Stuðningsmenn Guðlaugs styðja Kristján Þór 25. mars 2009 18:30 Nánir samstarfsmenn þingmannsins Guðlaugs Þórs Þórðarsonar hafa fylkt sér að baki Kristjáns Þórs Júlíussonar í formannsslag Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn kjósa sér nýjan formann á landsfundi flokksins um helgina. Fjórir hafa gefið kost á sér til formanns en talið er víst að þingmennirnir Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson berjist um embættið. Um nítján hundruð manns eiga sæti á landsfundinum. Fulltrúar skiptast nokkuð jafnt á milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Bjarni lýsti því yfir í byrjun febrúar að hann gæfi kost á sér til formanns. Heimildarmenn fréttastofu sem sæti eiga á landsfundinum telja Bjarna sigurstranglegri en Kristján Þór og segja hann hafa töluverðan stuðning innan þingflokksins. Ekki eru þó allir á því að honum hafi tekist að sanna sig sem leiðtoga flokksins á síðustu tveimur mánuðum auk þess sem landbyggðarfulltrúarnir hafa sumir áhyggjur af því að bæði formaður og varaformaður verði úr sama kjördæminu, þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er sú eina sem lýst hefur yfir framboði til varaformanns. Kristján Þór tilkynnti í síðustu viku að hann ætlaði að taka slaginn við Bjarna. Svo virðist sem flokksmenn séu almennt ánægðir með að fá að kjósa milli formannsefna. Kristján þykir hafa nokkuð breiðan stuðning í sínu kjördæmi, Norðausturkjördæmi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur einnig hópur náinna samstarfsmanna Guðlaugs Þórs fylkt sér að baki Kristjáni en þessi sami hópur stafaði fyrir Guðlaug í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Eins og kunnugt er tókst Guðlaugur á við Illuga Gunnarsson í prófkjörinu en Illugi og Bjarni hafa verið nánir samstarfsmenn. Sá stuðningur gæti skilað Kristjáni nokkru fylgi á landsfundinum. Kosningar 2009 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
Nánir samstarfsmenn þingmannsins Guðlaugs Þórs Þórðarsonar hafa fylkt sér að baki Kristjáns Þórs Júlíussonar í formannsslag Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn kjósa sér nýjan formann á landsfundi flokksins um helgina. Fjórir hafa gefið kost á sér til formanns en talið er víst að þingmennirnir Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson berjist um embættið. Um nítján hundruð manns eiga sæti á landsfundinum. Fulltrúar skiptast nokkuð jafnt á milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Bjarni lýsti því yfir í byrjun febrúar að hann gæfi kost á sér til formanns. Heimildarmenn fréttastofu sem sæti eiga á landsfundinum telja Bjarna sigurstranglegri en Kristján Þór og segja hann hafa töluverðan stuðning innan þingflokksins. Ekki eru þó allir á því að honum hafi tekist að sanna sig sem leiðtoga flokksins á síðustu tveimur mánuðum auk þess sem landbyggðarfulltrúarnir hafa sumir áhyggjur af því að bæði formaður og varaformaður verði úr sama kjördæminu, þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er sú eina sem lýst hefur yfir framboði til varaformanns. Kristján Þór tilkynnti í síðustu viku að hann ætlaði að taka slaginn við Bjarna. Svo virðist sem flokksmenn séu almennt ánægðir með að fá að kjósa milli formannsefna. Kristján þykir hafa nokkuð breiðan stuðning í sínu kjördæmi, Norðausturkjördæmi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur einnig hópur náinna samstarfsmanna Guðlaugs Þórs fylkt sér að baki Kristjáni en þessi sami hópur stafaði fyrir Guðlaug í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Eins og kunnugt er tókst Guðlaugur á við Illuga Gunnarsson í prófkjörinu en Illugi og Bjarni hafa verið nánir samstarfsmenn. Sá stuðningur gæti skilað Kristjáni nokkru fylgi á landsfundinum.
Kosningar 2009 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira