Fjármálakreppan á Íslandi kemur við kaunin á Dönum 27. janúar 2009 13:50 Danskt efnahagslíf finnur verulega fyrir fjármálakeppunni á Íslandi. Danir telja að útflutningur þeirra til Íslands muni minnka um 17% í ár og þar með munu tekjur upp á hálfan milljarð danskra kr. eða um tæpa 11 milljarða kr. Í umfjöllun um málið á vefsíðunni business.dk segir að fyrir utan tapið í útflutningnum megi svo nefna minnkandi umsvif danskra fyrirtækja á Íslandi. Hið stærsta þeirra er Ístak sem er í eigu verktakafyrirtækisins Phil og Sön. Þar á bæ reikna menn með að umsvifin á Íslandi muni dragast saman um hálfan milljarð kr. sökum kreppunnar. Sú tala er ekki inn í töpuðum útflutningstekjum þar sem Ístak er skráð á Íslandi. Rætt er við Sören Langvad forstjóra Phil og Sön um málið sem segir að rekstur Ístak sé um 15% af heildarveltu fyrirtækisins. Og að áætlað sé að veltan á Íslandi muni minnka um helming í ár. "Við vonum að við getum boðið íslenskum starfsmönnum okkar vinnu í staðinn í einhverjum af þeim tuttugu löndum sem við störfum í," segir Langvad. "En ef starfsmennirnir geta ekki af einhverjum ástæðum flutt frá Íslandi er ekki mikið sem við getum gert." Einnig er rætt við Claus Winther markaðsstjóra Idealcombi, sem framleiðir glugga og fleira og hefur flutt töluvert af vörum til Íslands. Winther segir að þeir telji sig heppna ef útflutningur þeirra til Íslands minnki ekki um meir en 70% í ár miðað við árið í fyrra. Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Danskt efnahagslíf finnur verulega fyrir fjármálakeppunni á Íslandi. Danir telja að útflutningur þeirra til Íslands muni minnka um 17% í ár og þar með munu tekjur upp á hálfan milljarð danskra kr. eða um tæpa 11 milljarða kr. Í umfjöllun um málið á vefsíðunni business.dk segir að fyrir utan tapið í útflutningnum megi svo nefna minnkandi umsvif danskra fyrirtækja á Íslandi. Hið stærsta þeirra er Ístak sem er í eigu verktakafyrirtækisins Phil og Sön. Þar á bæ reikna menn með að umsvifin á Íslandi muni dragast saman um hálfan milljarð kr. sökum kreppunnar. Sú tala er ekki inn í töpuðum útflutningstekjum þar sem Ístak er skráð á Íslandi. Rætt er við Sören Langvad forstjóra Phil og Sön um málið sem segir að rekstur Ístak sé um 15% af heildarveltu fyrirtækisins. Og að áætlað sé að veltan á Íslandi muni minnka um helming í ár. "Við vonum að við getum boðið íslenskum starfsmönnum okkar vinnu í staðinn í einhverjum af þeim tuttugu löndum sem við störfum í," segir Langvad. "En ef starfsmennirnir geta ekki af einhverjum ástæðum flutt frá Íslandi er ekki mikið sem við getum gert." Einnig er rætt við Claus Winther markaðsstjóra Idealcombi, sem framleiðir glugga og fleira og hefur flutt töluvert af vörum til Íslands. Winther segir að þeir telji sig heppna ef útflutningur þeirra til Íslands minnki ekki um meir en 70% í ár miðað við árið í fyrra.
Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira