Viðskipti erlent

Bjartara yfir við opnun markaða

Atli Ísleifsson skrifar
Markaðir í Ástralíu og Suður-Kóreu hafa örlítið tekið við sér í dag eftir lækkun síðustu daga.
Markaðir í Ástralíu og Suður-Kóreu hafa örlítið tekið við sér í dag eftir lækkun síðustu daga. AP

Eftir þriggja daga samfelldar lækkanir á mörkuðum í Asíu og Evrópu var heldur bjartara yfir við opnun þeirra í nótt og í morgun.

Nikkei-vísitalan í Japan fór upp um sex prósent og Hang Seng-vísitalan í Hong Kong hækkaði um tvö prósent í fyrstu viðskiptum. Hún hafði þó fallið um heil þrettán prósent í gær, sem er mesta lækkun á einum degi í áratugi.

Markaðir í Ástralíu og Suður-Kóreu tóku einnig örlítið við sér í dag, en í Taívan og Singapúr hefur verðfallið þó haldið áfram.

Og þegar Evrópumarkaðir opnuðu nú á áttunda tímanum kom í ljós að heldur léttara er yfir þar á bæjum heldur en verið hefur síðustu daga.

FTSE 100 vísitalan í London hækkaði um rúmt prósent, í Frakklandi fór CAC 40 vísitalan upp um tæp tvö prósent og Dax-vísitalan í Þýskalandi upp um rúmt prósent einnig.

Greinendur hafa fagnað því að rykið sé nú farið að setjast eftir uppnám síðustu daga en vara þó enn við að ástandið sé afar eldfimt, ekki síst í ljósi þess að Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað að ekki standi til að bakka með tollaálögurnar sem taka gildi á morgun.


Tengdar fréttir

Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig

Yfirvöld í Kína ætla sér að „berjast til endaloka“ ætli Bandaríkin að halda áfram að stigmagna tollastríðið. Í yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneyti Kína eru Bandaríkin sökuð um kúgun. Þar segir einnig að hótanir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hækka enn frekar tolla gegn Kína séu mistök. Hærri tollar taka gildi á morgun víða um heim. 

Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn

Fjórir dagar eru síðan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, setti tollgjöld á innflutningsvörur til Bandaríkjanna og hafa markaðir brugðist harkalega við. Hagfræðingur gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×