Sendiherra ESB réðst dólgslega að Sjálfstæðisflokknum 21. apríl 2009 07:49 MYND/Anton Björn Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að Percy Westerlund, sendiherra Evrópusambandsins, hafi ráðist „dólgslega á Sjálfstæðisflokkinn" í fréttum Stöðvar 2 í gær. Hann skrifaði á heimasíðu sína í gærkvöldi um viðtalið við sendiherrann þar sem hann var inntur álits á hugmyndum sjálfstæðismanna um að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn aðstoði við að taka upp evru á Íslandi. „Ástæða er til að vekja athygli á hinum makalausu viðbrögðum sendiherra Evrópusambandsins (ESB) gagnvart Íslandi við því stefnumiði Sjálfstæðisflokksins að leita samstarfs við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um gjaldmiðilsskipti með augastað á evru," segir Björn. Hann segir að fulltrúi sjóðsins hafi í sömu frétt svarað spurningunni á diplómatískan hátt en að hið sama verði ekki sagt um sendiherra ESB. „Percy Westerlund, sendiherra ESB, réðst hins vegar dólgslega á Sjálfstæðisflokkinn og af því alkunna yfirlæti, sem sendimenn Evrópusambandsins telja sér sæma að sýna stjórnmálaflokkum og heilum þjóðum, ef menn beygja sig ekki þegjandi undir Brusselvaldið." Þá segir Björn að Íslendingar hafi mætt svipaðri framkomu af hálfu ESB strax eftir bankahrunið. „þegar þeir gerðu Ísland að blóraböggli, vegna þess að tilskipun ESB um fjármálafyrirtæki dugði ekki til að tryggja öryggi í rekstri þessara fyrirtækja við lausafjárþurrð á heimsvísu." Hann segir að þá hafi þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Össur Skarphéðinsson ákveðið, að ekki skyldi haldið fram lagalegum rétti Íslands gagnvart ESB heldur ætti að skoða málið frá pólitísku sjónarhorni. „Nú er borin von, að Össur mótmæli þessari íhlutun sendiherra ESB í íslensk stjórnmál og innanlandsmál. Öll afskiptasemi Brusselvaldsins af íslenskum stjórnmálum er Samfylkingunni þóknanleg - það er hið pólitíska sjónarhorn Samfylkingar gagnvart Brusselvaldinu," segir Björn að lokum. Kosningar 2009 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Sjá meira
Björn Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að Percy Westerlund, sendiherra Evrópusambandsins, hafi ráðist „dólgslega á Sjálfstæðisflokkinn" í fréttum Stöðvar 2 í gær. Hann skrifaði á heimasíðu sína í gærkvöldi um viðtalið við sendiherrann þar sem hann var inntur álits á hugmyndum sjálfstæðismanna um að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn aðstoði við að taka upp evru á Íslandi. „Ástæða er til að vekja athygli á hinum makalausu viðbrögðum sendiherra Evrópusambandsins (ESB) gagnvart Íslandi við því stefnumiði Sjálfstæðisflokksins að leita samstarfs við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um gjaldmiðilsskipti með augastað á evru," segir Björn. Hann segir að fulltrúi sjóðsins hafi í sömu frétt svarað spurningunni á diplómatískan hátt en að hið sama verði ekki sagt um sendiherra ESB. „Percy Westerlund, sendiherra ESB, réðst hins vegar dólgslega á Sjálfstæðisflokkinn og af því alkunna yfirlæti, sem sendimenn Evrópusambandsins telja sér sæma að sýna stjórnmálaflokkum og heilum þjóðum, ef menn beygja sig ekki þegjandi undir Brusselvaldið." Þá segir Björn að Íslendingar hafi mætt svipaðri framkomu af hálfu ESB strax eftir bankahrunið. „þegar þeir gerðu Ísland að blóraböggli, vegna þess að tilskipun ESB um fjármálafyrirtæki dugði ekki til að tryggja öryggi í rekstri þessara fyrirtækja við lausafjárþurrð á heimsvísu." Hann segir að þá hafi þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Össur Skarphéðinsson ákveðið, að ekki skyldi haldið fram lagalegum rétti Íslands gagnvart ESB heldur ætti að skoða málið frá pólitísku sjónarhorni. „Nú er borin von, að Össur mótmæli þessari íhlutun sendiherra ESB í íslensk stjórnmál og innanlandsmál. Öll afskiptasemi Brusselvaldsins af íslenskum stjórnmálum er Samfylkingunni þóknanleg - það er hið pólitíska sjónarhorn Samfylkingar gagnvart Brusselvaldinu," segir Björn að lokum.
Kosningar 2009 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Sjá meira