Danskir fjársvikarar stunda iðju sína úr fangaklefunum 6. janúar 2009 13:12 Dómar og fangelsisvist stöðva ekki danska fjársvikara við að halda áfram iðju sinni. Þeir halda fjársvikunum áfram úr fangaklefum sínum segir í frétt um málið í blaðinu Berlinske Tidende. Dæmi er tekið af einum alræmdasta fjársvikaranum, Korsör-lögmanninum Poul Fischer sem nú dvelur í Venstre fangelsinu. Sérgrein Fischer er að stofna skúffufélög sem síðan kaupa önnur félög í rekstri með lánum sem hafa veð í hinu keypta félagi. Síðan tæmir hann öll verðmæti úr hinu keypta félagi og lánadrottnar standa uppi með einungis nafn félagsins í höndunum. Fischer náði að stofna skúffufélag í fangaklefa sínum og með því að nota gat í fyrirtækjalöggjöfinni tókst honum að stofna röð af félögum utan Danmerkur á vegum skúffufélags síns. Í þeim kallar hann sig svo forstjóra undir nýju nafni þótt honum hafi með dómi verið bannað að koma nálægt fyrirtækjarekstri um langt skeið. Og síðan hófst veislan hjá Fischer á ný. Berlinske segir að samkvæmt upplýsingum frá skattyfirvöldum er Fischer langt frá því að vera eini fanginn sem heldur áfram efnahagsglæpum sínum þótt hann sitji bak við lás og slá. Og það ergir skattyfirvöld að þau geta ekkert gert við þessum glæpum fanganna fyrr en skaðinn af starfsemi þeirra lítur dagsins ljós. Kim Andersen einn af þingmönnum Venstreflokksins segir að þetta sé algerlega óhæft og hann ætlar að taka málið upp við Brian Mikkelsen dómsmálaráðherra Dana. Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Dómar og fangelsisvist stöðva ekki danska fjársvikara við að halda áfram iðju sinni. Þeir halda fjársvikunum áfram úr fangaklefum sínum segir í frétt um málið í blaðinu Berlinske Tidende. Dæmi er tekið af einum alræmdasta fjársvikaranum, Korsör-lögmanninum Poul Fischer sem nú dvelur í Venstre fangelsinu. Sérgrein Fischer er að stofna skúffufélög sem síðan kaupa önnur félög í rekstri með lánum sem hafa veð í hinu keypta félagi. Síðan tæmir hann öll verðmæti úr hinu keypta félagi og lánadrottnar standa uppi með einungis nafn félagsins í höndunum. Fischer náði að stofna skúffufélag í fangaklefa sínum og með því að nota gat í fyrirtækjalöggjöfinni tókst honum að stofna röð af félögum utan Danmerkur á vegum skúffufélags síns. Í þeim kallar hann sig svo forstjóra undir nýju nafni þótt honum hafi með dómi verið bannað að koma nálægt fyrirtækjarekstri um langt skeið. Og síðan hófst veislan hjá Fischer á ný. Berlinske segir að samkvæmt upplýsingum frá skattyfirvöldum er Fischer langt frá því að vera eini fanginn sem heldur áfram efnahagsglæpum sínum þótt hann sitji bak við lás og slá. Og það ergir skattyfirvöld að þau geta ekkert gert við þessum glæpum fanganna fyrr en skaðinn af starfsemi þeirra lítur dagsins ljós. Kim Andersen einn af þingmönnum Venstreflokksins segir að þetta sé algerlega óhæft og hann ætlar að taka málið upp við Brian Mikkelsen dómsmálaráðherra Dana.
Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira