Upphafsár umbreytinga Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 2. desember 2009 06:00 Verkefni stjórnmálaflokka er að hafa heildarsýn á viðfangsefni þjóðmálanna og búa samfélaginu þau ytri skilyrði að gildismat Íslendinga geti notið sín. Þar hafa okkur verið mislagðar hendur og oft ber meira á átökum um leiðir að markmiðum og hagsmunatogstreitu einstakra hópa en umhyggju fyrir heildarhag og hagsmunum þjóðarinnar í heild. Í þeirri glímu sem nú stendur við afleiðingar banka- og gjaldeyrishruns verða átök og fréttafár um einstök mál eins og Icesave þess valdandi að heildarsýnin verður á stundum óljós. Í mínum huga er hún þó afar skýr og ekki verður frá henni hvikað. HeildarsýnÍ fyrsta lagi snýst baráttan um að ná tökum á stjórn efnahags- og ríkisfjármála, og skipuleggja endurreisn atvinnulífsins og heimilanna í landinu eftir hrunið. Uppgjörið við hrunið er ófrávíkjanlegur hluti af þeirri baráttu. Í öðru lagi eru stjórnarflokkarnir að taka ákvarðanir um lagasetningu og breytingu á stofnunum þjóðfélagsins til þess að stemma stigu við því að svipaðir atburðir geti gerst í okkar efnahagskerfi á næstu áratugum. Í þriðja lagi erum við með umbótum í lýðræðismálum, betri og gengsærri stjórnarháttum, endurskipulagi stjórnkerfis og stefnumótun á mörgum sviðum að búa í haginn fyrir sókn til betra samfélags sem m.a. tekur mið af meginhugmyndum norræna velferðarríkisins í bestu merkingu þess orðs. Hver einasta ákvörðun sem tekin er um þessar mundir og á næstu misserum verður að ganga upp í þessari þríliðu. Uppgjör, endurreisn og uppstokkun eru lykilorðin. Rétti tíminn til breytinga núnaÞví viðhorfi er oft hreyft að krepputímar séu ekki rétti tíminn til þess að hefja sókn til betra samfélags. Því mótmæli ég kröftuglega. Botninn er góður til viðspyrnu og nú er hugurinn opinn fyrir því að finna nýjar leiðir út úr vandanum og beita nýjum aðferðum við úrlausn mála. Hin íslensku gildi, eins og þau koma m.a. fram á Þjóðfundinum í Laugardalshöll, eru öll á þann veg að þau beina augum okkar að norrænu velferðarsamfélögunum og því jafnvægi sem þar er leitast við að ná milli markaðsafla og pólitískrar stýringar í þágu jafnréttis, réttlætis og og jöfnuðar. Árið 2009 er því ekki síður tími breytinga en tími kreppu. Nýjar leiðir varðaðarVið erum að varða nýjar leiðir með margvíslegum undirbúningi og ákvörðunum sem lúta að siðbót í opinberri stjórnsýslu, stjórnlagaþingi og þjóðaratkvæðagreiðslum svo fátt eitt sé nefnt. Enda þótt þröngt sé í búi og skera þurfi niður er unnið að því að mennta-, heilbrigðis- og velferðarþjónusta verði sá grunnur sem styrktur verður til frambúðar. Og við teljum að það sé til heilla fyrir almannahag að freista þess að semja við Evrópusambandið um aðildarsamning sem tekur fullt tillit til lífshagsmuna okkar í sjávarútvegi og landbúnaði. Okkar er að semja en þjóðin ræður aðildinni sjálf í kosningum. Það er sú leið sem Alþingi hefur valið. Stefnubreyting og staðfestaVið erum að beita okkur fyrir stefnubreytingu í skattamálum, stefnubreytingu í jafnréttismálum, stefnubreytingu í umhverfismálum, stefnubreytingu í sjávarútvegsmálum, stefnubreytingu í málum stjórnkerfis, réttarkerfis, stjórnsýslu og lýðræðis, stefnubreytingu í skipulagi fjármálastofnana, stefnubreytingu í samstarfi ríkis og sveitarfélaga og stefnubreytingu í Evrópumálum. Það er því afar mikilvægt að núverandi ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, hafi til að bera það úthald, þrautseigju og stefnufestu sem þarf til þess að kom þessum breytingum í örugga höfn. Ég hef fulla trú á því að sú verði reyndin. Ég spái því að þegar tímar líða þá verði ársins 2009 ekki eingöngu minnst sem árs kreppu, hruns og erfiðleika á Íslandi. Ég spái því að 2009 verði sérstaklega minnst sem upphafsárs mikilla umbreytinga. 2009 verði minnst sem ársins þegar Íslendingar tóku ákvarðanir um að breyta stjórnarháttum sínum og lífsgildum. Höfundur er forsætisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Verkefni stjórnmálaflokka er að hafa heildarsýn á viðfangsefni þjóðmálanna og búa samfélaginu þau ytri skilyrði að gildismat Íslendinga geti notið sín. Þar hafa okkur verið mislagðar hendur og oft ber meira á átökum um leiðir að markmiðum og hagsmunatogstreitu einstakra hópa en umhyggju fyrir heildarhag og hagsmunum þjóðarinnar í heild. Í þeirri glímu sem nú stendur við afleiðingar banka- og gjaldeyrishruns verða átök og fréttafár um einstök mál eins og Icesave þess valdandi að heildarsýnin verður á stundum óljós. Í mínum huga er hún þó afar skýr og ekki verður frá henni hvikað. HeildarsýnÍ fyrsta lagi snýst baráttan um að ná tökum á stjórn efnahags- og ríkisfjármála, og skipuleggja endurreisn atvinnulífsins og heimilanna í landinu eftir hrunið. Uppgjörið við hrunið er ófrávíkjanlegur hluti af þeirri baráttu. Í öðru lagi eru stjórnarflokkarnir að taka ákvarðanir um lagasetningu og breytingu á stofnunum þjóðfélagsins til þess að stemma stigu við því að svipaðir atburðir geti gerst í okkar efnahagskerfi á næstu áratugum. Í þriðja lagi erum við með umbótum í lýðræðismálum, betri og gengsærri stjórnarháttum, endurskipulagi stjórnkerfis og stefnumótun á mörgum sviðum að búa í haginn fyrir sókn til betra samfélags sem m.a. tekur mið af meginhugmyndum norræna velferðarríkisins í bestu merkingu þess orðs. Hver einasta ákvörðun sem tekin er um þessar mundir og á næstu misserum verður að ganga upp í þessari þríliðu. Uppgjör, endurreisn og uppstokkun eru lykilorðin. Rétti tíminn til breytinga núnaÞví viðhorfi er oft hreyft að krepputímar séu ekki rétti tíminn til þess að hefja sókn til betra samfélags. Því mótmæli ég kröftuglega. Botninn er góður til viðspyrnu og nú er hugurinn opinn fyrir því að finna nýjar leiðir út úr vandanum og beita nýjum aðferðum við úrlausn mála. Hin íslensku gildi, eins og þau koma m.a. fram á Þjóðfundinum í Laugardalshöll, eru öll á þann veg að þau beina augum okkar að norrænu velferðarsamfélögunum og því jafnvægi sem þar er leitast við að ná milli markaðsafla og pólitískrar stýringar í þágu jafnréttis, réttlætis og og jöfnuðar. Árið 2009 er því ekki síður tími breytinga en tími kreppu. Nýjar leiðir varðaðarVið erum að varða nýjar leiðir með margvíslegum undirbúningi og ákvörðunum sem lúta að siðbót í opinberri stjórnsýslu, stjórnlagaþingi og þjóðaratkvæðagreiðslum svo fátt eitt sé nefnt. Enda þótt þröngt sé í búi og skera þurfi niður er unnið að því að mennta-, heilbrigðis- og velferðarþjónusta verði sá grunnur sem styrktur verður til frambúðar. Og við teljum að það sé til heilla fyrir almannahag að freista þess að semja við Evrópusambandið um aðildarsamning sem tekur fullt tillit til lífshagsmuna okkar í sjávarútvegi og landbúnaði. Okkar er að semja en þjóðin ræður aðildinni sjálf í kosningum. Það er sú leið sem Alþingi hefur valið. Stefnubreyting og staðfestaVið erum að beita okkur fyrir stefnubreytingu í skattamálum, stefnubreytingu í jafnréttismálum, stefnubreytingu í umhverfismálum, stefnubreytingu í sjávarútvegsmálum, stefnubreytingu í málum stjórnkerfis, réttarkerfis, stjórnsýslu og lýðræðis, stefnubreytingu í skipulagi fjármálastofnana, stefnubreytingu í samstarfi ríkis og sveitarfélaga og stefnubreytingu í Evrópumálum. Það er því afar mikilvægt að núverandi ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, hafi til að bera það úthald, þrautseigju og stefnufestu sem þarf til þess að kom þessum breytingum í örugga höfn. Ég hef fulla trú á því að sú verði reyndin. Ég spái því að þegar tímar líða þá verði ársins 2009 ekki eingöngu minnst sem árs kreppu, hruns og erfiðleika á Íslandi. Ég spái því að 2009 verði sérstaklega minnst sem upphafsárs mikilla umbreytinga. 2009 verði minnst sem ársins þegar Íslendingar tóku ákvarðanir um að breyta stjórnarháttum sínum og lífsgildum. Höfundur er forsætisráðherra.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun