Alþjóðaheilbrigðisdagurinn 2009 7. apríl 2009 00:01 Afar öflugur jarðskjálfti, 6,1 stig á Richter, skók Suðurland í maí á síðasta ári. Töluverðar skemmdir urðu á þeim svæðum sem næst lágu skjálftaupptökunum. Lítilsháttar skemmdir urðu á Sjúkrahússinu á Selfossi og var það rýmt að hluta. Eftir skoðun kom í ljós að engar skemmdur voru á burðarþoli byggingarinnar og var því hægt að halda uppi eðlilegri starfsemi á sjúkrahúsinu. Mikilvægt er að byggingar heilbrigðiskerfisins standi af sér hamfarir og neyðarástand til að geta veitt þá þjónustu sem þörf er á. Í ár er alþjóðaheilbrigðisdagurinn tileinkaður áhrifum neyðarástands á sjúkrahús og viðbúnað þeirra en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) heldur upp á daginn 7. apríl ár hvert. Í tilefni dagsins leggur WHO sérstaka áherslu á að sjúkrahús séu hönnuð til að standa af sér neyðarástand, að þau hafi viðbragðsáætlanir og að þeim séu tryggð nauðsynleg aðföng. Einnig leggur WHO áherslu á að heilbrigðisstarfsfólki sé gert kleift að takast á við afleiðingar neyðarástands. Á Íslandi hefur verið byggt upp traust viðbúnaðarkerfi til að takast á við náttúruhamfarir og aðrar ógnir. Samkvæmt lögum um almannavarnir er heilbrigðisstofnunum skylt að útbúa viðbragðsáætlanir og er nú unnið að samræmingu þessara áætlana. Ísland er þátttakandi í norrænu samstarfi um heilbrigðisviðbúnað og hefur að auki innleitt alþjóðaheilbrigðisreglugerð WHO sem hefur það að markmiði að hindra alþjóðlega útbreiðslu hættulegra smitsjúkdóma og sjúkdóma af völdum eiturefna og geislavirkra efna. Á hverjum tíma standa lönd heims frammi fyrir einhvers konar neyðarástandi hvort heldur sem það eru náttúruhamfarir, átök, smitsjúkdómar eða efnahagsþrengingar. Mikilvægt er að heilbrigðisþjónustan sé örugg, öflug, búin réttum aðföngum og tryggð fjármögnun til að geta brugðist við þeim aðstæðum sem upp koma. Við getum ekki fyrirbyggt neyðarástand en við getum reynt að tryggja að þegar neyðarástand skapast séum við tilbúin að takast á við það svo það hafi sem minnsta röskun í för með sér. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Afar öflugur jarðskjálfti, 6,1 stig á Richter, skók Suðurland í maí á síðasta ári. Töluverðar skemmdir urðu á þeim svæðum sem næst lágu skjálftaupptökunum. Lítilsháttar skemmdir urðu á Sjúkrahússinu á Selfossi og var það rýmt að hluta. Eftir skoðun kom í ljós að engar skemmdur voru á burðarþoli byggingarinnar og var því hægt að halda uppi eðlilegri starfsemi á sjúkrahúsinu. Mikilvægt er að byggingar heilbrigðiskerfisins standi af sér hamfarir og neyðarástand til að geta veitt þá þjónustu sem þörf er á. Í ár er alþjóðaheilbrigðisdagurinn tileinkaður áhrifum neyðarástands á sjúkrahús og viðbúnað þeirra en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) heldur upp á daginn 7. apríl ár hvert. Í tilefni dagsins leggur WHO sérstaka áherslu á að sjúkrahús séu hönnuð til að standa af sér neyðarástand, að þau hafi viðbragðsáætlanir og að þeim séu tryggð nauðsynleg aðföng. Einnig leggur WHO áherslu á að heilbrigðisstarfsfólki sé gert kleift að takast á við afleiðingar neyðarástands. Á Íslandi hefur verið byggt upp traust viðbúnaðarkerfi til að takast á við náttúruhamfarir og aðrar ógnir. Samkvæmt lögum um almannavarnir er heilbrigðisstofnunum skylt að útbúa viðbragðsáætlanir og er nú unnið að samræmingu þessara áætlana. Ísland er þátttakandi í norrænu samstarfi um heilbrigðisviðbúnað og hefur að auki innleitt alþjóðaheilbrigðisreglugerð WHO sem hefur það að markmiði að hindra alþjóðlega útbreiðslu hættulegra smitsjúkdóma og sjúkdóma af völdum eiturefna og geislavirkra efna. Á hverjum tíma standa lönd heims frammi fyrir einhvers konar neyðarástandi hvort heldur sem það eru náttúruhamfarir, átök, smitsjúkdómar eða efnahagsþrengingar. Mikilvægt er að heilbrigðisþjónustan sé örugg, öflug, búin réttum aðföngum og tryggð fjármögnun til að geta brugðist við þeim aðstæðum sem upp koma. Við getum ekki fyrirbyggt neyðarástand en við getum reynt að tryggja að þegar neyðarástand skapast séum við tilbúin að takast á við það svo það hafi sem minnsta röskun í för með sér. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun