Framboðsræða Snorra í Valhöll - myndband 25. mars 2009 15:05 Meðframbjóðendur Snorra höfðu greinilega gaman af ræðunni. Listamaðurinn Snorri Ásmundsson er í framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins, en nýr formaður verður kjörinn á landsþingi flokksins um komandi helgi. Á fundi í Valhöll hélt Snorri ræðu ásamt þeim Kristjáni Þór Júlíussyni og Bjarna Benediktssyni sem einnig eru í framboði. Í máli Snorra kom fram að hann væri krónískur óþekktarangi sem sennilega hefði getað farið þann veg sem venjulegir formenn fara ef hann hefði verið settur á Rítalín. Snorri segir stjórnmálin krabbameinsvaldandi og því sé þetta ekki öfundsvert starf. Snorri segir í ræðunni að hann hafi upphaflega ákveðið að gefa kost á sér þegar stefndi í að enginn ætlaði gegn Geir H. Haarde á landsfundi. „Þannig að ég ákvað að taka þetta að mér." Snorri segist sjálfur hafa stjórnað stjórnmálaflokki árið 2002 og tekið þátt í sveitastjórnarkosningum. Eftir þá reynslu varð hann mjög þakklátur þeim sem nenntu að standa í þessu. Hann segir stjórnmálin einnig vera krabbameinsvaldur og formenn stjórnmálaflokka og ráðherrar fái krabbamein m.a vegna gremju. „Þetta er því ekki öfundsvert starf." Snorri segir að ef hann verði kosinn formaður og verði síðar forsætisráðherra muni hann líklega ekki gegna því embætti nema í 1-2 ár. Að þeim tíma liðnum verði hann orðinn þreyttur á starfinu og langi að gera eitthvað annað. „En á þessum tíma væri ég örugglega búinn að gera ansi margt og umturna þjóðfélaginu." Hann segir Sjjálfstæðisflokkinn ekki hafa viðurkennt mistök sín og talaði um raunveruleikahroka í því sambandi. „Ég vona að fulltrúar á flokksþingi hafi þann þroska til þess að velja mig sem formann," sagði Snorri. Hann sagði einnig að ef hann fengi tækifæri til þess að leiða flokkinn yrði andleg vakning en það sé það sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf á að halda að mati Snorra. „Því hef ég ákveðið að gefa kost á mér í það verkefni og til þess að vaxa og dafna með þessum flokki, þar til ég fæ leið á því." Hægt er að sjá myndbandið hér. Kosningar 2009 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira
Listamaðurinn Snorri Ásmundsson er í framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins, en nýr formaður verður kjörinn á landsþingi flokksins um komandi helgi. Á fundi í Valhöll hélt Snorri ræðu ásamt þeim Kristjáni Þór Júlíussyni og Bjarna Benediktssyni sem einnig eru í framboði. Í máli Snorra kom fram að hann væri krónískur óþekktarangi sem sennilega hefði getað farið þann veg sem venjulegir formenn fara ef hann hefði verið settur á Rítalín. Snorri segir stjórnmálin krabbameinsvaldandi og því sé þetta ekki öfundsvert starf. Snorri segir í ræðunni að hann hafi upphaflega ákveðið að gefa kost á sér þegar stefndi í að enginn ætlaði gegn Geir H. Haarde á landsfundi. „Þannig að ég ákvað að taka þetta að mér." Snorri segist sjálfur hafa stjórnað stjórnmálaflokki árið 2002 og tekið þátt í sveitastjórnarkosningum. Eftir þá reynslu varð hann mjög þakklátur þeim sem nenntu að standa í þessu. Hann segir stjórnmálin einnig vera krabbameinsvaldur og formenn stjórnmálaflokka og ráðherrar fái krabbamein m.a vegna gremju. „Þetta er því ekki öfundsvert starf." Snorri segir að ef hann verði kosinn formaður og verði síðar forsætisráðherra muni hann líklega ekki gegna því embætti nema í 1-2 ár. Að þeim tíma liðnum verði hann orðinn þreyttur á starfinu og langi að gera eitthvað annað. „En á þessum tíma væri ég örugglega búinn að gera ansi margt og umturna þjóðfélaginu." Hann segir Sjjálfstæðisflokkinn ekki hafa viðurkennt mistök sín og talaði um raunveruleikahroka í því sambandi. „Ég vona að fulltrúar á flokksþingi hafi þann þroska til þess að velja mig sem formann," sagði Snorri. Hann sagði einnig að ef hann fengi tækifæri til þess að leiða flokkinn yrði andleg vakning en það sé það sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf á að halda að mati Snorra. „Því hef ég ákveðið að gefa kost á mér í það verkefni og til þess að vaxa og dafna með þessum flokki, þar til ég fæ leið á því." Hægt er að sjá myndbandið hér.
Kosningar 2009 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira