvenna myndi hreinlega leiða til upplausnar en þeir sem frjálslyndari voru róuðu kynbræður sína með því að benda á að konur myndu hvort eð er fylgja sínu eðli og líta á heimilisstörf og barnauppeldi sem sínar æðstu skyldur. Af þessu getum við kannski hlegið í dag en ef við lítum okkur nær, getur verið að viðhorfin lifi enn? Þjálfum við enn þá stelpur upp í húsmæðrahlutverk en stráka í að fara með völd? Hlustum við enn þá af meiri athygli þegar karlar tala en þegar konur tala? Horfum við enn í gegnum fingur okkar þegar konur eru beittar misrétti? Í dag fögnum við ekki aðeins því að konur hafi fengið kosningarétt. Við fögnum einum stærsta áfanga í sögu lýðræðis á Íslandi. Ekkert ríki getur kallað sig lýðræðisríki ef aðeins hluti þegnanna hefur borgaraleg réttindi. Í dag horfum við um öxl, metum stöðuna eins og hún er núna og lítum fram á veg. Hér ríkir ekki fullkomið jafnrétti milli karla og kvenna, ekki frekar en árið 1926. Baráttan heldur áfram. Höfundur er aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
"Hér er fullkomið jafnrétti milli karla og kvenna og hefur lengi verið." Það væri eflaust hægt að nota ofangreind ummæli í spurningakeppni og láta þátttakendur giska á hvenær þau féllu og af hvaða tilefni. Sjálf gæti ég haldið að þau væru úr einhverri framtíðarkvikmyndinni og ættu raunar ekki við fyrr en árið 4312. Svo er þó ekki. Þessi orð eru úr leiðara Morgunblaðsins frá árinu 1926. Rétt er að taka fram að þá voru aðeins sex ár frá því að konur fengu jafnan kosningarétt á við karla. Árið 1882 fengu ekkjur eða ógiftar konur sem stóðu fyrir eigin búi kosningarétt, m.a. á sveitarstjórnarstigi, en ekki til Alþingis. Að sama skapi höfðu þær ekki rétt til að bjóða sig fram og fengu þau réttindi ekki fyrr en árið 1915, nánar tiltekið 19. júní. Þá fengu konur kosningarétt en þó var ákveðið að takmarka hann um sinn við konur sem voru fertugar eða eldri. Karlar máttu hins vegar kjósa frá 25 ára aldri. Aldurstakmarkið átti að lækka árlega um eitt ár þar til konur næðu fullum rétti á við karla en árið 1920 var ákveðið að afnema það ákvæði. Þetta lýsir því vel hversu þungbær þessi ákvörðun reyndist þeim körlum sem hana tóku. Sumir héldu að kosningaréttur kvenna myndi hreinlega leiða til upplausnar en þeir sem frjálslyndari voru róuðu kynbræður sína með því að benda á að konur myndu hvort eð er fylgja sínu eðli og líta á heimilisstörf og barnauppeldi sem sínar æðstu skyldur. Af þessu getum við kannski hlegið í dag en ef við lítum okkur nær, getur verið að viðhorfin lifi enn? Þjálfum við enn þá stelpur upp í húsmæðrahlutverk en stráka í að fara með völd? Hlustum við enn þá af meiri athygli þegar karlar tala en þegar konur tala? Horfum við enn í gegnum fingur okkar þegar konur eru beittar misrétti? Í dag fögnum við ekki aðeins því að konur hafi fengið kosningarétt. Við fögnum einum stærsta áfanga í sögu lýðræðis á Íslandi. Ekkert ríki getur kallað sig lýðræðisríki ef aðeins hluti þegnanna hefur borgaraleg réttindi. Í dag horfum við um öxl, metum stöðuna eins og hún er núna og lítum fram á veg. Hér ríkir ekki fullkomið jafnrétti milli karla og kvenna, ekki frekar en árið 1926. Baráttan heldur áfram. Höfundur er aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun