Opinber innkaup Vigdís Hauksdóttir skrifar 17. apríl 2009 06:00 Tilgangur laga nr. 84/2007 um opinber innkaup er að tryggja jafnræði fyrirtækja við opinber innkaup, stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni og efla nýsköpun og þróun við innkaup hins opinbera á vörum, verkum og þjónustu. Samkvæmt 3. gr. laganna taka lögin til ríkis, sveitarfélaga, stofnana þeirra og annarra opinberra aðila. Viðmiðunarfjárhæðir vegna opinberra innkaupa á Evrópska efnahagssvæðinu er að finna í reglugerð nr. 807/2007. Viðmiðunarfjárhæðir vegna skyldu til útboðs á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt 78. gr. laga nr. 84/2007 skulu vera sem hér segir: opinberir aðilar - viðmiðunar-fjárhæðir vegna skyldu til útboðs á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt 78. gr. laganna hjá opinberum aðilum að frátöldum sveitarfélögum og stofnunum eru eftirfarandi: vöru- og þjónustusamningar 11.690.000 kr. og verksamningar 449.490.000 kr. Þegar sveitarfélög, stofnanir þeirra og aðrir opinberir aðilar á þeirra vegum eiga í hlut eru viðmiðunarfjárhæðir þessar: vöru- og þjónustusamningar 17.980.000 kr. og verksamningar 449.490.000 kr. Almennt er kveðið á um útboð í lögum nr. 65/1993 um framkvæmd útboða og eiga þau lög við um opinber útboð eins langt og þau ná, það er að segja þegar ekki er vikið frá þeim í lögum um opinber innkaup eða öðrum sérlögum. Þegar innkaup/verk eru yfir eftirtöldum viðmiðunarfjárhæðum er meginreglan sú að þau þarf að auglýsa á öllu EES svæðinu með birtingu í Stjórnartíðindum ESB. Hefur þetta í för með sér að erlend fyrirtæki hafa tækifæri á að bjóða í innkaup/verk hér á landi. Nú þegar atvinnuleysi hefur náð nýjum hæðum er mikilvægt að ríki og sveitarfélög leggist á eitt og hugleiði umfang innkaupa/verka til að halda þeim á innanlandsmarkaði án þess að brjóta gegn reglum EES-samningsins. Verði tekin meðvituð ákvörðun um að hafa umfang útboða undir viðmiðunarfjárhæðum er hægt að skapa fleirum atvinnu með auknum verkfjölda. Ég tel að þessi aðgerð komi til með að fleyta mörgum fyrirtækjum og einyrkjum sem nú eru í rekstri og framleiðslu yfir erfiðasta hjallann. Höfundur skipar 1. sætið fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Tilgangur laga nr. 84/2007 um opinber innkaup er að tryggja jafnræði fyrirtækja við opinber innkaup, stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni og efla nýsköpun og þróun við innkaup hins opinbera á vörum, verkum og þjónustu. Samkvæmt 3. gr. laganna taka lögin til ríkis, sveitarfélaga, stofnana þeirra og annarra opinberra aðila. Viðmiðunarfjárhæðir vegna opinberra innkaupa á Evrópska efnahagssvæðinu er að finna í reglugerð nr. 807/2007. Viðmiðunarfjárhæðir vegna skyldu til útboðs á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt 78. gr. laga nr. 84/2007 skulu vera sem hér segir: opinberir aðilar - viðmiðunar-fjárhæðir vegna skyldu til útboðs á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt 78. gr. laganna hjá opinberum aðilum að frátöldum sveitarfélögum og stofnunum eru eftirfarandi: vöru- og þjónustusamningar 11.690.000 kr. og verksamningar 449.490.000 kr. Þegar sveitarfélög, stofnanir þeirra og aðrir opinberir aðilar á þeirra vegum eiga í hlut eru viðmiðunarfjárhæðir þessar: vöru- og þjónustusamningar 17.980.000 kr. og verksamningar 449.490.000 kr. Almennt er kveðið á um útboð í lögum nr. 65/1993 um framkvæmd útboða og eiga þau lög við um opinber útboð eins langt og þau ná, það er að segja þegar ekki er vikið frá þeim í lögum um opinber innkaup eða öðrum sérlögum. Þegar innkaup/verk eru yfir eftirtöldum viðmiðunarfjárhæðum er meginreglan sú að þau þarf að auglýsa á öllu EES svæðinu með birtingu í Stjórnartíðindum ESB. Hefur þetta í för með sér að erlend fyrirtæki hafa tækifæri á að bjóða í innkaup/verk hér á landi. Nú þegar atvinnuleysi hefur náð nýjum hæðum er mikilvægt að ríki og sveitarfélög leggist á eitt og hugleiði umfang innkaupa/verka til að halda þeim á innanlandsmarkaði án þess að brjóta gegn reglum EES-samningsins. Verði tekin meðvituð ákvörðun um að hafa umfang útboða undir viðmiðunarfjárhæðum er hægt að skapa fleirum atvinnu með auknum verkfjölda. Ég tel að þessi aðgerð komi til með að fleyta mörgum fyrirtækjum og einyrkjum sem nú eru í rekstri og framleiðslu yfir erfiðasta hjallann. Höfundur skipar 1. sætið fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar