Viðskipti erlent

Græða þrátt fyrir samdrátt í sölu

Porche
Porche
Bílaframleiðandinn Porche hefur tilkynnt um stórkostlega hagnaðar­aukningu á mánuðunum sex fram til janúarloka. Aukningin er til komin vegna eignarhlutar fyrirtækisins í Volkswagen Group.

Í frétt Ríkisútvarpsins breska (BBC) kemur fram að hagnaður félagsins á tímabilinu nemi 5,5 milljörðum evra, eða sem nemur 896 milljörðum íslenskra króna. Er það fjórum sinnum meira en á sama tíma ári fyrr.

Hagnaðaraukningin er til komin vegna mikillar hækkunar á verði hlutabréfa Volkswagen, en Porche á 50 prósenta hlut í félaginu. Tölurnar breiða þar með yfir fjórðungssamdrátt í bílasölu Porche, en félagið hefur bent á þá staðreynd að falli verð bréfa Volkswagen þá falli sömuleiðis hagnaðartölur Porche. Félagið tryggði sér fyrir um viku 10 milljarða evra lán til að auka við hlut sinn í Volkswagen.

- óká






Fleiri fréttir

Sjá meira


×