Svikahrappur olli háu olíuverði Gunnar Örn Jónsson skrifar 3. júlí 2009 13:59 Mynd/AP Olíuverð náði óvænt hámarki á þessu ári síðastliðinn þriðjudag. Ástæðan er rakin til mikilla kaupa olíumiðlara á svarta gullinu. Viðskipti miðlarans eru talin ólögleg og hafa verið tilkynnt til breskra og bandarískra yfirvalda. Talið er að fyrirtækið sem miðlarinn starfar hjá hafi tapað tíu milljónum Bandarikjadala á viðskiptunum eða um það bil 1,3 milljörðum íslenskra króna. Olíumiðlarar í London og New York segja að hin "ólöglegu" viðskipti hafi orsakað þá miklu og óeðlilegu veltu sem átti sér stað á olíumarkaðinum á þriðjudaginn. „Viðskipti jukust verulega og hækkaði olíuverð um rúm 3,5% fyrir hádegi án nokkurrar ástæðu,“ er haft eftir olíumiðlara í New York. Það er breska fjármálablaðið Financial Times sem greinir frá þessu. Velta með olíu nam sextán milljónum tunna á einum klukkutíma. Það jafngildir tvöfaldri dagsframleiðslu Saudi Arabiu, stærsta olíuframleiðanda heims, og er mun meira en dagleg meðalvelta á olíu sem nemur um 500 þúsund tunnum. Umræddur miðlari er vel þekktur í geiranum og nýtur mikillar virðingar meðal starfsbræðra sinna. Þetta er í annað skiptið á árinu sem olíumiðlari er sakaður um sviksamlegt athæfi. Greinina má í heild sinni sjá hér. Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Olíuverð náði óvænt hámarki á þessu ári síðastliðinn þriðjudag. Ástæðan er rakin til mikilla kaupa olíumiðlara á svarta gullinu. Viðskipti miðlarans eru talin ólögleg og hafa verið tilkynnt til breskra og bandarískra yfirvalda. Talið er að fyrirtækið sem miðlarinn starfar hjá hafi tapað tíu milljónum Bandarikjadala á viðskiptunum eða um það bil 1,3 milljörðum íslenskra króna. Olíumiðlarar í London og New York segja að hin "ólöglegu" viðskipti hafi orsakað þá miklu og óeðlilegu veltu sem átti sér stað á olíumarkaðinum á þriðjudaginn. „Viðskipti jukust verulega og hækkaði olíuverð um rúm 3,5% fyrir hádegi án nokkurrar ástæðu,“ er haft eftir olíumiðlara í New York. Það er breska fjármálablaðið Financial Times sem greinir frá þessu. Velta með olíu nam sextán milljónum tunna á einum klukkutíma. Það jafngildir tvöfaldri dagsframleiðslu Saudi Arabiu, stærsta olíuframleiðanda heims, og er mun meira en dagleg meðalvelta á olíu sem nemur um 500 þúsund tunnum. Umræddur miðlari er vel þekktur í geiranum og nýtur mikillar virðingar meðal starfsbræðra sinna. Þetta er í annað skiptið á árinu sem olíumiðlari er sakaður um sviksamlegt athæfi. Greinina má í heild sinni sjá hér.
Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira