Upphafsár umbreytinga Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 2. desember 2009 06:00 Verkefni stjórnmálaflokka er að hafa heildarsýn á viðfangsefni þjóðmálanna og búa samfélaginu þau ytri skilyrði að gildismat Íslendinga geti notið sín. Þar hafa okkur verið mislagðar hendur og oft ber meira á átökum um leiðir að markmiðum og hagsmunatogstreitu einstakra hópa en umhyggju fyrir heildarhag og hagsmunum þjóðarinnar í heild. Í þeirri glímu sem nú stendur við afleiðingar banka- og gjaldeyrishruns verða átök og fréttafár um einstök mál eins og Icesave þess valdandi að heildarsýnin verður á stundum óljós. Í mínum huga er hún þó afar skýr og ekki verður frá henni hvikað. HeildarsýnÍ fyrsta lagi snýst baráttan um að ná tökum á stjórn efnahags- og ríkisfjármála, og skipuleggja endurreisn atvinnulífsins og heimilanna í landinu eftir hrunið. Uppgjörið við hrunið er ófrávíkjanlegur hluti af þeirri baráttu. Í öðru lagi eru stjórnarflokkarnir að taka ákvarðanir um lagasetningu og breytingu á stofnunum þjóðfélagsins til þess að stemma stigu við því að svipaðir atburðir geti gerst í okkar efnahagskerfi á næstu áratugum. Í þriðja lagi erum við með umbótum í lýðræðismálum, betri og gengsærri stjórnarháttum, endurskipulagi stjórnkerfis og stefnumótun á mörgum sviðum að búa í haginn fyrir sókn til betra samfélags sem m.a. tekur mið af meginhugmyndum norræna velferðarríkisins í bestu merkingu þess orðs. Hver einasta ákvörðun sem tekin er um þessar mundir og á næstu misserum verður að ganga upp í þessari þríliðu. Uppgjör, endurreisn og uppstokkun eru lykilorðin. Rétti tíminn til breytinga núnaÞví viðhorfi er oft hreyft að krepputímar séu ekki rétti tíminn til þess að hefja sókn til betra samfélags. Því mótmæli ég kröftuglega. Botninn er góður til viðspyrnu og nú er hugurinn opinn fyrir því að finna nýjar leiðir út úr vandanum og beita nýjum aðferðum við úrlausn mála. Hin íslensku gildi, eins og þau koma m.a. fram á Þjóðfundinum í Laugardalshöll, eru öll á þann veg að þau beina augum okkar að norrænu velferðarsamfélögunum og því jafnvægi sem þar er leitast við að ná milli markaðsafla og pólitískrar stýringar í þágu jafnréttis, réttlætis og og jöfnuðar. Árið 2009 er því ekki síður tími breytinga en tími kreppu. Nýjar leiðir varðaðarVið erum að varða nýjar leiðir með margvíslegum undirbúningi og ákvörðunum sem lúta að siðbót í opinberri stjórnsýslu, stjórnlagaþingi og þjóðaratkvæðagreiðslum svo fátt eitt sé nefnt. Enda þótt þröngt sé í búi og skera þurfi niður er unnið að því að mennta-, heilbrigðis- og velferðarþjónusta verði sá grunnur sem styrktur verður til frambúðar. Og við teljum að það sé til heilla fyrir almannahag að freista þess að semja við Evrópusambandið um aðildarsamning sem tekur fullt tillit til lífshagsmuna okkar í sjávarútvegi og landbúnaði. Okkar er að semja en þjóðin ræður aðildinni sjálf í kosningum. Það er sú leið sem Alþingi hefur valið. Stefnubreyting og staðfestaVið erum að beita okkur fyrir stefnubreytingu í skattamálum, stefnubreytingu í jafnréttismálum, stefnubreytingu í umhverfismálum, stefnubreytingu í sjávarútvegsmálum, stefnubreytingu í málum stjórnkerfis, réttarkerfis, stjórnsýslu og lýðræðis, stefnubreytingu í skipulagi fjármálastofnana, stefnubreytingu í samstarfi ríkis og sveitarfélaga og stefnubreytingu í Evrópumálum. Það er því afar mikilvægt að núverandi ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, hafi til að bera það úthald, þrautseigju og stefnufestu sem þarf til þess að kom þessum breytingum í örugga höfn. Ég hef fulla trú á því að sú verði reyndin. Ég spái því að þegar tímar líða þá verði ársins 2009 ekki eingöngu minnst sem árs kreppu, hruns og erfiðleika á Íslandi. Ég spái því að 2009 verði sérstaklega minnst sem upphafsárs mikilla umbreytinga. 2009 verði minnst sem ársins þegar Íslendingar tóku ákvarðanir um að breyta stjórnarháttum sínum og lífsgildum. Höfundur er forsætisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Verkefni stjórnmálaflokka er að hafa heildarsýn á viðfangsefni þjóðmálanna og búa samfélaginu þau ytri skilyrði að gildismat Íslendinga geti notið sín. Þar hafa okkur verið mislagðar hendur og oft ber meira á átökum um leiðir að markmiðum og hagsmunatogstreitu einstakra hópa en umhyggju fyrir heildarhag og hagsmunum þjóðarinnar í heild. Í þeirri glímu sem nú stendur við afleiðingar banka- og gjaldeyrishruns verða átök og fréttafár um einstök mál eins og Icesave þess valdandi að heildarsýnin verður á stundum óljós. Í mínum huga er hún þó afar skýr og ekki verður frá henni hvikað. HeildarsýnÍ fyrsta lagi snýst baráttan um að ná tökum á stjórn efnahags- og ríkisfjármála, og skipuleggja endurreisn atvinnulífsins og heimilanna í landinu eftir hrunið. Uppgjörið við hrunið er ófrávíkjanlegur hluti af þeirri baráttu. Í öðru lagi eru stjórnarflokkarnir að taka ákvarðanir um lagasetningu og breytingu á stofnunum þjóðfélagsins til þess að stemma stigu við því að svipaðir atburðir geti gerst í okkar efnahagskerfi á næstu áratugum. Í þriðja lagi erum við með umbótum í lýðræðismálum, betri og gengsærri stjórnarháttum, endurskipulagi stjórnkerfis og stefnumótun á mörgum sviðum að búa í haginn fyrir sókn til betra samfélags sem m.a. tekur mið af meginhugmyndum norræna velferðarríkisins í bestu merkingu þess orðs. Hver einasta ákvörðun sem tekin er um þessar mundir og á næstu misserum verður að ganga upp í þessari þríliðu. Uppgjör, endurreisn og uppstokkun eru lykilorðin. Rétti tíminn til breytinga núnaÞví viðhorfi er oft hreyft að krepputímar séu ekki rétti tíminn til þess að hefja sókn til betra samfélags. Því mótmæli ég kröftuglega. Botninn er góður til viðspyrnu og nú er hugurinn opinn fyrir því að finna nýjar leiðir út úr vandanum og beita nýjum aðferðum við úrlausn mála. Hin íslensku gildi, eins og þau koma m.a. fram á Þjóðfundinum í Laugardalshöll, eru öll á þann veg að þau beina augum okkar að norrænu velferðarsamfélögunum og því jafnvægi sem þar er leitast við að ná milli markaðsafla og pólitískrar stýringar í þágu jafnréttis, réttlætis og og jöfnuðar. Árið 2009 er því ekki síður tími breytinga en tími kreppu. Nýjar leiðir varðaðarVið erum að varða nýjar leiðir með margvíslegum undirbúningi og ákvörðunum sem lúta að siðbót í opinberri stjórnsýslu, stjórnlagaþingi og þjóðaratkvæðagreiðslum svo fátt eitt sé nefnt. Enda þótt þröngt sé í búi og skera þurfi niður er unnið að því að mennta-, heilbrigðis- og velferðarþjónusta verði sá grunnur sem styrktur verður til frambúðar. Og við teljum að það sé til heilla fyrir almannahag að freista þess að semja við Evrópusambandið um aðildarsamning sem tekur fullt tillit til lífshagsmuna okkar í sjávarútvegi og landbúnaði. Okkar er að semja en þjóðin ræður aðildinni sjálf í kosningum. Það er sú leið sem Alþingi hefur valið. Stefnubreyting og staðfestaVið erum að beita okkur fyrir stefnubreytingu í skattamálum, stefnubreytingu í jafnréttismálum, stefnubreytingu í umhverfismálum, stefnubreytingu í sjávarútvegsmálum, stefnubreytingu í málum stjórnkerfis, réttarkerfis, stjórnsýslu og lýðræðis, stefnubreytingu í skipulagi fjármálastofnana, stefnubreytingu í samstarfi ríkis og sveitarfélaga og stefnubreytingu í Evrópumálum. Það er því afar mikilvægt að núverandi ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, hafi til að bera það úthald, þrautseigju og stefnufestu sem þarf til þess að kom þessum breytingum í örugga höfn. Ég hef fulla trú á því að sú verði reyndin. Ég spái því að þegar tímar líða þá verði ársins 2009 ekki eingöngu minnst sem árs kreppu, hruns og erfiðleika á Íslandi. Ég spái því að 2009 verði sérstaklega minnst sem upphafsárs mikilla umbreytinga. 2009 verði minnst sem ársins þegar Íslendingar tóku ákvarðanir um að breyta stjórnarháttum sínum og lífsgildum. Höfundur er forsætisráðherra.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar